Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
T
ekið er af skarið með hækk-
un bílprófsaldurs í frum-
varpi til breytinga á um-
ferðarlögum sem nú liggur
fyrir Alþingi. Í áratugi hefur sú
regla gilt að hver sá sem ökupróf
stenst fái réttindin sautján ára. Nái
frumvarp innanríkisráðherra hins
vegar fram að ganga miðast bíl-
prófið í fyllingu tímans við átján ár.
Skrefin í þá átt verða tekin í áföng-
um. Á næsta ári verður fyr-
irkomulagið óbreytt. Árið 2014 fær
fólk prófið sautján ára og þriggja
mánaða, árið 2015 er bílprófið í
höfn þegar ökumaður er sautján og
hálfs árs. Þrír mánuðir bætast svo
við 2015 og sami tími árið 2016.
Átján ára markinu verður náð árið
2017.
Mikil forræðishyggja
Hugsanleg hækkun bílprófsaldurs
hefur verið til umræðu í áraraðir.
Sjónarmiðin í málinu eru mörg.
Margir hafa nefnt að eðlilegt sé að
bílprófs- og lögræðisaldur haldist í
hendur. Einnig hefur verið nefnt að
ungmenni séu að öðru jöfnu með
meiri og betri þroska átján en
sautján ára. Að því leytinu til sé
þetta einskonar forvarnamál.
Önnur sjónarmið hafa þó heyrst.
Þegar samgöngunefnd Alþingis,
sem þá hét svo, óskaði á sl. ári eftir
umsögnum var leitað til sveit-
arstjórna úti um land. Hreppsnefnd
Hrunamannahrepps lét þá í sér
heyra. Í umsögn, sem þá barst úr
uppsveitum Árnessýslu, voru gerð-
ar „alvarlegar athugasemdir við
breytingar,“ eins og það var orðað.
Hækkun bílprófsaldurs í átján ár
fæli í sér óþægindi fyrir heimilin
sem ekki væri á bætandi. Kostn-
aður sveitaheimila ykist en „en þau
treysta á að heimilisfólk geti hjálp-
ast að við verkin og auðveldað al-
mennt atvinnuþátttöku. Bent er á
að eldra fyrirkomulag hafi ekki
verið til vandræða og um sé að
ræða vísi að mikilli forræð-
ishyggju“, sagði hreppsnefnd
Hrunamanna.
Nýjar aðferðir skilað árangri
Ökunám í dag er 25 bóklegir tímar
og sautján verklegir, að lágmarki.
„Nýjar aðferðir í ökukennslu sem
við höfum innleitt á undanförnum
árum hafa skilað góðum árangri.
Kennslan er markvissari en áður.
Nú er inntakið að búa nemendur
fyrir langan og farsælan ökuferil,
en ekki bara að komast í gegnum
prófið. Þetta er að minni hyggju
stór þáttur í því að slys þar sem
ungir ökumenn eiga í hlut eru færri
en var. Tölur Umferðarstofu stað-
festa þetta. Í hópi yngstu öku-
manna hefur slysum þar sem þeir
eiga í hlut raunar fækkað um nærri
helmingi á fáum árum,“ segir Guð-
brandur Bogason, formaður Öku-
kennarafélags Íslands.
Að tilstuðlan ökukennara og
fleiri hefur bóklegur þáttur öku-
náms verið efldur, meðal annars
með svonefndum Ökuskóla 3. Þar
fá ökunemar þjálfun á sérstökum
akstursbrautum, eins og komið hef-
ur verið upp t.d. á Kirkjusandi í
Reykjavík. Er kennslubílunum þá
komið fyrir á sérstökum vögnum en
með þeim má framkalla mismun-
andi akursskilyrði, til dæmis eins
og ekið sé í hálku. Einnig er farið í
gegnum ýmis atriði er snúa að
slysavörnum.
„Með þessu er markmið okkar að
nemendur öðlist skilning á umferð-
inni og hvernig hún virkar í raun.
Hvernig ökumenn þurfa alltaf að
taka tillit hver til annars og vera
vel vakandi úti á vegum,“ segir
Guðbrandur.
Góður millivegur
„Í sjálfu sér geri ég ekki neinar at-
hugasemdir við að bílprófsaldurinn
verði hækkaður. Auðvitað orkar
tvímælis að ungmenni sem ekki eru
orðin sjálfráða hafi réttindi á afl-
mikinn bíl og geti farið hvert sem
þeim sýnist,“ segir Guðbrandur og
bætir við að tillagan um að bílprófið
miðist við átján árin sannarlega
ekki frá ökukennurum komin. Hins
vegar séu ákvæði í frumvarpi inn-
anríkisráðherra, um að hækkun
prófaldurs verði tekin í þriggja
mánaða skrefum á fjórum árum, til-
laga þeirra. Ökukennara skipti
sannarlega máli að missa ekki út
heilan árgang nemenda einu bretti
– og í fyrirliggjandi frumvarpi sé
farinn góður millivegur að settu
marki; það er ökuréttindi fáist þeg-
ar fólk verður átján ára.
sbs@mbl.is
Átján árin í þriggja mánaða skrefum
Bílprófsaldurinn verður hækkaður. Í umræðu í ára-
raðir. Meiri og betri þroski. Sveitafólk er óánægt.
Breytt fyrirkomulag ökukennslu þykir skila árangri.
Morgunblaðið/Golli
Bílstjóri Nýjar aðferðir í ökukennslu hafa skilað góðum árangri, segir Guðbrandur Bogason formaður Ökukennarafélags Ís-
lands. Hann segir sína menn geta að skilyrðum settum sætt sig við hærri bílprófsaldur.
„Ábyrgð og skyldur
eiga jafnan að
haldast í hendur. Í
því ljósi meðal ann-
ars tel ég skyn-
samlegt að bíl-
prófið og
sjálfræðisaldur
haldist í hendur;
það er átján ára,“
segir Oddur Árna-
son, yfirlög-
regluþjónn á Selfossi. Að öðru jöfnu
segist hann þó telja að áfram eigi að
veita ungmennum sextán ára gömlum,
réttindi til æfingaaksturs undir leið-
sögn foreldra eða forráðamanna, rétt
eins og verið hefur síðustu árin.
„Æfingaakstur hefur sannarlega
sannað gildi sitt. Eftir nokkra tíma und-
ir leiðsögn ökukennara leggja krakk-
arnir af stað með góðri leiðsögn fjöl-
skyldunnar. Slík samvera hefur í mörgu
tilliti mikið uppeldisgildi, ekki bara
hvað varðar ökunám. Reynsla lögreglu-
manna er líka sú að eftir að æf-
ingaakstur komst á komi krakkarnir
betur þjálfaðir en áður út í umferðina.
Tölur um fækkun slysa þar sem ungt
fólk á í hlut staðfesta þetta.“
Æfingaakstur er uppeldismál
Oddur
Árnason
„Já, ég gæti vel
séð fyrir mér að
samþætta mætti
hinn bóklega hluta
ökukennslunnar og
almennt fram-
haldsskólanám.
Slíkt er gert er-
lendis, til dæmis í
Bandaríkjunum og
hefur gefið góða
raun,“ segir Sig-
urborg Matthíasdóttir konrektor
Menntaskólans í Hamrahlíð. „Leyfi til
æfingaaksturs ætti áfram að miðast
við sextán ára aldur. Mér líst hins vegar
vel á að bílprófið fengist ári síðar en nú
er; miðaðist við átján árin og héldist
þannig í hendur við sjálfræðisaldur.
Slíku myndi margt fylgja. Sé fyrir mér,
öðrum þræði í gamni sagt, að ögn
rýmra yrði á bílastæðunum hér við
skólann. Mikill fjöldi nemenda kemur á
bíl. Þó virðist mér að þeim hafi vissu-
lega fækkað eftir hrun. Krakkarnir hafa
úr minni peningum að spila, viðhorfin í
samfélaginu eru breytt og sífellt fleiri
eru á reiðhjóli.“
Samþættist framhaldsskólanum
Sigurborg
Matthíasdóttir
„Best held ég að
færi á því að halda
sig áfram við
sautján árin. Hér
úti á landi þar sem
vegalengdir eru
miklar fylgir því
óhagræði ef for-
eldrar þurfa að
keyra krakkana
árinu lengur en nú
er. Ef þessi breyt-
ing á umferðarlögum, eins og hún er
kynnt í frumvarpi, verður að veruleika
eru krakkar háðir foreldrum sínum um
öll ferðalög lengur en ástæða er til,“
segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á
Hornafirði.
Besta nálgunin í þessu máli væri sú,
að mati Hjalta Þórs, að leggja meiri
áherslu en nú er á æfingaakstur. „Æf-
ing og reynsla skiptir öllu. Nú má eng-
inn hreyfa dráttarvél nema vera orðinn
sextán ára. Eins og ég þekki til voru
krakkar hér áður byrjaðir að vinna á
traktorum vel innan við fermingu,
fengu þannig góða þjálfun og voru
ágætlega þjálfaðir ökumenn sautján
ára. Með öðrum orðum sagt finnst mér
vel koma til greina að rýmka reglurnar
og hugsa málið út frá annari hlið en
lagt er til í áðurnefndu frumvarpi.“
Skoðum rýmkun reglnanna
Hjalti Þór
Vignisson