Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
F E L L S M Ú L A 2 8 1 0 8 R E Y K J A V Í K S Í M I : 5 5 4 1 5 5 0 , 5 8 8 7 2 1 1
Tvær frábærar
handstö›var
fyrir göngufólk, smalamenn,
skotvei›imenn og
skí›afólk á kynningarverði
í október.
Öllum handstö›vum
fylgir bor›hle›slutæki.
SL-1000SL-7000
PM 200 Bílstöð
208 rása Maxon bílstö›var á ótrúlegu ver›i.
Vanda›ar talstö›var sem hafa
margsanna› gildi sitt í
vinnuvélum, lögreglubílum
og leigubílum.
Einnig gott úrval
TETRA stöðva og
fylgihluta.
adaptor frá Pioneer fyrir 15-18 þús-
und krónur, og svo bíltæki fyrir 50-60
þúsund. Þannig fæst ekki bara nýtt
tæki í bílinn fyrir talsvert lægri upp-
hæð heldur leyfi ég mér að fullyrða
að í flestum tilfellum fæst um leið
tæki með næmari móttakara og betri
hljóm.“
Áhersla á vönduð bíltæki
Pioneer hefur um langan aldur lagt
sérstakan metnað í hljómtæki fyrir
bíla og segir Valur svo hafa verið alla
tíð. Til að mynda kynnti Pioneer til
sögunnar, fyrst framleiðenda, sam-
sett stereó hljómtæki í bíla árið 1975.
Að sama skapi send fyrirtækið frá sér
heimsins fyrsta geislaspilara fyrir bíl
árið 1984. „Pioneer er þekkt fyrir
mjög vönduð og góð bíltæki, og í raun
verið framarlega á þeim vettvangi
alla tíð,“ bendir hann á. „Hér á Ís-
landi eru til dæmis víða heldur léleg
móttökuskilyrði fyrir útvarp, og í því
sambandi hefur Pioneer einfaldlega
reynst mjög vel í gegnum tíðina því
móttakarinn er fyrsta flokks. Er þá
ótalið hversu góð hljómgæðin eru. Í
þessu er sérstaða Pioneer fólgin.
Hljómgæðin annars vegar og næmn-
in í fm-móttakaranum hins vegar.
Það eru þessir tveir stóru punktar
sem við bendum sérstaklega á.“ Val-
ur bendir á að Pioneer bíltækin hafi
verið í fararbroddi um margt þegar
hann hóf störf fyrir Pioneer á Íslandi
A
f því nýjasta sem er að gerast
í bíltækjum er helst að nefna
þessi svokölluðu tvöföldu
tæki, sem eru fáanleg með
5,8“ – 7“ skjá skjá og DVD spilara, og
jafnvel app-tæki þar sem þú tengir
iPodinn eða snjallsímann við tækin og
stýrir honum svo bara frá snertiskjá
hljómtækjanna – öll virkni og smá-
forrit verða aðgengileg á snertiskj-
ánum, hvort heldur það er vegaleið-
sögukerfi eða hvað sem vera skal,“
útskýrir Valur. „Það er meðal þess
nýjasta í bíltækjaheiminum.
Fáanlegt í flestar gerðir bíla
Varðandi tvöföldu tækin má bæta því
við Pioneer geta skaffað ákveðinn að-
lögunarbúnað eða „adaptor“ fyrir um
250 gerðir bíla. Ef innbyggða útvarp-
ið í bílnum bilar er ekki óalgengt að
það kosti hátt í 200.000 krónur að fá
nýtt. Aftur á móti er hægt að kaupa
árið 1981 og það hafi ekki breyst á
þeim 30 árum sem síðan eru liðin.
Einfalt viðmót og litur í stíl
Einnig bendir Valur á að stór kostur
við tækin snúi að því hversu þægilegt
allt viðmót þeirra sé og notendavænt.
Ekki þurfi að liggja langtímum sam-
an yfir leiðbeiningum til að átta sig á
tækjunum. Einnig bjóða öll Pioneer
tæki í dag upp á afspilun af usb-lykli,
og flest þeirra bjóði upp á iPod-
stýringu sömuleiðis, að sögn Vals.
En þó virknin sé öll með besta móti
hefur framleiðandinn ekki látið sjón-
ræna þáttinn sitja á hakanum, segir
Valur. „Útlitslega hafa þau líka alla
tíð verið mjög vel hönnuð og falla vel
að þeim bílum sem þau eru sett í.
Ekki minnstan þátt í því á sú stað-
reynd að þú getur valið um lit á ljós-
inu á hnappaborðinu og skjá tækj-
anna, svo hann sé í stíl við litinn á
ljósinu í mælaborðinu í stað þess að
vera alveg úr samhengi við önnur
stjórntæki í mælaborðinu,“ bendir
Valur á. „Í sumum gerðum geturðu
meira að segja breytt um lit. Sem
dæmi nefni hinn sérstaka bláa lit sem
bílar af Volkswagen-gerð hafa í
mælaborðinu. Pioneer er með sér-
stakan lit fáanlegan sem kallast ein-
faldlega „Volkswagen Blue Display“.
Þannig falla hljómtækin fullkomlega
að litnum í mælaborðinu og mynda
eina heild.“ jonagnar@mbl.is
Löng hefð fyrir bíltækjum
Pioneer hefur um ára-
tugaskeið lagt metnað í
vönduð hljómtæki fyrir
bíla. Ýmislegt nýstárlegt
og spennandi er í boði
fyrir þá sem vilja leyfa
tónlistinni að njóta sín í
bílnum, segir Kristinn
Valur Kristófersson hjá
Ormsson, Lágmúla 8.
Morgunblaðið/Golli
Sagan Pioneer hefur um langan aldur lagt sérstakan metnað í hljómtæki fyrir bíla og segir Valur svo hafa verið alla tíð. Til að mynda kynnti Pioneer til sögunnar, fyrst
framleiðenda, samsett stereó hljómtæki í bíla árið 1975. Að sama skapi send fyrirtækið frá sér heimsins fyrsta geislaspilara fyrir bíl árið 1984.
Hljómur Hljómburður er með besta
móti og fm-móttakan sömuleiðis.
Nýtt App-tæki er með því nýjasta frá
Pioneer. Tækninni fleygir fram.