Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
inn hagur í bílavarahlutum.
Það er okkur kjörorð,“ segir
Loftur Guðni Matthíasson
verslunarstjóri hjá AB-
varahlutum. Fyrirtækið var stofnað
árið 1996 og hafa stjórnendur þess,
að eigin sögn, ávallt leitast við að
bjóða upp á gæðavottaðar vörur og
varahluti í bíla á viðráðanlegu verði.
Mikið er lagt upp úr faglegri þjónustu
og starfsmenn fyrirtækisins eru
reyndir á sínu sviði og allir miklir
bíladellumenn.
Jón S. Pálsson, forstjóri og eigandi
AB-varahluta, setti starfsemina á
laggirnar fyrir sextán árum. Fyr-
irtækið var upphaflega á Bíldshöfða
en í desember á sl. ári var starfsemin
flutt á Funahöfða 9. Einnig er fyr-
irtækið með starfsemi í Reykjanesbæ
og á Akureyri.
Þurfum stærra húsnæði
„Ég hef lifað og hrærst í bílageir-
anum í áratugi. Byrjaði hjá Toyota
árið 1972 en árið 1996 stofnaði ég AB-
varahluti. Fljótt þróaðist starfsemin
út í innflutning á varahlutum en fyrir
tveimur árum varð ljóst að koma
þyrfti starfseminni í rúmbetra hús-
næði og gengu fyrirætlanir um það
eftir á síðasta ári. Allt þetta gerist
sakir þess að við höfum í tímans rás
átt góða og trausta viðskiptavinir og
við erum þeim þakklátir,“ sagði Jón.
Verlunarstjórinn Loftur Guðni
segir mikilvægt að úrvalið í versl-
uninni sé fjölbreytt, svo mæta megi
þörfum og óskum viðskiptavina.
„Okkar aðalsmerki er að eiga hlut-
ina til á lager. Í þeim tilfellum sem
svo er ekki þá tekur aðeins fáeina
daga að útvega þá enda eru allir okk-
ar birgjar í Evrópu. Eðlilega er mest
spurt um þá varahluti sem talist geta
slitfletir; eins og bremsur, kúplingar,
hjólabúnaður, fjöðrun og fleira slíkt,“
segir Loftur.
Lækkuðum álagningu
Bílarnir hafa breyst og verða sífellt
tæknivæddari. Viðgerðir eru því ekki
eins á færi fjöldans og var. „Breyting-
arnar á síðustu árum eru afar miklar,
bílar eru flóknari en var og flest í vél-
búnaði þeirra er tölvutengt í dag,“
sagði Loftur.
Þrátt fyrir hræringar í efnahagslíf-
inu á síðustu árum hefur stjórn-
endum AB-varahluta tekist að halda
varahlutaverði niðri. „Þetta byrjaði á
árunum 2008 og 2009 þegar gengi
krónunnar gagnvart erlendum gjald-
miðlum hafði hrunið um 30-40% á
skömmum tíma. Undir eðlilegum
kringumstæðum hefði þetta verið
sett út í verðlagið. Við völdum hins
vegar að lækka álagningu jafnframt
því sem erlendir birgjar léttu undir,“
segir Jón og heldur áfram:
Hefur létt undir
„Svona tókst að halda verði því sem
næst óbreyttu. Þetta hefur svo sann-
arlega létt undir með fólki sem ekki
hefur haft tök á endurnýjun bíla
sinna eftir hrunið. Í ríkari mæli en áð-
ur er gert við bílana og virðing fólks
fyrir verðmætum er tvímælalaust
meiri en áður.“ sbs@mbl.is
Varahlutir séu á
viðráðanlegu verði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílamenn Loftur Guðni Matthíasson og Jón S. Pálsson standa vaktina hjá AB-varahlutum ásamt fleiri þaulvönum bíladellu-
körlum sem kunna skil á flestum um bíla. Fólk vill líka afdráttarlaust slíka þjónustu.
Í ríkari mæli en áður er gert
við bílana og virðing fólks
fyrir verðmætum er tví-
mælalaust meiri en áður.
Eiga hlutina á lager. Vottaðir AB-varahlutir koma frá
birgjum í Evrópu. Lækkuðu álagningu. Virðing fyrir
verðmætum er meiri en var. Bíladellukarlar afgreiða.
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Vökvakerfislausnir
Kia seldi fleiri bíla í Bandaríkjunum í september en nokkru sinni fyrr, eða 48.105
bíla. Það er í frásögur færandi, að þetta var 25. mánuðurinn í röð sem Kia bætir
sölumet sitt þar í landi.
Mest seldist af Kia Optima, rúmlega 14 þús. eintök, Sorento rúmlega 10 þús. Og
Kia Soul 9 þús. Salan í ár er 18,4% meiri en í fyrra. Kia vex hraðast allra bíla-
framleiðenda í sölu í Bandaríkjunum.
Met 25. mánuðinn í röð
Morgunblaðið/Ómar
KIA Cee’d selst
vel á öllum
mörkuðum.