Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
Fyrir ofan Smáralind
Sími 567 1213
www.splass.is
fylgstu með
okkur á Facebook
Engin venjuleg bílaþvottastöð!
Gullsm
ári
Smáralind
Sm
ár
ah
va
m
m
sv
eg
ur
Hagasmári
Fífuhvamm
svegur
Tölfræði af öllu tagi dunda menn sér við að taka saman. Þar á meðal lista yfir
sendibíla sem mest er stolið ár hvert í Bretlandi. Á nýrri samantekt fyrir árið 2011
kemur í ljós að sendibílaþjófar ágirntust helst Ford Transit. Einn af hverjum fjórum
stolnum sendibílum var af þeirri gerð.
Í öðru sæti var Mercedes Sprinter með 21% hlutdeild og í því þriðja Mitsubishi
L200 pallbíllinn með 13%. Í fjórða til fimmta sæti eru Nissan Primastar og Peugeot
Expert með 4% hlutdeild hvor bíll.
Ekki þykir niðurstaðan varðandi efsta sætið koma á óvart þar sem Ford Transit
er langsöluhæsti sendibíllinn í Bretlandi. Aftur á móti kemur há hlutdeild Sprinter á
óvart þar sem sala á Transit er tvöfalt meiri.
agas@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Transit Eftirsóttur meðal óvandaðra og er stolið steini léttara á Bretlandseyjum.
Ford Transit stolið mest
S
tórborgir heims eiga það til
að teppast á háannatíma.
Nógu leiðinlegt er að bíða í
umferðinni og láta tímann
fara til spillis, en ennþá
verra er að missa af mikilvægum
fundi eða flugvél út í heim.
Í sumum borgum í vanþróaðri
hornum jarðarinnar er vandinn
leystur með því að leigja skutl aftan
á vespu. Íslenskir ferðalangar kann-
ast eflaust við mótorhjólaskutl-
menninguna í Taílandi sem er bæði
ódýr, einföld og þægileg leið til að
komast greiðlega á áfangastað.
Nú hefur frumkvöðullinn uppá-
tækjasami Richard Branson fært
Lundúnabúum svipaða þjónustu.
Virgin Limobike heitir reksturinn
og gengur út á að ferja farþega um
Lundúnaborg á veglegu mótorhjóli.
Í góðum höndum
Öryggið og íburðurinn er öllu meiri
en í Bangkok. Farþeginn fær afnot
af hjálmi og hlífðarfatnaði sem bæði
eykur á öryggið og ver gegn byltum
og skellum. Ökumaður hjólsins er
þrautþjálfaður og vottaður í bak og
fyrir og á hjólinu eru hirslur til að
geyma nokkuð stóra handfarang-
urstösku.
Skutlið frá Heathrow niður í mið-
borg Lundúna kostar um 85 pund,
eða tæpar 17.000 kr en skutl innan
miðborgarinnar kostar þetta 30-40
pund, eða um 6.000 til 8.000 kr.
ai@mbl.is
Taxi sem festist ekki í umferðinni
Virgin-veldið heldur úti mótorhjólaskutlum í Lond-
on
Veglegir Þeir eru býsna álitlegir, vélfákarnir sem skotleiga Virgin býður upp á.
Þægilegt Það ætti enginn að tefjast að óþörfu sem brunar um á leigufák frá Virgin. Richard Branson veit hvað hann syngur,
sem fyrr. Hjálmur og hlífðarfatnaður er innifalinn og ætti því ekki að væsa um þá sem leigja sér skottúr aftan á hjólinu.