Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ | 35
Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1:
Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318
Réttarháls 440 1326 | Dalbraut Akranesi 440 1394
Langatangi Mosfellsbæ 440 1378 | Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372
Tryggvabraut Akureyri 440 1438
RÉTTA DEKKIÐ
BREYTIR ÖLLU
MICHELIN
GÆÐAVOTTUN
HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1 ERU ÞAU
FYRSTU Á ÍSLANDI TIL AÐ HLJÓTA
GÆÐAVOTTUN MICHELIN
Hjólbarðaverkstæði N1 hafa hlotið vottun
samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun fá
eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem
uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin.
Vottunin tryggir að sölustaður uppfyllir
ströngustu gæðakröfur sem Michelin gerir um
meðhöndlun, þjónustu og samskipti við sölu
og meðferð á vöru sinni.
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Boddýhlutir
A
ð taka rafmagnsbíl í flotann
er tilraun af okkar hálfu.
Við rennum blint í sjóinn
með þetta. Ég geri mér
væntingar um að við verðum
kannski komnir með 10-20 bíla
eftir tvö til þrjú ár, en sú tala er
nánast skot út í loftið,“ segir
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Hölds-Bílaleigu Akureyrar. Fyr-
irtækið fékk á dögunum í flota
sinn rafmagnsbíl af gerðinni Mit-
subishi i-Miev. Þetta er lítill nett-
ur bíll sem fer í útleigu innan tíð-
ar. Þar er miðað við
innanbæjarleigu, til dæmis frá
flugvöllunum á Akureyri og
Reykjavík þar sem fólk á ferðinni
getur gripið í bíl fyrir bæj-
arsnattið
Miða við 100 km
Af hálfu framleiðanda Mitsubishi,
er drægni i-Miev sögð allt að 150
km en hjá Heklu, umboðsfyrirtæki
Mitsubishi á Íslandi og Bílaleigu
Akureyrar vilja menn þó hafa vað-
ið fyrir neðan sig. Miðað við fyrst
um sinn að drægni hverrar hleðslu
sé 80-100 km.
„Í innanbæjarumferð er fólk
kannski að aka 50 til 70 km á dag
og þá dugar næturhleðslan. Svo
þegar komið er í áfangastað er
bílinn settur í samband og raf-
hlaðinn yfir nóttina. Nei, við
sjáum ekki fyrir okkur að þessir
bílar henti t.d. fyrir erlenda ferða-
menn sem fara um landið. Í fyrsta
lagið er farangursrými bílsins of
lítið og drægni bílsins of stutt,“
segir Steingrímur og heldur
áfram:
„Jú, og svo gætu þessir bílar
verið góður kostur í fyrirtækja-
þjónustu okkar. Við leigjum fjölda
fyrirtækja smábíla sem notaðir
eru til ýmissa skemmri ferða
starfsfólks. Uppsetning á hleðslu-
staurum fyrir slíka bíla við vinnu-
staði ætti að vera auðleyst mál,“
segir Steingrímur sem segir kaup
á rafbílnum í samræmi við þá um-
hverfisstefnu sem mótuð hefur
verið hjá Bílaleigu Akureyrar.
Einir umhverfisvottaðir
Yfir sumartímann er fyrirtækið
með um það bil 2.500 bíla í útgerð
og metnaður er fyrir því að í heild
sé starfsemin umhverfisvæn enda
fyrirtækið eina bílaleiga landsins
með ISO 14001-umhverfisvottun.
„Sömuleiðis eru talsverðir hags-
munir undir. Tækni við rafbíla
fleygir hratt fram og rekstr-
arkostnaður þeirra er umtalsvert
minni en annarra bíla. Rafmagn
sem dugar til 100 km aksturs á
Mitsubishi i-Miev kostar ekki
nema um 170 krónur. Í slíku felst
mikill sparnaður borið saman við
hefðbundna orkugjafa,“ segir
Steingrímur.
Til Hollywood
Í samtali við bæjarblaðið Vikudag
á Akureyri segir Steingrímur
starfsemi Hölds-Bílaleigu Ak-
ureyrar ganga vel. Líðandi ár sé
með þeim betri í sögu fyrirtæk-
isins og veitti ekki af eftir hrunið.
Ferðamannatímabilið hafi verið
lengra en áður og tjón á bílum í
lágmarki. Það skipti miklu fyrir
afkomuna. Þá má geta þess að
töluvert hefur borið á Hollywood-
stjörnum á landinu. Þannig var
Tom Cruise norður í landi í sumar
vegna gerðar myndarinnar Obli-
vion sem aftur skilaði Höldi verk-
efnum sem munaði um.
sbs@mbl.is
Höldur reynir
rafmagnsbíl
Akureyringar velja Mitzubishi i-Miev. Drægnin er
100 km. Hentar vel í bæjarumferðina. Sparneytinn
og grænn. Fyrirtækið er með 2.500 bíla í útgerð.
Ljósm/Vikudagur
Straumur Steingrímur Birgisson og hans menn hjá Bílaleigu Akureyrar eru komn-
ir með rafmagnsbíl. Tilraun segir framkvæmdastjórinn.
Rafmagn sem dugar til 100
km aksturs á Mitsubishi i-
Miev kostar ekki nema um
170 krónur. Í slíku felst
mikill sparnaður borið
saman við hefðbundna
orkugjafa