Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 36
Eftirminnilegustu James Bond bílarnir
36 | MORGUNBLAÐIÐ
V
art er til meira spennandi
vettvangur fyrir bíla en í
myndunum um James
Bond, því hlutverk
þeirra þar er vanalega
stórt. Þeir eru settir í það dásam-
lega hlutverk að vera verkfæri
færasta spæjara kvikmyndasög-
unnar sem notar þá til að koma
sér úr ótrúlegustu vandræðum.
Ekki eru til mikið stærri tækifæri
bílaframleiðenda til að sveipa bíla
sína dýrðarljóma og eilífðarfrægð,
sem þeir sannarlega hafa gert.
Bílar breskra framleiðenda hafa
eðlilega verið mjög áberandi í
myndunum, en þýskir bílar hafa
einnig haft nokkurt hlutverk og þá
helst frá BMW sem fluttu njósn-
arann milli staða í þremur af fjór-
um Bondmyndum leikarans Pierce
Brosnan.
Blaðamaður Daily News í Bret-
landi setti niður á blað lista þeirra
10 bíla úr James Bond myndunum
sem hann vildi helst eiga og er
listi hans birtur hér.
Sá sem endaði í 10. sætinu var
ekki beinlínis bíll heldur feneyskur
gondóll sem breyttist í hraðbát og
síðan í loftpúðafarartæki sem
ferðast gat á landi. Báturinn sást í
myndinni Moonraker frá 1979. Í 9.
sæti er goðsagnakenndur bíll, Lo-
tus Esprit Turbo úr myndinni For
Your Eyes Only frá 1981. Á hon-
um voru skíðafestingar og var
hann mest notaður í atriðum í
austurrísku ölpunum. Áttunda
sætið fyllir Aston Martin DBS
sem bæði sást í myndunum Casino
Royale frá 2006 og Quantum of
Solace. Í báðum myndunum er
ansi illa farið með bílinn og hann
mikið skemmdur af Daniel Craig
sem fór þá með hlutverk Bond.
Í því sjöunda er BMW Z3
blæjubíll sem ekið var af Pierce
Brosnan í Goldeneye árið 1995.
Þessi smái BMW var ekki mjög
áberandi í myndinni, hann sást að-
eins tvisvar sinnum. Sjötta sætið
vermir annar BMW af Z8 gerð og
hann er einnig blæjubíll og frekar
smávaxinn. Honum var ekið af
Pierce Brosnan í myndinni The
World Is Not Enough árið 1999.
Loks kemur aftur Aston Martin
bíll í 5. sætinu og það af V8 Van-
tage-gerð, en hann var fyrsti bíll-
inn sem Timothy Dalton ók í hlut-
verki James Bond. Þetta var í
myndinni The Living Daylights frá
1987. Bíllinn sást bæði sem blæju-
bíll og með harðan topp. Stað-
reyndin var reyndar sú að um tvo
ólíka bíla var að ræða. Þriðji
BMW bíllinn vermir svo 4. sætið
og það einn af stærri gerðinni,
BMW 750iL sem Pierce Brosnan
stjórnaði svo eftirminnilega með
símanum sínum í bílastæðahúsi í
myndinni Tomorrow Never Dies
frá 1997.
Einn Aston Martin bíllinn enn
er í 3. sætinu, sem telst kannski
ekki svo skrítið því þeir hafa verið
einkar áberandi í myndum James
Bond og vel við hæfi að njósnarinn
breski aki ekta breskum öflugum
lúxusbílum. Þessi bíll er af DB5-
Sean Connery og kagginn voru eins og bræður.
BMW Z3 Roadster er að sönnu snaggaralegur en km lítt við sögu í Goldeneye.
Það er ekki úr vegi að rifja upp nokkra af athyglisverðum bílum sem
spæjari hennar hátignar, James Bond hefur notað á 50 ára ferli sínum nú
þegar allar James Bond myndirnar eru sýndar á Skjá einum.
Eftir þriggja mynda akstur á BMW fékk Pierce Brosnan eina mynd á Aston Martin
— Íslandsævintýrið Die Another Day, sem seint telst til betri Bondmynda.
Sígildur Aston Martin
DB5 sást fyrst í Gold-
finger og svo mætti
aftur til leiks í með-
förum Daniel Craig í
Casino Royale.