Morgunblaðið - 05.10.2012, Qupperneq 37
Hinn sérútbúni gondólabátur sem varð James Bond til bjargar í Moonraker er með
sérkennilegri faratækjum sem njónarinn hefur spreytt sig á.
MORGUNBLAÐIÐ | 37
– Síðan 1941 –
Skútuvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími 568 3080 • www.bardinn.is
Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður !
Ný naglatækni Breiðari snertiflötur
Hefðbundna þriggja raða naglaupp-
setningin hefur nú verið aukin í sex raðir
sem eykur grip og minnkar veghljóð
Samanborið við hefbundin dekk er
snertiflötur aukinn um 17%. Það bætir
bremsuvegalengd í snjó og hálku
Hefðbundið
(þrjár raðir) (sex raðir)
Hefðbundið
100%117%
17% aukning
gerð og birtist hann í einum 5
myndum, þ.e. Goldfinger, Thun-
derball, Goldeneye, Tomorrow Ne-
ver Dies og Casino Royale. Þessi
bíll verður að teljast sögulegasti
bíll James Bond-myndanna og hef-
ur hann sést svo oft að enginn
slær honum við. Margir myndu ef-
laust segja að þetta væri hinn eini
og sanni James Bond-bíll. Honum
var fyrst ekið af Sean Connery ár-
ið 1964 í Goldfinger og hafði þar
stórt hlutverk, en minna í öllum
hinna fjögurra. Til að kóróna að-
komu Aston Martin-bíla að mynd-
unum er Aston Martin Vanquish í
öðru sæti listans en honum var ek-
ið af Pierce Brosnan í Die Another
Day árið 2002. Sá bíll sem blaða-
maðurinn breski hjá Daily News
dreymir helst um er Lotus Esprit
úr myndinni The Spy Who Loved
Me. Hann var ekki bara gull-
fallegur á landi heldur þjónaði
hann einnig Bond sem kafbátur.
Fáir bílar leika það eftir.
finnurorri@gmail.com
Lotus Esprit Turbo flutti Roger Moore á skíðasvæðið í Cortinu á Ítalíu í For Your
Eyes Only. Bíllinn var seldur á uppboði árið 2009 fyrir um 21 milljón króna.
Aston Martin DBS og Daniel Craig eru hvor öðrum svalari.
Lotus Esprit bíllinn úr The Spy Who Loved Me (1977) er eftirminnilegur enda gat
hann kafað. Sem er vel — virki erkibófans Karl Stromberg var neðansjávar.
Aston Martin Vantage Volante, hér í kröppum akstri í Tékkóslóvakíu, markaði end-
urkomu hins breska framleiðanda í Bond-myndirnar, í The Living Daylights.
BMW Z8 hlaut ill örlög í The World Is Not Enough, en klofnings varð vart hjá hon-
um eftir viðskipti við þyrlur með áföstum keðjusögum. Illa farið með fallegan bíl.
Ekki eru til mikið stærri
tækifæri bílaframleið-
enda til að sveipa bíla
sína dýrðarljóma og ei-
lífðarfrægð, sem þeir
sannarlega hafa gert.