Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Janúarferð fyrir eldri borgara til Kanarí 2. janúar í 27 nætur frá kr. 169.900 Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í ferð fyrir eldri borgara í janúar til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Janúar er svo sannarlega frábær tími á þessum einstaka áfangastað. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Kr. 169.900 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Los Tilos í 27 nætur. Sértilboð 2. janúar. það og sú varð raunin,“ sagði Össur strax eftir að úrslit voru ljós. „Mér finnst það nokkuð gott miðað við að ég rak ekki öfluga kosningabaráttu og ég atti kappi við ansi öfluga fram- bjóðendur.“ Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur segir það ekki nýtt að sótt sé að Össuri og hann hafi ekki hlotið neina yfirburða kosningu fyrir fjór- um árum heldur. „Hann heldur sinni stöðu þrátt fyrir að sótt hafi verið að honum í fyrsta sætið og Sigríður er að koma sterk inn sem hálfgerður fulltrúi búsáhaldabyltingarinnar.“ Sjálf segist Sigríður vera afar þakklát öllu því fólki sem studdi hana í flokksvalinu og það sé skref í rétta átt að nú leiði kona lista Sam- fylkingarinnar í tveimur kjördæm- um eftir val helgarinnar þar sem Reykjavík skiptist niður í tvö kjör- dæmi. Konurnar sem koma til greina Eftir flokksval Samfylkingarinnar um helgina hafa Oddný G. Harðar- dóttir, Sigríður Ingibjörgu Inga- dóttur og Valgerður Bjarnadóttir styrkt stöðu sína innan flokksins og talið er að þær eigi allar tilkall til formannsstólsins sem losnar þegar Jóhanna hverfur af vettvangi stjórn- málanna í vor. Oddný segist ekki hafa íhugað það hvort hún sækist eftir formannsembættinu en margir hafi orðað það við hana eftir sig- urinn um helgina. „Ég hef ekki íhug- að þetta sjálf. Núna er ég fyrst og fremst ánægð með listann í kjör- dæminu og tel hann sigurstrangleg- an. Menn hafa þó komið að máli við mig.“ Sigríður Ingibjörg segist vilja halda spurningunni opinni. „Mér finnst rétt að sjá hver niðurstaðan verður í öllum prófkjörum flokksins. Eftir að þau eru öll yfirstaðin munu flokksmenn ráða ráðum sínum og þá verðum við sem leiðum lista flokks- ins eflaust í umræðunni og orðuð við formannsembættið.“ Valgerður Bjarnadóttir segist ekki hafa stefnt á formannsembætt- ið þó svo að margir hafi komið að máli við hana. Katrín Júlíusdóttir, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur einnig verið nefnd sem mögulegt formannsefni Samfylkingar en hún þurfti þó að lúta í lægra haldi fyrir Árna Páli Árnasyni, þingmanni flokksins, í baráttunni um fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Árni Páll hefur einn sóst eftir formannsstólnum. Niðurstaða for- vals um helgina opnar þó fyrir nokkra nýja valkosti og getur gert formannsslaginn í Samfylkingunni harðan. Nærri því óbreyttur listi  Lítil endurnýjun á listum Samfylkingar í Reykjavík og Suðurkjördæmi  Oddný G. Harðardóttir fékk glæsilega kosningu í fyrsta sætið í Suðurkjördæmi  Össur heldur sínu sæti naumlega í Reykjavík Forval Kosið var á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og Reykjavík um helgina og styrktu konurnar í flokknum stöðu sína verulega. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Flokksval Samfylkingarinnar fór fram bæði í Reykjavík og Suður- kjördæmi um helgina og var kosið bæði rafrænt og á hefðbundinn hátt. Kosningaþátttaka var frekar dræm en hún var aðeins 38 prósent í Reykjavík þar sem 2.514 greiddu at- kvæði af 6.600 skráðum flokksfélög- um. Heldur betri kjörsókn var í Suð- urkjördæmi þar sem 43,71 prósent skráðra samfylkingamanna tók þátt eða 1.551 af 3.548 félagsmönnum. Konan sem sigraði með stæl Oddný G. Harðardóttir fékk yf- irgnæfandi kosningu í fyrsta sætið í Suðurkjördæmi og sigraði þar Björgvin G. Sigurðsson sem leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæm- inu bæði fyrri kosningarnar 2007 og 2009. Björgvin segist ekki ánægður með niðurstöðuna en hann taki henni með yfirvegun. „Ég sóttist eftir því að halda 1. sæti og ég vissi að það yrði á brattann að sækja,“ sagði Björgvin í samtali við Morg- unblaðið strax eftir að niðurstaðan var kunn. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur telur ósigur Björgvins m.a. skýrast af brotthvarfi hans af þingi á kjörtímabilinu og ráðherra- tíð hans í ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. „Það virðist af umræðunni að Björg- vin hafi ekki notið trausts eigin flokksmanna í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar fyrir hrun. Það og brotthvarf hans meðan rann- sóknarnefnd Alþingis var að störf- um hefur líklega skaðað hann í þessu prófkjöri,“ segir Stefanía sem bendir einnig á að Oddný hafi notið mikils trausts Jóhönnu og verið gerð að þingflokksformanni og fjármála- ráðherra á kjörtímabilinu sem hafi styrkt stöðu hennar. Sjálf segist Oddný hafa vitað um góðan stuðning við sig í kjördæminu en ekki grunað að hann væri svona góður. Marði það í Reykjavík Einungis 68 atkvæði skildu þau Össur Skarphéðinsson og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að í barátt- unni um fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öss- ur fékk 972 atkvæði í fyrsta sætið, en Sigríður Ingibjörg 904. „Ég gerði heldur ráð fyrir að ég myndi merja Vangaveltur voru um það hvort Samfylkingin væri að færa sig til hægri eftir prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir verma tvö efstu sætin. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem fékk glæsilega kosningu í annað sætið í flokksvali flokksins í Reykjavík, segir flokk- inn ekki á leiðinni til hægri. „Sam- fylkingin er jafnaðarmannaflokkur vinstra megin við miðjuna. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur verið mik- ið kall frá almenningi eftir fé- lagslegu réttlæti og Samfylkingin hefur svarað því kalli,“ segir Sig- ríður en hún telur umræðuna til- raun frá hægri til að skilgreina Samfylkinguna nær sér í pólitík. „Fólk ætti frekar að líta á hversu langt til hægri Sjálfstæðisflokk- urinn er kominn.“ Oddný G. Harðardóttir tekur undir með Sigríði og segist ekki hafa fundið fyrir því að Samfylk- ingin væri að færast til hægri. „Mér finnst flokkurinn ekki vera að færast til hægri eða vinstri. Við er- um með sömu áherslur og árið 2009 en höfum auðvitað þurft að gera málamiðlanir í stjórnarsam- starfi eins og er alltaf.“ Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir umræðuna eflaust helgast af því að Jóhanna hafi útilokað sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn en Árni Páll sem sækist eftir for- mannsembættinu hafi opnað á samstarf bæði til hægri og vinstri eftir kosningar í anda þess sem Al- þýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn stóðu fyrir á árum áð- ur. Færir sig ekki til hægri PÓLITÍSK STEFNA SAMFYLKINGAR Sigríður Ingi- björg Ingadóttir Oddný G. Harðardóttir Rúmlega 2.000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í október. Lang- flestir og stærstu skjálftar mánaðarins urðu í Eyja- fjarðarál. Tveir voru yfir 5 að stærð og fleiri yfir 4 að stærð. Þeir fundust víða norðanlands. Fram kemur í samantekt Veðurstofunnar að mikil skjálftavirkni hafi verið úti fyrir Norðurlandi í svo- nefndum Eyjafjarðarál, sem er sigdalur milli Húsavík- ur-Flateyjarmisgengisins og Kolbeinseyjarhryggjarins. Yfir 900 skjálftar hafa verið yfirfarnir í hrinunni. Tveir skjálftar yfir 5 að stærð urðu hinn 21. október. Sá fyrri, 5,2 að stærð, varð laust eftir miðnætti og sá síðari sem var 5,6 varð klukkan 01.25 Fjöldi smærri skjálfta mældust á Reykjaneshrygg, Krísuvíkursvæðinu og við Vífilfell. Jarðskjálftahrina var fyrri hluta mánaðarins með upptök um 2-3 km norðvestan við Geitafell. Stærsti skjálftinn var 4 að stærð hinn 5. október. Rúmlega 130 jarðskjálftar mældust í þessari skjálftahrinu, aðallega dagana 5.-9. október. Yfir hundrað smáskjálftar mæld- ust við Húsmúla, á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu. Um 120 skjálftar voru staðsettir við Mýrdalsjökul. Stærsti skjálftinn, 3,1 að stærð, átti upptök undir norðurhluta öskjunnar hinn 3. okt. Átta skjálftar voru staðsettir við Lang- jökul, þar af fjórir aðfara- nótt sunnudagsins 14. októ- ber við suðvestanverðan jökulinn, sá stærsti 2,1 að stærð. Rúmlega 100 skjálftar mældust undir Vatnajökli og er það mun meiri virkni en í síðasta mánuði en álíka fjöldi og í ágúst. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust um 90 skjálftar. Auk þess voru tvær smáhrinur í nágrenni Grímseyjar í byrjun mánaðarins. Alls mældust um 140 jarðskjálftar í tveimur þyrpingum austan og norð- austan Grímseyjar. Stærsti skjálftinn þar var 3,3 stig þann 13. október. vidar@mbl.is Rúmlega 2.000 jarðskjálftar urðu í oktbóbermánuði  Stærstu skjálftarnir við Eyjafjarðarál voru upp á 5,2 og 5,6 Vatnajökull Rúmlega 100 skjálftar mældust þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.