Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT H. JÓHANNSDÓTTIR, Presthúsabraut 30, Akranesi, áður Meðalholti 9, Reykjavík, lést föstudaginn 9. nóvember á Sjúkrahúsi Akraness. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 13.00. Þorkell Kjartansson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Einar Óskarsson, Rakel Katrín Guðjónsdóttir, Halldór Pétursson, Mari Martínsen. ✝ Valdimar Hilm-arsson fæddist í Reykjavík 14. mars 1957. Hann lést á Landspítal- anum 12. nóv- ember 2012. Foreldrar hans eru Guðjóna Valdi- marsdóttir og Hilmar Höskulds- son. Fósturfaðir Valdimars er Grét- ar Friðleifsson. Systkini Valdi- mars eru: 1) Höskuldur Hilm- arsson, kvæntur Oddfríði Ingvadóttur. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Þór Ingi Hilmarsson, sambýliskona hans er Elzbiet Konkol. Hann á einn son. 3) Krist- jón Grétarsson, kvæntur Nínu Þór- arinsdóttur. Þau eiga tvö börn. 4) Gréta Grétars- dóttir, gift Davíð Jóni Kristjánssyni. Þau eiga þrjá syni. Valdimar var ókvæntur og barn- laus. Eftir skyldu- nám vann hann ýmis störf, lengst af við sjó- mennsku. Síðustu átta árin starfaði hann á rannsóknar- skipum Hafró. Útför Valdimars fer fram frá Neskirkju í dag, 19. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Valdi minn, þegar ég sat hjá þér síðustu stundirnar í þínu lífi og þú barðist við hvern einasta andardrátt, flaug margt í gegnum hugann. Þú varst frumburður minn og einstak- lega fallegt barn. Þú varst fljót- ur að komast á legg og alltaf mjög duglegur og sjálfbjarga, sem hélst fram á síðustu stundu. Eftir að þú varst orð- inn fullorðin og farinn að heim- an hittumst við oft ekki lengi. T.d. vegna vinnu þinnar, en alltaf gafstu þér tíma til að hringja í mömmu, eða múttu eins og þú sagðir alltaf. Ég trúi því að þér líði vel núna, og við hittumst síðar, elsku strákurinn minn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín mamma. Mig langar að minnast Valdi- mars bróður míns, sem lést fyr- ir aldur fram 12. nóvember sl. í nokkrum orðum. Valdi var 14 árum eldri en ég og þegar ég var að komast til vits, þá er hann í þann mund að fara að heiman. En þó að ald- ursmunurinn væri þó nokkur skipti það ekki máli og hann átti alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Valdi var harður nagli og sjóari í húð og hár. Hann kunni að lifa lífinu og ferðaðist mikið í gegnum tíðina, en hann kaus það frekar en að eyða tíma og efnum í dauða hluti. Þegar ég var barn, var alltaf svo spenn- andi þegar Valdi kom heim frá útlöndum, sólbrúnn og sætur, kannski í snjóhvítum hlýrabol og nýjum rúskinnsjakka, eitt- hvað svo töff og flottur. Og litla systir alveg með stjörnur í aug- um. Hann kom alltaf með eitt- hvað fallegt og spes til að gefa mér, alltaf eitthvað spennandi og pínu öðruvísi, samt svo flott. Núna síðustu ár hefur hann alltaf komið heim til mín og fjölskyldu minnar á aðfanga- dag. Honum líkaði það vel og hafði gaman af því að ræða enska boltann við strákana mína og spila með þeim tölvu- leiki. Við gátum ekki annað en brosað út í annað þegar hann var hérna síðast, þá dró hann sig til hlés og lokaði sig af með strákunum og fór í tölvuna, en svona var Valdi. Hann var aldr- ei mikill veislumaður og leið ekki vel í miklu skvaldri. Valdi var mikið snyrtimenni og vildi alltaf hafa allt hreint í kringum sig. hann var alltaf hreinn, nýklipptur og nýrakað- ur. Þegar hann keypti sér föt eða eitthvað þá var það alltaf vandað og helst eitthvað flott merki. Það var mikið áfall þegar Valdi veiktist, en þvílíka þraut- seigju og kjark hef ég aldrei séð, þar kom fram harði nagl- inn sem tók þessu með mikilli reisn og æðruleysi. Hann var svo jákvæður og duglegur og ætlaði að sigrast á þessu. En honum hefur greinilega verið ætlað annað hlutverk annars- staðar. Við fjölskyldan erum svo þakklát fyrir það að þetta tók fljótt af, úr því sem komið var, og ég veit að hann hefði verið það líka. Núna sé ég hann fyrir mér einhvers staðar á suðrænni sól- arströnd, lausan við allar þján- ingar, með Bob Marley á fón- inum eða kannski bara Live, kaldan á kantinum og samein- aður gömlu félögunum sem fóru líka of snemma. Guð gefi okkur styrk í sorg- inni. Minning um góðan dreng lif- ir í hjörtum okkar. Þín systir, Gréta. Mörg okkar hafa gleymt því að það einfalda í lífinu er það sem mestu máli skiptir. Oft flækjum við líf okkar með áherslu á veraldlega muni, gleymum okkur í asa hvers- dagsins og gefum okkur ekki tíma til að staldra við og sjá hvað það er sem raunverulega gefur lífinu gildi. Valdi bróðir féll frá langt fyrir aldur fram. Fyrir okkur fjölskylduna og alla aðra kom andlát hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enginn átti von á þessu, hvað þá að baráttan tæki svona stuttan tíma. Valdi háði snarpa hatramma baráttu við andstæðing sem engu eirir. Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu laut hann í lægra haldi. Þegar þetta er skrifað er það bæði sárt en samt hugljúft að rifja upp í fáum orðum sam- skipti okkar og lífshlaup hans. Ég man eftir Valda sem stóra bróður í allri þeirri merk- ingu. Sem stráklingur bar ég oft á tíðum óttablandna virð- ingu fyrir honum. Hann var myndarlegur, vel af guði gerð- ur og hafði fas og fyrirkomu sem alvöru töffurum sæmir. Hann var töffari að eðlisfari sem sýndi sig best þegar bar- áttan hófst. Ég kynntist Valda betur þegar ég komst til vits og ára, enda ellefu ár á milli okkar. Ég man sem krakki hvað ég var ánægður þegar ég mátti koma heim til hans í Keflavík og fá að taka upp á spólu nokkur lög. Valdi átti geysilega stórt safn af hljómplötum og flottustu græjur sem sést höfðu á Suð- urnesjum í þá daga. Vinskapur okkar jókst með árunum og þróaðist í gagnkvæma vináttu og traust. Hann hélt uppá marga góða tónlistarmenn og hlustaði á allskyns tónlist, Bob Marley er þar örugglega mjög ofarlega, þannig man ég alla- vega eftir því og margir textar Marleys eiga á einhvern hátt mjög vel við Valda. Í gegnum árin áttum við margar góðar stundir saman. Þegar ég flutti á Keilugrand- ann við hlið Valda sem bjó á Rekagranda urðu samveru- stundirnar fleiri. Dóttur minni, þá um 5 ára, leiddist ekki að fara til Valda frænda og sníkja nammi og kók, yfirleitt dró hún vinkonu sína með sér. Ósjaldan hringdi Valdi á laugardögum og tilkynnti að þær tvær væru hjá honum í góðu yfirlæti. Það sýndi mér að töffarinn var með stórt og barngott hjarta. Hann var lengi á togurum hjá Granda en síðustu 8 árin var hann á Bjarna Sæmunds- syni hjá Hafrannsóknastofnun. Hann kunni vel við sig þar og átti góða félaga um borð. Hann eignaðist marga góða vini og kunningja í gegnum sjó- mennskuna, sumir eru fallnir frá, einnig fyrir aldur fram, hann hittir þá núna. Valdi var einnig eldharður KR-ingur og hélt með Liverpool í ensku deildinni. Hann horfði mikið á boltann, hafði mikinn áhuga og vissi ótrúlega margt um þessa hluti. Valdi sýndi ótrúlegan hetju- skap og æðruleysi þegar leið á veikindin. Hann ætlaði að berj- ast, hann ætlaði að sigra og sagði eitt sinn við mig á sjúkra- húsinu að hann hefði ekki tíma í „þetta“. Kvartaði undan því hvað það væru margir sjúkling- ar allt í kringum sig, töffari. Valdi, ég á eftir að sakna þín mikið. Þú skildir eftir djúp spor hjá mér og þú munt aldrei gleymast. Kristjón (Kiddi) litli bróðir. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Valdi bróðir sé farinn. Það eru ekki nema sex vikur síðan hann greindist með krabbamein og þrátt fyrir mik- inn baráttuvilja varð hann að lúta í lægra haldi. Þegar ég settist niður og fór að hugsa til baka þá rifjast upp allar góðu stundirnar sem við bræður áttum saman í sveitinni hjá honum Valda afa á Kol- þernumýri. Áður en lagt var af stað, fór mamma með okkur til rakarans sem sá um að burst- aklippa okkur, nýir gúmmískór keyptir og nýjar heimaprjón- aðar lambúshettur hafðar með, svo okkur yrði ekki kalt á skall- anum. Það var alltaf líf og fjör í sveitinni, enda vorum við atorkumiklir drengir, sem fannst það mikið ævintýri að fá að taka þátt í hinum ýmsu sveitastörfum. Að sjá lömbin fæðast að vori, heyskapurinn, fá að sitja á hesta- rakstrarvélinni. Ekki má gleyma græna Deutz-traktorn- um sem sá um að draga heysát- urnar að hlöðu. Kofasmíðin var líka í gangi mörg sumur og þar sem Valdi var stóri bróðir kom það í hans hlut að stýra verkinu. Afi karl- inn var ekki alltaf öfundsverður þegar kom að háttatíma, þá upphófst stundum koddaslagur og afinn þurfti að koma og sussa á okkur. Eftir að við urðum fullorðnir minnkuðu samverustundirnar, en það var alltaf gott að hitta Valda við hin ýmsu tækifæri hjá fjölskyldunni og þá var húmorinn aldrei langt undan. Valdi minn, nú ertu kominn til Valda afa sem hefur tekið vel á móti þér ef ég þekki hann rétt, með Frónkexi og kaldri mjólk. Ég sé ykkur fyrir mér saman við fallegt vatn með veiðistöngina eða leggja net og njóta augnabliksins. Með hlýrri kveðju, Höskuldur Hilmarsson. Til Valda. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hjartans kveðja. Ólöf frænka. Valdimar Hilmarsson HINSTA KVEÐJA Nú er komið að kveðju- stund minn ástkæri bróðir. Það er merkilegt hvað dauðinn kemur manni á óvart. Þú kvaddir þennan heim alltof fljótt. Elsku Valdi, ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og munir taka vel á móti okkur hinum þegar þar að kemur. Þinn einlægi bróðir, Þór Ingi Hilmarsson. Mig langar í fáum orðum að minnast Benedikts föðurbróður míns sem nú hefur kvatt þennan heim. Benni, Inger og börnin þeirra eru nátengd bernsku minni og minningum. Bræðurnir pabbi og Benni byggðu saman húsið við Safamýri 85 og þar bjuggu fjöl- skyldurnar í einstaklega góðu sambýli, öll mín helstu mótunarár. Samgangur milli hæða var mikill og samkomulag gott. Sérstaklega eru mér minnisstæð aðfangadags- kvöldin þar sem öll fjölskyldan sameinaðist og bræðurnir birtust í hlutverki jólasveinanna með alla pakkana og dansað var í kringum jólatréð. Hélst þessi siður innan fjölskyldunnar á meðan húspláss leyfði og gott betur, en þegar fjöl- skyldurnar stækkuðu tók þetta á sig aðra mynd. Föðurbræður mín- ir hafa t.d. komið til okkar í Þor- Benedikt Bjarni Sigurðsson ✝ BenediktBjarni Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 9. októ- ber 1923. Hann and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Mörk 27. október 2012. Benedikt Bjarni var jarðsunginn frá Fossvogskirkjunni í Reykjavík 9. nóv- ember 2012. láksmessuskötu í bráðum 20 ár og oft höfum við átt stór- skemmtileg áramót saman. Benni var einstakt ljúfmenni, hann umvafði fjöl- skyldu sína hlýju, kærleika og sannri vináttu. Hann hélt uppi þeim sið að halda ræður við öll tækifæri og skapaði með því ómetanlega hefð sem veitt hefur svo mörgum gleði í gegnum tíðina. Ein af mörgum frábærum ræðum Benna sem er mér minn- isstæð, hélt hann í innflutnings- boði okkar á Kjartansgötu 1. Þar sagði hann sögu fjölskyldna okkar Óskars, sem byggðu húsin nr. 55 og 57 við Bergstaðastræti. Gerði hann skemmtilega grín að því hvað ég hefði þvælst mikið um heiminn að leitað mér að manni í stað þess að taka strax stefnuna yfir Bragagötuna þar sem manns- efnið beið. Þessi saga er aðeins lít- ið dæmi um þann fína og ljúfa húmor sem Benni hafði og náði svo vel að miðla til annarra á sinn snjalla hátt. Kæru frændsystkini, Ása, Jói og Anna María, ég votta ykkur öll- um og fjölskyldum ykkar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna Björnsdóttir. Elsku afi minn er nú falllinn frá. Afi var svo miklu meira en bara afi minn. Hann var einn af mínum bestu vinum sem ég gat alltaf leitað til. Ég var svo lán- samur að fá að búa hjá ömmu og afa um tíma þegar ég var barn, og er sá tími mér mjög minnisstæð- ur og dýrmætur. Á þeim tíma urðum við afi mjög góðir vinir og áttum skemmtilega tíma saman. Afi var mikill áhugamaður um fótbolta og fátt þótti mér skemmtilegra en þegar afi og amma buðu mér með sér á völl- inn. Afi og amma voru líka mikið spilafólk og þau voru ekki fá kvöldin sem setið var við eldhús- borðið í Krummahólunum og spil- að á spil. Við afi áttum líka okkar sérstaka dag saman, því báðir komum við í þennan heim hinn 15. júlí. Og í gegnum árin höfum við alltaf, hvar í heiminum sem Kristján Karl Pálsson ✝ Kristján KarlPálsson fædd- ist í Reykjavík 15. júlí 1933. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 4. nóvember 2012. Útför Kristjáns fór fram frá Graf- arvogskirkju 9. nóvember 2012. við höfum verið, haft samband hvor við annan á þessum degi. Nú síðustu fjögur árin höfum við verið mikið í Skype-sambandi, þar sem við búum ekki í sama landi. Hafa Embla og Ask- ur verið ákaflega glöð að fá að tala við og sjá langafa sinn reglulega og spjalla um hitt og þetta, því að það skipti þig kannski ekki miklu máli um hvað var rætt heldur bara það að við vorum saman, þó svo það væri í gegnum tölvu. Ég var svo hepp- inn að fyrir þremur vikum kom ég til Íslands og fékk að eiga með þér dýrmætan tíma í eina viku, þá vorum við saman alla morgna og spjölluðum um lífið og tilveruna, þennan tíma sem við áttum sam- an kem ég til með að varðveita að eilífu og hlakka til að hitta þig aft- ur þar sem þú ert nú. Ég gleymi ekki því sem þú sagðir við mig áð- ur en ég kvaddi þig í hinsta sinni og geymi það í hjarta mínu. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Pétur Þór Hafþórsson. Elsku tengdapabbi, nú ert þú farinn frá okkur alltof fljótt eftir baráttu við erfið veikindi. Við kynntumst fyrir rúmum tíu árum þegar við Jói byrjuðum að vera saman. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir að við fengum að búa hjá þér í nokkra mánuði á háskóla- árunum, en þá áttum við margar góðar stundir saman. Strákarnir okkar Jóa fengu því miður alltof stuttan tíma með þér og langar okkur því að kveðja þig með þessu ljóði: Páll Þorsteinn Jóhannsson ✝ Páll ÞorsteinnJóhannsson fæddist á Siglufirði 5. október 1948. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 31. október 2012. Útför Páls fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 14. nóvember 2012. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku tengda- pabbi og afi. Heiða Ösp Kristjánsdóttir, Kristján Breki Jóhannsson og Patrekur Brimar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.