Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 ✝ Guðrún PálínaKarlsdóttir fæddist að Látrum í Aðalvík 3. ágúst 1929. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 10. nóv- ember 2012. Foreldrar Guð- rúnar voru Bryn- hildur Snædal Jós- efsdóttir kennari, f. 1902, d. 1991 og Karl Leifur Guðmundsson vél- stjóri, f. 1903, d. 1980. Stjúpfað- ir Guðrúnar var Ólafur Frið- bjarnarson, búfræðingur og smiður, f. 1900, d. 1966. Systkini Guðrúnar eru Ástríður Karls- dóttir (látin), Guðmundur Stefán Karlsson, Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir, Hanna Ólafsdóttir Forrest, Þröstur Ólafsson, Guð- mundur Páll Ólafsson (látinn) og Guðmundur Jónas Karlsson. Guðrún giftist Hugo Andr- eassen, skrifstofu- og versl- unarmanni, f. 1928, d. 1999. Þau skildu. Guðrún og Hugo áttu þrjú börn. Þau eru: 1) Óli Örn Andreassen kvikmyndagerð- armaður, f. 17. sept. 1951, maki Annette T. Andreassen. Börn Óla eru Sigurjón Örn, Höskuldur Goði, Friðrik Þór, Hugrún Margrét, Ásgeir Emil, Vikt- or, Sofie Ásdís og Karla. Barnabörn Óla eru fimm. 2) Inga Lovísa Andr- eassen dósent, f. 10. sept. 1952, maki Matthías Vikt- orsson. Börn þeirra eru Erna, Edda og Snorri, barnabörnin eru fjögur. 3) Karl Andreassen tæknifræðingur, f. 12. júní 1964, maki Elma Vagns- dóttir. Börn þeirra eru Aron Örn, Sara, Sandra og Birta Guð- rún. Guðrún ólst upp að Látrum og á Húsavík. Að loknu gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar flutti hún til Reykja- víkur og bjó þar æ síðan. Hún vann ýmis verslunar-og skrif- stofustörf og síðustu starfsárin sem setjari, lengst af í Blaða- prenti. Útför Guðrúnar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag, 19. nóvember 2012, og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku mamma er látin eftir að hafa þurft að takast á við erfiðan sjúkdóm sem að lokum hafði bet- ur eins og við var að búast, en mamma er ekki horfin þar sem minningarnar um hana lifa áfram um langa tíð og eru hugg- un í harmi okkar þessa daga. Mamma var einstaklega dug- leg og hjartgóð manneskja og það voru forréttindi að alast upp í hennar umsjá sem „litla örverp- ið“, gat ekki betra verið. Mamma var börnum mínum einstök amma og það var ótrú- legt að sjá hvað hún náði vel til þeirra allra á sinn góða og skyn- samlega hátt. Ömmubörnin sakna ömmu sinnar sárt og hafa lært að það er gott að geta syrgt hana samtímis því að hafa allar þessar góðu minningar að leita í. Ég gæti ritað margt um mömmu, „Aðalvíkinginn“, en það sem ég hef að segja henni hef ég náð að hvísla í eyra hennar á ög- urstundu og ég veit að hún er nú við hlið ástvina okkar sem á und- an eru gengnir og að henni hefur verið vel tekið sem von var á. Nú er hvítur Esjutindur. Þinn Karl (Kalli). Elsku amma Guðrún, þú ert besta amma í heimi og við elsk- um þig rosa mikið. Við munum aldrei gleyma þér. Hér er ljóð frá mér til þín: Amma, þú ert stjarnan mín birtir yfir allri ást sálin mín er sálin þín. Ég sakna þín mikið, elsku amma. Birta Guðrún Karlsdóttir. Þegar við vorum lítil sátum við frændsystkinin einhvern tím- ann og ræddum um að hún amma væri ekki eins og aðrar ömmur. Það var eins og amma væri miklu yngri en aðrar ömm- ur. Hún pantaði frekar pitsu en að bjóða okkur upp á gamaldags kjötrétti, fór oft á böll og fötin hennar voru alltaf nýjasta tíska. Við sögðum við hana að eiginlega ættum við ekki að kalla hana „ömmu í blokkinni“ heldur „ömmu gellu“. Amma svaraði með hlátrinum sem við þekktum svo vel, því amma var alltaf að hlæja. Hlæja, tralla eða dansa – það var alltaf fjör í henni ömmu. Ég var svo heppin að fá að búa hjá ömmu minni þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla. Við amma gátum rætt um allt milli himins og jarðar, þannig að ég gleymdi alveg að það væri ald- ursmunur á okkur. Amma lánaði mér föt og krullujárn fyrir skóla- böllin og vildi gjarnan vita meira um sætu strákana í skólanum. Amma var svo ungleg að oft hélt fólk að hún væri mamma mín. Fyrsta skiptið sem það gerðist var amma að kaupa handa mér Levi’s gallabuxur og afgreiðslu- konan sagði að ég væri heppin að eiga svona góða mömmu. Ég ætl- aði að fara að leiðrétta konuna en náði ekki að segja mörg orð áður en amma gaf mér olnboga- skot og sagði: „Edda mín, vertu ekki að trufla konuna. Sérðu ekki að hún er upptekin?“ Svo flissaði hún og ég skildi að grín- istinn hún amma mín hafði haft gaman af þessum misskilningi. Þegar við fórum á veitingastaði pantaði amma yfirleitt „borð fyr- ir mig og dóttur mína“ og mér fannst það eiga vel við, því sam- band okkar var svo náið að hún hefði alveg eins getað verið mamma mín. Seinna flutti ég frá ömmu og fékk fjölmörg bréf frá henni. Mér þótti alltaf jafn vænt um að lesa undirskriftina henn- ar: „Mamma-amma“. Elsku mamma-amma mín, elsku amma gella. Mikið er sárt að vita að ég fæ ekki að hitta þig aftur, en ég er viss um að þú ert í miklu fjöri á himninum og þegar farin að undirbúa næsta engla- ball. Ástarkveðja, Edda Matthíasdóttir. Elsku hjartans, hressa amma okkar. Við söknum þín og söknuður- inn er sár. Það er gott að hugsa til þess hvað þú hefur ávallt reynst okkur vel, alltaf. Þú sýnd- ir okkur alltaf svo mikla hlýju, ást, traust og skilning, alltaf. Það var alveg sama hvað við vorum gömul, þú vissir alltaf hvernig þú gast kætt okkur og sinnt þörfum okkar. Okkur leið svo vel í návist þinni. Þú leyndir því ekki hvað þú varst stolt af okkur öllum í fjölskyldunni. Við erum líka stolt af þér. Þú brostir mikið og brosið var gullfallegt og geislandi. Fal- lega andlitið ljómaði og þú hlóst mikið. Það var alltaf stutt í hlát- urinn og fjörið. Þú kenndir okk- ur að þannig getum við leyst mörg vandamál. Jákvætt viðhorf þitt til lífsins kom einmitt fram þegar þú botn- aðir snilldarlega fyrripart frá vísnaþætti Ríkisútvarpsins fyrir mörgum árum: Þó að lífsins boð og bönn bæli mig og hrelli, verð ég alltaf söm og sönn sæl og glöð í hvelli. Lífið lék ekki við þig síðustu árin og það hryggir okkur. Alz- heimer er hræðilegur sjúkdóm- ur. Baráttan var löng og erfið, en sterkustu eiginleikar þínir skinu samt í gegnum sjúkdómsein- kennin. Það voru gleðin, góða skapið og samkennd með öðrum. Minningarnar um þig, elsku amma, eru margar og svo ljúfar. Það eru minningar um ást, ör- yggi og fjör, minningar sem eru okkur mikils virði og styrkur í sorginni. Komandi kynslóðir fá að kynnast þér í gegnum okkar góðu minningar. Þakka þér fyrir allt, elsku amma. Erna og Snorri. Elsku besta amma okkar. Nú ert þú farin frá okkur og flæða þá minningarnar inn í hugann og tárin streyma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, elsku amma okkar. Við munum aldrei gleyma dill- andi hlátri þínum, brosinu þínu og mjúku faðmlögunum þínum. Þú varst alltaf svo fín og flott með réttan varalit, amma smart. Ekki má gleyma rauðu, frönsku alpahúfunni þinni. Hvílík skutla sem þú varst. Þú varst alltaf svo gjafmild amma, komst alltaf fram við okkur barnabörnin eins og konungsfólk. Allar minning- arnar okkar með þér eru gull og er ekki annað hægt en að brosa þegar maður hugsar um þær. Við munum þegar þú komst til okkar til Danmerkur og hélst ut- an um okkur á kvöldin og last sögur fyrir okkur. Litla íbúðin þín var uppáhaldsstaðurinn okk- ar því þú varst þar. Alltaf varstu að dekra við okkur þar og leyfðir okkur að skoða fína dótið þitt og skartgripina þína. Ekki má gleyma fína handavinnudótinu þínu og púðunum sem þú bjóst til handa okkur. Við munum geyma þá að eilífu og við munum geyma minningarnar okkar með þér að eilífu. Þú ert engillinn okkar á himni núna sem vakir yf- ir okkur og fjölskyldunni. Alls staðar þar sem við erum sjáum við eitthvað sem minnir okkur á þig, elsku amma okkar, þegar við kíkjum á sjóinn og sjáum sól- setrið þá hugsum við til þín. Þeg- ar við sjáum sólina skína bjart á himni, þá sjáum við þig. Við horf- um upp á himininn og sjáum stjörnurnar og vitum að þú vakir yfir okkur, elsku amma okkar. Orð geta ekki lýst því hversu mikið við söknum þín, en við munum sjást aftur eftir mörg, mörg ár og munum þá fá að faðma þig aftur. Með ást, virðingu og söknuði kveðjum við þig, elsku amma okkar og biðjum guð um að varð- veita þig. Sara, Sandra og Birta Guðrún, ömmustelpur. Langamma mætti manni alltaf með breiðu brosi þegar komið var í heimsókn. Þess vegna leið okkur alltaf vel hjá langömmu. Hún var alltaf til í að dansa og syngja og hafði alltaf áhuga á að hlusta á það sem aðrir vildu segja. Það sem ömmu fannst skemmtilegast var þegar hún fékk nýtt naglalakk og varalit. Þá brosti hún alltaf meira því að Guðrún Pálína Karlsdóttir ✝ Jóhann Krist-ján Árnason fæddist í Reykja- vík 23. mars 1923. Hann lést á Landa- kotsspítala 9. nóv- ember 2012. Jóhann var son- ur hjónanna Árna Jóhannssonar tré- smiðs sem fæddist 1886 í Melshúsum á Seltjarnarnesi og Jóhönnu Laufeyjar Guð- mundsdóttur húsmóður sem fæddist 1887 í Hrísey. Jóhann var þriðji í röð fimm systkina. Þau voru Guðrún, Jóhanna Laufey, Svava og yngstur er Guðmundur sem lifir systkini sín. Jóhann kvæntist hinn 20. ágúst 1948 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigríði Magn- úsdóttur frá Ísafirði, f. 14. júní 1924. Börn Jóhanns og Sigríð- ar eru: 1) Laufey sveitarstjóri, gift Skúla Gunnari Böðv- arssyni, þau eiga þrjú börn, a) Mörtu Maríu, gift Arnóri Árnasyni, þau eiga tvö börn. b) ólst upp á Lokastíg og Þórs- götu og leiksvæðið var Skóla- vörðuholtið sem hann unni svo mjög. Hann gekk í Miðbæj- arskólann og síðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann nam skipasmíði en hann var á námsárum sínum og fyrstu starfsárin hjá Slipp- félaginu í Reykjavík. Jóhann rak um tíma sjálfstætt tré- smíðaverkstæði á Þingholts- stræti 23 í félagi við Þorstein Ólafsson. Hann var um tíma með verkstæði heima í Njörva- sundinu. Árið 1973 hóf Jóhann svo störf í ÍSAL á bygg- ingadeildinni. Hann átti afar farsæl og góð 20 ár í ÍSAL og vann þar með góðu fólki og naut starfsins þar. Hann lét svo af störfum sökum aldurs árið 1993 en hélt góðum sam- skiptum við vinnufélagana úr Straumsvík nokkuð lengi. Jó- hann var fastheldinn og ekki of mikið fyrir breytingar og það sést vel á ævihlaupi hans að hann vildi hafa hlutina í föstum skorðum. Hann var mikill fjölskyldumaður og unni henni heitt, jafnframt var hann alla tíð góður vinur vina sinna. Útför Jóhanns Kristjáns verður gerð frá Langholts- kirku í dag, 19. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Hjördísi Ýri, gift Þórarni Þórarins- syni, þau eiga þrjú börn, c) Jóhann Böðvar, í sambúð með Guðrúnu Hin- riksdóttur, þau eiga tvö börn. 2) Árni for- stöðumaður, kvæntur Theódóru Þórarinsdóttur, þau eiga tvö börn, a) Jóhann Inga og b) Arnhildi Sjöfn. Fyrir á Árni Andrés c) Heimi, í sambúð með Berglindi Rósu Halldórsdóttur og d) Söndru Theodóru, í sambúð með Einari Jónssyni. 3) Krist- ján framkvæmdastjóri, kvænt- ur Jóhönnu J. Bess Júl- íusdóttur, þau eiga þrjú börn, a) Söru Björk, gift Magnúsi Finnbjörnssyni, þau eiga þrjú börn, b) Elínu Sigríði, í sam- búð með Pálma Þór Erlings- syni, þau eiga einn son, c) Lilju Rún. Kristján á einnig d) Tóm- as Huga. Jóhann var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur. Hann Minn ástkæri tengdafaðir er látinn og hugurinn fyllist þakk- læti yfir ljúfum minningum. Hann var fyrst og fremst Reykvíkingur, með stórum staf og einstakt ljúfmenni. Ég kom inn á heimili tilvon- andi eiginkonu minnar með dá- litlum stormsveip. Við höfðum verið að draga okkur saman um tíma og svo var mér boðið í mat í Njörvasundinu, mér var kippt inn í eldhúsið og settur niður við borðið og spurður um ætt og uppruna. Þetta var fyrsta mál- tíðin hjá tengdaforeldrunum, vel var veitt eins og alltaf, en máltíð- irnar urðu óteljandi eftir þetta. Það var að sjálfsögðu einhver tortryggni yfir unglingnum í „ka- naúlpu“ og á amerískum pallbíl sem eltist við einkadótturina sem var augasteinn pabba síns. Mér var vel tekið en þó með smá sem- ingi sem fljótlega bráði af og síð- an eru liðin meira en 47 ár. Allan þennan tíma höfum við tengda- pabbi átt einstaklega ljúft og gott samband sem aldrei bar skugga á. Ekki man ég eftir að okkur hafi orðið sundurorða öll þessi ár, né heldur minnist ég þess að hann léti nokkurn tíma styggð- aryrði falla um nokkurn mann. En hann gat haft mjög ákveðnar skoðanir, hlutir og athafnir áttu að vera í föstum skorðum, það var bannað að breyta. Tíminn sem ég hef átt með honum er dýrmæt minning og fyrir þetta allt er ég svo óend- anlega þakklátur. Við nutum góðs af hagleik hans þegar hann hjálpaði til við húsbyggingar okkar. Margar gleðistundir átt- um við saman. Tengdapabbi var mjög orðheppinn og oft komu frá honum gullkorn sem eru óvið- jafnanleg. Honum var alltaf umhugað um velferð okkar og þegar barna- börnin fóru að koma í heiminn bar hann hag þeirra alltaf fyrir brjósti, fylgdist með þeim eins mikið og hann gat. Það verður einnig að þakka fyrir góðu árin sem hann og tengdamamma áttu saman eftir að þau hættu að vinna. Þau nutu þess að vera í garðinum á góðviðrisdögum og ekki síst að njóta þess að taka á móti afkomendum og öðrum gestum sem flykktust í „fé- lagsmiðstöðina“ í Njörvasund- inu. Já, þau voru samhent hjónin í Njörvasundi 30, oft var þar margmenni og öllum fagnað sem í hús komu. Það ber einnig að þakka allar ferðirnar okkar sam- an bæði innanlands og utan. Minnisstæð er fyrsta ferðin til útlanda. Við fórum í ökuferð um Evrópu og haldið var uppá 50 ára afmæli hjá ættmóðurinni en heim urðum við að vera komin fyrir 17. júní því ekki mátti missa af athöfninni á Austurvelli. Við fórum saman margar ferð- ir um landið og oft voru með í för fleiri börn. Hann var alltaf fínn í tauinu og vel snyrtur og vildi hafa allt snyrtilegt í kringum sig. Húsið og garðurinn hjá þeim bar þess vitni og alltaf var hekkið vel klippt, beðin slétt og hrein, girð- ingin og húsið vel máluð og gras- ið snöggslegið. Hann var eftir- sóttur fagmaður og vildi vanda til verka og oft leitað til hans um ýmis verkefni. Genginn er öðlingur sem gott var að eiga að og góðar minn- ingar eigum við sem eftir lifum sem veita hlýju og yl á kveðju- stund. Takk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði. Þinn tengdasonur, Skúli. Í dag kveðjum við Jóhann Kr. Árnason, yndislegan eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Frá fyrstu stundu tók hann mér, verðandi tengdadóttur, með hlýhug og væntumþykju. Hann tók einnig móður minni með ein- stakri vinsemd og ræktarsemi. Jóhann var mikill heimilismað- ur, þar leið honum best og þar vildi hann helst vera. Húsið og garðurinn voru hans heimur, hann sinnti viðhaldi af snyrti- mennsku og alúð. Garðurinn var glæsilegur og allt umhverfið bar merki um mikla natni og um- hyggju þeirra hjóna. Hann var svo sem ekki einn um að vilja vera á þessum stað, því hjá afa Jóa og ömmu Siggu var ávallt mikill gestagangur. Alltaf gott að koma til þeirra, njóta þess að vera í garðinum eða inni í fallega húsinu þeirra. Jóhann var handverksmaður og vildi allt fyrir okkur gera á því sviði, hann bæði smíðaði ný hús- gögn fyrir okkur og gerði upp gömul. Stoltur var hann og glað- ur yfir barnabörnum sínum, Jó- hann Ingi minn á nú um sárt að binda, enda þeir nafnar ótrúlega nánir. Fyrsta kveðja afa Jóa var oftast; hvar er Jói og í kjölfarið fylgdi; er mamma þín ekki með þér? Hann var einstaklega hlýr og góður maður og missirinn því mikill. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guð veri með tengdamóður minni og veiti henni styrk. Minn kæri afi Jói, ég kveð þig nú með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt sem þú varst mér og börnum mínum. Theódóra Þórarinsdóttir. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar sem við systkinin höfum átt með ömmu Siggu og afa Jóa í Njörvóinu og hefur það verið hluti af okkar fjölskyldulífi að koma þar við allt okkar líf. Við hittumst iðulega á sunnudögum og gæddum okkur á pönnukök- unum hennar ömmu Siggu, en hún býr jú til heimsins bestu pönnukökur. Oftar en ekki fylgd- ist afi með íþróttaviðburðum helgarinnar á skjánum og fengu áhugasamir að fylgjast með og ekki verra að halda með sama liði. Á sumrin naut afi þess að vera í garðinum enda enginn garður fallegri en garðurinn þeirra og í sólskýlinu var ljúft að drekka kaffisopann á góðviðris- dögum. Afi Jói var mikill nákvæmnis- maður og aldrei fór neitt til spill- is hjá honum í skúrnum, allt nýtt og vel merkt. Hann gætti þess að allt væri á sínum stað og til að tryggja að allir hlutir væru á sín- um stað teiknaði hann eftir hefl- inum, skrúfjárnunum og spor- járnunum á krossviðarspjald sem notað var til að geyma öll fallegu verkfærin, hver hamar átti sinn stað, hefillinn og öll hin verkfær- in. Þegar við vorum lítil var það ævintýri líkast að komast í skúr- Jóhann Kristján Árnason HINSTA KVEÐJA Elsku afi Jói, okkur þótti vænt um þig. Þú varst aldr- ei reiður. Þú varst 89 ára og þú smíðaðir margt fallegt. Það var gaman að heim- sækja ykkur ömmu Siggu í Njörvasundið. Garðurinn þinn fallegur eins og regn- skógur. Við söknum þín, elsku afi. Þín langafabörn, Úlfur, Breki, Rán, Óskar Már, Laufey Katrín, Margrét Laufey og Skúli Snær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.