Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 16 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM VORUM AÐ TAKA UPP FULLT AF FLOTTUM UMGJÖRÐUM Frá því að vinstri- stjórnin tók við völd- um hafa rúmlega fjór- ir einstaklingar flúið land á dag. Tveir af þessum fjórum eru ungt fólk sem alist hefur upp á Íslandi, sótt hér skóla og notið þeirra tækifæra sem landið býður upp á. Það er áhyggjuefni að ungt fólk skuli vilja finna lífi sínu farveg annars staðar, en í því ár- ferði sem nú ríkir er það ósköp skiljanlegt. Vinstristjórnin hefur tálmað endurreisn efnahagslífsins og klúðrað öllum þeim færum sem henni hefur gefist. Ný ríkisstjórn þarf að breyta um kúrs, feta slóð frelsis í stað helsis og blása fólki kjark í brjóst. Verkefnin sem bíða nýrrar ríkisstjórnar eru ærin og ætlar undirritaður að gera grein fyrir þeim helstu. 1. Afnema höft og regluverk Gjaldeyrishöftin ógna framtíð Ís- lendinga. Þau gera okkur að föngum í okk- ar eigin landi. Brýnasta verkefni nýrrar rík- isstjórnar er að aflétta höftunum svo fljótt sem kostur er. Vinstri- stjórnin hefur ekki sýnt neinn vilja til að hraða þessu verki, þess í stað festi hún höftin enn frekar í sessi með lagabreytingum í mars- mánuði. Auk þess að ráðast í afléttingu hafta þarf ný ríkisstjórn að draga úr því íþyngjandi regluverki sem atvinnu- lífið lifir við. Gera þarf fleiri fram- takssömum einstaklingum kleift að hefja atvinnurekstur en núgildandi reglufargan reisir hömlur við að að- ilar komi inn á markað og auki sam- keppnina við önnur stærri fyrirtæki. 2. Stórtækar skattalækkanir Draga þarf allar skatta- og gjald- hækkanir, sem ríkisstjórnin hefur lagt á einstaklinga og fyrirtæki, til baka. Skattkerfið á eingöngu að nota til að afla ríkinu tekna, en ekki til að jafna tekjur einstaklinga. Um leið þarf að efla skattavitund al- mennings. Fáir gera sér grein fyrir því að þeir vinni meirihluta ársins fyrir ríkið og enn færri vita að allt af 75% af útseldri vinnu manna geti horfið í skatta og bótaskerðingar. 3. Aðskilnaður ríkis og hagkerfis Aðskilja ber ríki og hagkerfi með því að leggja niður seðlabankann og afnema ríkisábyrgðir á fyr- irtækjum, svo sem bönkum. Gefa ætti peningaútgáfu frjálsa svo að fólk geti valið sér gjaldmiðil sem það treystir. Þjóðargjaldmiðill eins og íslenska krónan skerðir frelsi okkar til athafna og það sem er meira um vert, þjóðargjaldmiðlar hjálpa stjórnvöldum við að dylja óstjórn sína. Þau geta ávallt gripið til þeirra bragða að prenta meiri seðla eða fikta í stýrivöxtunum. Af- leiðingarnar eru hærri verðbólga og verðmætalausir gjaldmiðlar. Ábyrgð ríkisins á skuldbindingum banka villir hluthöfum hans sýn og kemur í veg fyrir að innstæðu- eigendur veiti það aðhald sem nauð- synlegt er. Frelsinu skal ávallt fylgja ábyrgð. 4. Einkavæðing fyrirtækja Koma ber fyrirtækjum sem lent hafa í eigu ríkisins aftur í eigu ein- staklinga. Auk þess þarf ríkið að sleppa taki sínu á öllum þeim fyr- irtækjum sem einkaaðilar geta séð um og rekið. Einkavæða þarf fyr- irtæki og stofnanir á sem flestum sviðum – ekki bara til að losa um tangarhald stjórnmálamanna á at- vinnulífinu, heldur einnig til þess að innleiða samkeppni. Hin ósýnilega hönd markaðarins er betur til þess fallin að stýra mönnum á rétta braut en hin dauða hönd ríkisvaldsins. 5. Draga ESB-um- sóknina til baka „Veraldarsagan ber ljóst vitni þess, að hverri þjóð hefir þá vegnað bezt, þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína.“ Svo mælti Jón Sig- urðsson forseti árið 1841. Þessi orð eiga vel við í dag þegar rík- isstjórnin hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Ljóst er sam- bandið glímir við gífurlegan lýðræð- ishalla og hefur þróun þess aðeins verið á einn veg seinustu ár. Sam- bandið hefur horfið frá upphaflega markmiði sínu, að auka frjáls við- skipti milli ríkja í Evrópu, og stefnt frekar að auknum pólitískum og efnahagslegum samruna. Það er leiðin til ánauðar. Í stað þess að ganga í verðandi sambandsríki ætti ný ríkisstjórn að leitast við að gera fríverslunarsamninga við lönd um allan heim, svo sem við Bandaríkin, Brasilíu, Kanada, Kína, Rússland og fleiri ríki. Fimm verkefni nýrrar ríkisstjórnar Eftir Kristin Inga Jónsson »Ný ríkisstjórn þarf að aflétta höftum, ráðast í stórtækar skattalækkanir, leggja niður seðlabankann, einkavæða fyrirtæki og draga ESB-umsókn til baka. Kristinn Ingi Jónsson Höfundur er menntaskólanemi. Legg til að bændur tækju að sér að rækta repju fyrir ríkið sem myndi pressa repjuna og fá olíu og ýmsar aðrar af- urðir. Repjuolía væri sett á alla gömlu bílana sem yrði ódýr og kostaði ekki daglega á bílinn nema á við smjörlíkisstykki. Það er ódýrt að geta ekið um allt á einu stykki af smjörlíki eða repju- olíu en til þess yrði að setja nýjar díselvélar í bílana sem gætu gengið fyrir repjuolíu eða allt niður í 1 stk af smjörlíki. Þetta verður ódýr leið fyrir þá sem eiga notaða bíla og eru í vandræðum með að borga allt bensínið. Gamlir bílar þurfa meira bensín en nýir. Er mörgum dýrt í dag. Mundi gjörbreytast með repjuolíu sem væri ódýr. Það er hægt að nota tún á Suð- urlandi sem í dag standa mörg ónotuð. Setja verður upp skjólbelti sem skapa heitara umhverfi og skjól til að styðja við repjurækt- unina. Repjuræktun sem rekin væri af krafti með ríkisstyrk myndi gefa mikla möguleika. Repjuolían væri pressuð úr fullvaxinni repju en svo koma ýmsar aukaafurðir eins og fóðurbætir og annað sem fellur til og kemur í ljós þegar farið er að rækta repjuna. Aðalatriðið er að hefja repjuræktun og reka hana áfram af krafti, þá sjá menn árang- urinn og góðu hliðarnar og hag- stæðu. Repjuolía er nánast gull þegar hún er framleidd á Suður- landi í verulegu magni. Það er bara að koma sér í gang með þetta og drífa þetta áfram. Meiri tekjur og framkvæmdir vantar í mismunandi atvinnugrein- um, s.s. með ræktun repju og framleiðslu repjuolíu. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Repjuræktun á Suðurlandi á mikla framtíð – Ræktum repju með ríkisstyrk Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.