Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er engin ein leið til aðtakast á við sorg, en þóer ótal margt sem ersammannlegt í þeirri upplifun að missa ástvin,“ segir Anna Ingólfsdóttir sem sendi ný- lega frá sér bókina Makalaust líf – um ást og sorg, úrvinnslu og upp- byggingu við makamissi. Þar deilir Anna reynslu sinni af að missa manninn sinn. „Hann dó úr krabbameini þegar ég var 35 ára og á meðan hann var veikur og fyrst eftir að hann dó, hélt ég dag- bækur. Bókin Makalaust líf bygg- ist á þeim dagbókarskrifum. Ég skráði upplifun mína niður á með- an þetta var að gerast en það hjálpaði mér mikið í úrvinnslu sorgarinnar. Það liðu þó mörg ár þar til ég fór að huga að því fyrir alvöru að gera eitthvað með þetta. Það eru fimmtán ár frá því að maðurinn minn dó.“ En Anna er ekki eini höf- undur bókarinnar, Guðfinna Eydal sálfræðingur skrifar um það hvað Það er ávallt þess virði að elska Anna Ingólfsdóttir byggir bókina Makalaust líf, um ást og sorg, úrvinnslu og upp- byggingu við makamissi, á dagbókarskrifum frá því hún missti manninn sinn. Morgunblaðið/RAX Bjartsýn Anna horfir björtum augum til framtíðar og leggur áherslu á að þó að lífið taki, þá gefi lífið líka. Það passar vel við heimasíðu sem snýr að heimilinu og daglegu lífi að hún kallist www.thenest.com eða hreiðrið. Á vefsíðunni má finna uppskriftir að mat og drykk, góð ráð er varða gæludýrin á heimilinu og ýmislegt er lítur að heilsu og heilbrigði. Sparnaðarráð er líka að finna á thenest.com og er nú ágætt að gá hvort maður geti ekki hag- rætt dálítið og fundið hagkvæmar lausnir fyrir komandi jólamánuð. Góð lífsstílssíða með ýmsum góð- um hugmyndum og ráðum sem má nýta sér í hinu daglega lífi. Á heim- ilinu er t.d. kósí að gera fínt og hreint á þessum árstíma. Til að skoða suma efnisþætti síðunnar þarf að skrá sig inn en til þess þarf bara netfang og lykilorð svo það er fremur einfalt. Vefsíðan www.thenest.com Morgunblaðið/Golli Fallegt Nú er rétti tíminn til að gera kósí heimafyrir og jafnvel að skreyta smá. Kósí hreiðurgerð að vetri Komin er út bókin Konur eiga orðið allan ársins hring en í ár standa að þessari dagatalsbók 55 konur. Bókin er hugsuð til að skrifa hjá sér það sem gera þarf í dagsins önn en í henni má einnig finna ýmiss konar spakmæli og vangaveltur frá íslensk- um konum á aldrinum 9-84 ára. Um ritstjórn sér Kristín Birgisdóttir en um hönnun, teikningar og ljósmyndir sér Myrra Leifsdóttir. Bókin er gefin út af Sölku. Hún er rauð að lit og fal- lega skreytt og ætti því að lífga vel upp á skrifborðið um leið og fólk get- ur haldið góðu skipulagi. Endilega… …haldið góðu skipulagi Skrautleg Konur eiga orðið. Flestir verða fyrir einhverskonar erfiðri reynslu í lífinu.Slík reynsla getur verið allt frá niðurlægingu í barnæsku, höfn- un og eigin mistökum, en einnig stærri áföll eins og ofbeldi, alvarleg slys eða hamfarir. Atburðir hafa mismikil áhrif á okkur en yfirleitt vinnur fólk sjálfkrafa úr erfiðri reynslu. Öll höfum við innbyggt kerfi sem vinnur úr upplýsingum úr umhverfinu og lagar að okkar fyrri reynslu og þekkingu. Þegar við verðum aftur á móti fyrir einhverju sem er mjög yfirþyrmandi eða lend- um í endurteknum áföllum getur verið að ekki náist að vinna fyllilega úr þeim. Kerfið ræður ekki við að vinna með allar þær tilfinningar, hugsanir og þau líkamlegu viðbrögð sem kvikna og þar af leiðandi vistast at- burðurinn ekki á aðlögunarhæfan máta. Minningar um atburðinn eru því óunnar og trufla okkar daglega líf mánuðum og jafnvel áratugum seinna. Fortíðin festist því í nútíð- inni sem þýðir að viðbrögð okkar í dag litast af óunnum minningum og valda okkur sársauka. EMDR (Eye movement desensi- tization and reprocessing) er árang- ursrík meðferð við afleiðingum áfalla. Meðferðin snýst um að vinna úr erfiðum minningum sem tengjast erfiðri reynslu okkar af lífinu. Í meðferðinni er unnið með fortíð, nú- tíð og framtíð. Farið er í gegnum óunnar minningar á kerfisbundin hátt, meðal annars með því að skoða þau viðhorf, tilfinningar og líkamleg óþægindi sem ekki hefur náðst að vinna úr frá því áfallið átti sér stað. Þegar fortíðin hefur verið gerð upp þá er unnið með það sem kallar fram svipaða líðan í nútíðinni, eða svokallaðar kveikjur. Að því loknu eru mögulegar framtíðaraðstæður skoðaðar og lögð drög að viðeigandi viðbrögðum okkar í þeim aðstæðum. Í úrvinnslunni eru notaðar augn- hreyfingar eða annað tvíhliða áreiti sem er sérstakt við EMDR. Tvíhliða áreiti virðist auðvelda úrvinnslu, mögulega vegna þess að því svipar til þess ástands sem ríkir í REM svefni. Með úrvinnslu breytast við- horf og tilfinningar tengdar atburð- inum og hann fer að öðlast aðra merkingu fyrir okkur. Atburðurinn og upplýsingar tengdar honum fær- ast til og kerfið klárar að vinna úr Er fortíðin föst í þinni nútíð? Heilsustöðin Aðalbjörg Heiður Björgvinsdóttir sálfræðingur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Pöntunarsími: 535 1300 TA K T IK /3 8 7 4 / 2 4 o k t1 2 Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 - Fax: 535 1305 - verslun@verslun.is T ilb o ð ið g ild ir í3 0 d ag a fr á b ir ti n g u au g lý si n g ar Tilboð mánað arins 25% afslátt ur Afsláttur á öllum upphengibúnaði Fataslár RAUF APAN ILL Til á lager: Raufapanill er fáanlegur í hvítum plötum í stærðinni 120 x 240 og 240 x 120 cm. Einnig fáanlegur, tilbúinn fyrir sprautun. Smellulistar: Snap-in smellulista er auðvelt að skipta um og fáanlegir í mörgum litum. Upphengilausnir mikið úrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.