Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 35
af að færa manni ný verkefni.“ Áttaviti sálarinnar ræður för Síðasta skáldsaga þín, Rimlar hugans, kom út árið 2007 og nú kemur þessi árið 2012. Það hefur liðið nokkuð langur tími milli skáld- sagna. Er skýring á því? „Allan þennan tíma hef ég verið að vinna að þessari sögu og verið í öðrum skáldskap og greinaskrifum. Ég geri engan óskaplegan grein- armun á því að skrifa grein, smá- sögu, skáldsögu eða yrkja ljóð. Fyrir mér er þetta allt ritlist. Oft er talað um að rithöfundar þagni þegar nokkur tími hefur liðið frá því þeir hafa sent frá sér skáld- sögu. Þá er sagt í greinum og í bókmenntasögunni: Á þeim tíma hætti hann að skrifa skáldsögur. Ég hef ekki upplifað það að missa trúna á skáldsöguna heldur leyfi ég áttavita sálarinnar að ráða för og það hefur leitt mig út í hinar bæk- urnar sem eru skrifaðar inn í núið en eru fyrir mér eins og hver önn- ur bókmenntaverk. Fyrir mér er ritlistin svo víðfeðm að hún er næstum eins og fjölkvæni. Ég meina, ég tek ekki eitt form fram yfir annað og segi: Þetta er mitt form. Og ég þrátta ekki við menn um að eitt form sé öðru æðra. Málið er einfalt: Skáldskapurinn verður að vera í ákveðnum sam- ræðum við veruleikann. Skáldsag- an er engin heilög kýr en hún er samt svo frjáls að maður getur farið með hana í allar áttir eða réttara sagt, hún fer með mann í allar áttir. Almennt séð finnst mér skáldskapurinn eiga í skemmti- legri baráttu við afþreyingu og klámið. Við þurfum að vera snjall- ari en klámhundarnir og djarfari en bæði lögreglu- og glæpaskól- arnir í sagnagerðinni. Þess vegna er skáldsagan að hrökkva aftur í gírinn og verða djörf og ágeng. Þetta fer allt, skilurðu, í endalausa hringi.“ Það er mikill galsi í þessari bók. Maður hugsar með sér að þér hljóti að hafa þótt gaman að skrifa hana. Var það gaman eða var það kannski bara erfitt? „Eins og oft vill verða eiga svona bækur langan aðdraganda og kveikjan að sögunni er kannski ekki lengur til staðar þegar maður er kominn nokkuð á veg með að vinna hana. Þó að það kosti blóð, svita og tár að vinna og finna þráð sögunnar þá er það gleðin við að segja söguna sem stendur upp úr að lokum. Sagnagleðin eða galsinn er tónlist sögunnar, andi hennar eða bara einsog amma sagði: Fólk verður leiðinlegt ef það trúir ekki á neitt skemmtilegt.“ Morgunblaðið/Kristinn MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Sænski leikarinn Alexander Skars- gård kemur sterklega til greina í hlutverk Tarzans í væntanlegri kvikmynd um apabróðurinn. Leik- stjórinn David Yates þykir líklegur til að stýra myndinni en hann er einkum þekktur fyrir að hafa leik- stýrt fjórum kvikmyndum um galdrastrákinn Harry Potter. Skarsgård er ekki óvanur því að tína af sér spjarirnar, hefur gert það reglulega í sjónvarpsþáttunum True Blood en í þeim leikur hann vampíru eina skæða. Kvikmynda- ritið Variety greinir frá því að sá sænski sé ofarlega á lista yfir þá sem gætu skellt sér í hlébarða- skinnsbrókina góðu. Engin stað- festing hefur þó fengist á því að Skarsgård verði í brókinni. Sænskur Tarzan? Apabróðir? Alexander Skarsgård hinn sænski er vinsæll leikari. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 aukas Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Sun 30/12 kl. 20:00 Fös 23/11 kl. 20:00 aukas Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Lau 24/11 kl. 19:00 10.k Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 24/11 kl. 14:00 16.k Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 lokas Sun 25/11 kl. 14:00 17.k Sun 16/12 kl. 14:00 Sun 2/12 kl. 14:00 Mið 26/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Sýningum lýkur í desember Rautt (Litla sviðið) Þri 20/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Þri 27/11 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 Fim 22/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Margverðlaunað meistaraverk. Aukasýningar í nóvember og desember Gullregn (Nýja sviðið) Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Lau 29/12 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 12.k Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Sun 30/12 kl. 20:00 Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Fim 3/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Fös 4/1 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Fim 27/12 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Fös 28/12 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 14/12 kl. 20:00 16.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 15/12 kl. 20:00 Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Sun 25/11 kl. 20:00 6.k It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey. Íslenski Dansflokkurinn: Á nýju sviði (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 frums Sun 2/12 kl. 20:00 4.k Fim 13/12 kl. 20:00 Fös 23/11 kl. 20:00 2.k Fim 6/12 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 3.k Sun 9/12 kl. 20:00 Fjögur spennandi og ólík dansverk eftir dansara Íslenska dansflokksins Gullregn - „Ógeðslega gaman“ – SA, tmm.is Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 25/11 kl. 14:00 23.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 27.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 24.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 28.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 25.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 26.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 Lau 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Lau 8/12 kl. 17:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fim 22/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 17.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 16.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 20.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Jónsmessunótt (Kassinn) Fim 22/11 kl. 19:30 17.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 6/12 kl. 19:30 23.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 8/12 kl. 19:30 24.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 22.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 24/11 kl. 11:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Lau 8/12 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 13:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 14:30 Sun 9/12 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Sun 9/12 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30 Miðasala hafin á vinsæla aðventuleikrit Þjóðleikhússins - og miðarnir rjúka út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi! Þeir sem þegar hafa kynnst henni Aþenu, kláru stelpunni sem Margrét Örnólfsdóttir hefur skrifað tvær bækur um, ættu að kætast þessi jól því nú er þriðja bókin um hana kom- in út og heitir hún Aþena - að eilífu, kúmen. Þeir sem ekki hafa kynnst þessari stórskemmtilegu stelpu áður geta líka fagnað, því bókin stendur sem sjálfstæð saga. Í þessari nýju bók þarf Aþena að takst á við ýmis- legt, til dæmis það hvort hún sé tilbúin fyrir stráka með bílpróf, stelpur með kjaft og forledralaus partí. Og svo er það stóra spurn- ingin: Að fermast eða ekki fermast? Aþena kynnist líka fjörugum ofurhuga, henni Snæju, og allt tekur þá nýja stefnu í lífinu. Er Aþena tilbúin fyrir stelpur með kjaft? Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rithöfundur Margrét Örnólfsdóttir sendir nú frá sér þriðju bókina um Aþenu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.