Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur sett stefnuna á ákveðið tak- mark og þá er bara að vinna að því og hvika hvergi. Fyrr en síðar nærðu tökum á aðstæð- unum og þá er allt í góðu aftur. 20. apríl - 20. maí  Naut Að koma sér á framfæri er spurning um einbeitingu. Láttu það eftir þér að leika þér svolítið og reyndu að grípa gæsina þegar hún gefst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að setja hlutina í forgangs- röð og fylgja þeim fast eftir. Ef þú hefur ekki tök á að ferðast, muntu láta hugann reika til fjarlægra staða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Einhver fer frjálslega með staðreyndir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fyrstu viðbrögð þín við atburðum dags- ins eru dálítið öfgakennd. Bíddu með að láta skoðanir þínar í ljós, sérstaklega ef þú ert ósammála. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band núna. Góðsemin sem einhver sýnir þér gefur til kynna heilan heim af ástúðlegum til- finningum, hugsunum og draumum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Allir hlutir þurfa sinn undirbúning því flas er ekki til fagnaðar. Samfélagið er fullt af meðulum sem hafa enga vísindalega sannaða virkni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sál þín er eirðarlaus. Fáðu ein- hvern í lið með þér, segðu honum frá draum- um þínum og framkvæmið þá saman af mikl- um krafti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að eyða eins miklum tíma til útivistar og þú mögulega getur. Ef þetta á að gerast, verður þú virkilega að vilja það og þá fer boltinn fyrst að rúlla. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. Eins og stendur er besta lausnin sennilega fólgin í því að leita eftir fjármögnun annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Kynntu þér þá kosti sem í boði eru og láttu gylliboð lönd og leið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Næstu mánuðir eru svo sannarlega tími einhvers konar áfanga í lífi þínu. Frábært! Jafnvel þótt þú viljir ekki ástarsamband þá er gott að eignast nýjan vin. Brynleifur Steingrímsson læknirhringdi í mig á laugardaginn og rifjaði upp stöku, sem hann orti endur fyrir löngu. Þá varð honum hugsað til Sigþórs bróður síns, þeg- ar þeir leiddust yfir gömlu brúna yfir Blöndu á leið í skólann, en hún var með fjalargólfi. Þetta er gott dæmi um það, hvernig lítil vísa get- ur haldið minningum lifandi og orð- ið verðmæt í huga manns. Fótum litlum fetaði fjölum yfir Blöndu þegar áin iðaði ósinn kyssti ströndu Brynleifur á ekki langt að sækja hagmælskuna. Foreldrar hans voru báðir skáldmæltir og móðir hans, Helga Dýrleif, dótturdóttir Einars Andréssonar í Bólu (1814-1891). Eftir hann er vísan alkunna: Auðs þótt beinan akir veg æfin treinist meðan flytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Dr. Broddi Jóhannesson hefur sagt frá því að Einar hafi átt tvær draumkonur eins og Gísli Súrsson og áttu þær heima í Bólugili. Vætt- ur orti til Einars: Himinsólin hylur sig höldar róli linna. Einar í Bólu eg vil þig út á hólinn finna. Einari búnaðist vel í Bólu. Að sögn Halldóru dóttur hans fóðraði túnið varla eina kú, þegar hann tók við jörðinni, en tvær þegar hann fluttist þaðan. Slíkar jarðarbætur voru taldar stórvirki á þeim tímum. Einar kvað: Mig í skjóli fyrir fel frostagjólum köldum, þar sem Bóla – byggð á mel – birtu sólar nýtur vel. Að lokum rifja ég upp vísu sem Sveinbjörn Egilsson orti til Krist- ínar dóttur sinnar, þegar hún sagði honum tíðindin, en rangt var farið með höfundinn hér í blaðinu á laug- ardag: Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan glugga; þarna siglir einhver inn ofurlítil dugga. Og til sömu: Eitthvað tvennt á hné ég hef, heitir annað Stína; hún er að láta lítið bréf í litlu nösina sína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísan heldur minningunni lifandi Í klípu „ÞETTA ER EKKI MÉR AÐ KENNA. ÞEIR GÁFU OKKUR STUNDUM NAMMI, ÞÓ VIÐ HEFÐUM EKKI UNNIÐ TIL ÞESS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG Á ÉG AÐ GETA DREGIÐ HANA ÚT ÁN ÞESS AÐ SNERTA HANA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að ganga inn í líf einhvers annars. EI NK UN NI R HVAÐ ER ÞETTA? HVAÐ LÍTUR ÞETTA ÚT FYRIR AÐ VERA? SATT BEST AÐ SEGJA LÍTUR ÞETTA ÚT FYRIR AÐ VERA EITTHVAÐ SEM MAÐUR GÆFI SVÍNUM! GETUR VERIÐ AÐ ÉG HAFI RUGLAST Á MATNUM OKKAR OG ÞEIRRA? SVO LÆDDIST ÉG UPP AÐ EINHVERJUM KETTI ... OG SVO KÝLDI HANN Í KÖFLÓTTA KLESSU ! ÉG HELD ÉG FÁI MÉR BARA SAMLOKU MEÐ OSTI.Víkverji hefur orðið þess áskynja,sökum einstakrar athyglisgáfu, að jólahátíðin sé á næsta leiti. Líkt og áður hefur slíkt ákveðnar skyldur í för með sér fyrir flesta þá sem eiga vini og vandamenn. Já, nú er tíminn til að kaupa jólagjafir í bunkavís. Á sínum yngri árum þótti Víkverja fátt skemmtilegra en að velja af kost- gæfni gjafir handa sínum nánustu. Mikil hugsun og alúð var lögð í hverja gjöf og algjört skilyrði að hún væri allt í senn; frumleg, kæmi að góðum notum og væri einstaklega falleg á að líta. x x x Síðan þá hefur fjölskylda Víkverjastækkað til muna og þær örfáu vikur á ári sem hugurinn er tileink- aður jólaundirbúningi nægja alls ekki til að úthugsa gjafir handa öllum af slíkri natni. Víkverji hefur því farið þá leið að flokka þiggjendur, til dæmis eftir aldri og/eða tengslum. Hver flokkur fær svo gjöf eftir sömu forsendum. Það gætu verið rúmföt, kvikmynd, tónlist, lampi eða jafnvel heimalagað konfekt. Það eina sem er öruggt er að allir í viðkomandi flokki fá sambæri- legar gjafir. Einstaklingsmiðaðar jólagjafir tilheyra löngu liðinni tíð. x x x Önnur regla sem Víkverji hefur íheiðri er að styrkja íslenska listamenn í jólagjafainnkaupunum. Rati bíómynd eða geisladiskur í pakka skal það vera íslensk fram- leiðsla. Síðustu ár hefur verið um auð- ugan garð að gresja í hvoru tveggja og því engin afsökun fyrir því að sýna ekki smá frændsemi við „okkar fólk“ við þetta tilefni. Með þá reglu í huga hringdi Vík- verji í bróður sinn fyrir síðustu jól og bar undir hann þá hugmynd að gefa nýfermdri dóttur hans rólegan geisla- disk með góðkunnri söngkonu. Það hlyti að falla í kramið hjá rólegri og dagfarsprúðri unglingsstúlku. „Nei, það skaltu ekki gera,“ var svarið. „Hún frænka þín hlustar bara á þungarokk.“ Víkverji veit ekki hversu margar 14 ára stúlkur fengu Skálmöld um síðustu jól, en getur nefnt eina. víkverji@mbl.is Víkverji Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okk- ur.“ (Postulasagan 4:12) Þórkatla Halldórsdóttir tannlæknir - Frábær líkamsrækt! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.