Morgunblaðið - 19.11.2012, Side 37

Morgunblaðið - 19.11.2012, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ásgeir Trausta, nema hvað? Hvaða plata er sú besta sem nokk- urn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Sgt. Peppers Bítl- anna og Nightfly Donald Fagen berj- ast um fyrsta sætið í mínum huga, báð- ar sökum tærrar snilldar í laga- smíðum, útsetn- ingum og upp- tökustjórn. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Kvöldljóð með KK sextett, keypt í HSS, Vesturveri. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Og af hverju? Fyrsta plata Dísu minnar hreyfir alltaf mest við mér. Fyrsta ást- arsorgin hennar (og vonandi sú síðasta), fyrsta alvöru skrefið á tónlistarbrautinni og gullfallegur flutningur á frábærum lögum og textum. Hvorugt okkar foreldra hennar kemst með tærnar þar sem hún hafði hælana á þessum tíma, þá aðeins 19 ára gömul. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Það kann að hljóma einkennilega, en ég kysi mér engin örlög betri en mín eigin í dag því mér líður svo fullkomlega, bæði sem mann- eskju og tónlistarmanni. Ef ég af- markaði svar mitt við tónlistina eingöngu yrði svar mitt að lík- indum Joseph Zawinul, eitt merk- asta djasstónskáld Evrópu og einn fremsti hljómborðsleikari og út- setjari síðari tíma. Hann átti hins vegar erfiða æsku og er, ólíkt mér, genginn á vit feðra sinna bless- aður. Hvað syngur þú í sturtunni? Í sturtunni syng ég fyrir dóttur mína 5 ára, lög og texta sem ég spinn á staðnum, á með- an hún situr flötum beinum á baðherbergis- gólfinu og klæðir sig. Það eru ómetnalegar stundir sem við eigum þar saman feðginin. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Ray Charles, Herbie Hancock, Miles Davis og afró-amerísk takt- tónlist af ýmsu tagi. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Síðustu verk hinnar óviðjafnanlegu Joni Mitchell, sérstaklega tónleikaupptakan af lag- inu „Both sides now“ frá árinu 2000. Það er eitthvað það fegursta sem hægt er að hugsa sér. Í mínum eyrum Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður „Fyrsta plata Dísu minnar hreyfir alltaf mest við mér“ Morgunblaðið/Golli Lystisemdir Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- maður með meiru, rýnir í matreiðslubók. Ekki er verra að hlusta á góða tónlist með góðum mat. Joni Mitchell Breski leikarinn Roger Moore fór með hlutverk njósnarans James Bond í sjö kvikmyndum, fleiri en nokkur annar sem tekið hefur að sér hlutverkið. Moore greindi frá því í viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC News á dögunum að Daniel Craig, sá er leikið hefur Bond í síð- ustu þremur myndum, væri hans uppáhalds af þeim sem leikið hafa kappann. Moore er orðinn 85 ára gamall en slær þó ekki slöku við, gaf nýverið út bókin Bond on Bond sem fjallar um James Bond, eins og titillinn gefur til kynna. 007 Roger Moore með bókina. Craig í uppáhaldi Bandaríski leikarinn George Cloon- ey mun fara með hlutverk í kvik- myndinni 1952 sem framleidd er af stórfyrirtækinu Disney. Hann mun eiga í samningaviðræðum við fyrir- tækið þessa dagana og hefur Brad Bird verið nefndur sem líklegur leikstjóri myndarinnar en honum þótti takast með endemum vel upp með síðustu kvikmynd sína, Mis- sion: Impossible – Ghost Protocol. Skv. vef tímaritsins Hollywood Re- porter hvílir mikil leynd yfir mynd- inni en þó ljóst að um vísindaskáld- skap er að ræða og að geimverur koma við sögu. Clooney mun birtast næst á hvíta tjaldinu í kvikmynd- inni The Monuments Men sem hann leikstýrir einnig. Sú skartar stjörn- um á borð við Daniel Craig, Bill Murray, Cate Blanchett, Jean Duj- ardin og John Goodman. Farsæll Clooney hefur átt góðu gengi að fagna sem leikari og leikstjóri. Clooney í geim- verumynd Disneys  -B.O. MAGAZINE MBL FRÉTTATÍMINN  - NEW YORK DAILY NEWS -FBL -FRÉTTATÍMINN 14 1412 LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE 12 16 L L L AKUREYRI EGILSHÖLL L L 16 14 12TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 9 - 10:30 ARGO KL. 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 5:50 - 8 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 5:30 WRECK-IT RALPH ENSKTTAL KL. 5:50 16 12 KEFLAVÍK L TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 ÁLFABAKKA L L L VIP 16 16 14 14 12 L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI Í3D KL. 5:50 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENSKU.TALI KL. 5:50 - 8 - 10:10 ARGO KL. 8 - 10:10 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 HOUSE AT END OF STREET KL. 8:10 - 10:30 END OF WATCH KL. 10:10 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 11 NÚMERUÐ SÆTI SKYFALL KL. 6 - 8 - 9 - 10:30 WRECK IT RALPHÍSL.TALI KL.5:50 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 6 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSLTAL KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE CROSS RACE Árgerð 2013 Verð: 259,990 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.