Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 ✝ Laufey fæddistá Görðum á Djúpavogi 20. maí 1931. Hún andaðist á Landspítalanum 10. nóvember 2012. Foreldrar Lauf- eyjar voru hjónin Antonía Árnadótt- ir, f. 19. sept. 1900, d. 1988, og Kristján Jónsson, f. 27. sept. 1901, d. 1984. Lauf- ey ólst upp á Djúpavogi í for- eldrahúsum ásamt systkinum sínum Ragnari, f. 28. okt. 1923, d. 8. maí 1984, Ingólfi, f. 15. des. 1927, Dagbjörtu, f. 23. jan. 1933, og Arnóri, f. 21. ág. 1942 Laufey fluttist ung til Reykja- víkur þar sem hún giftist Eng- ilbert Eggertssyni, f. 14. nóv. 1928, d. 22. nóv. 1995. Þau Clöru Víf Waage, maki Eiríkur Einarsson. Barn: sonur óskírður og b) Tandra Waage, í sambúð með Lauru Kelemen. Laufey giftist Ingólfi Guð- brandssyni, f. 6. mars 1923, d. 3. apr. 2009. Þau skildu . Börn þeirra eru Eva Mjöll, f. 22. júní 1962, maki: Kristinn H. Helga- son. Barn: Andrea og Andri Már, f. 17. okt. 1963, maki Valgerður Franklínsdóttir. Synir þeirra Al- exander Snær og Viktor Máni. Maður Laufeyjar síðustu 18 árin var Sigurður Guðmundsson, f. 6. júlí 1930. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru: Guðbjörg, Guðmundur, Haukur, Reynir, Ragnhildur og Erna. Laufey stundaði nám við Hús- mæðraskólann í Hveragerði og starfaði víða við skrifstofu- og verslunarstörf á lífsleiðinni. Hún ferðaðist og dvaldi langdvölum erlendis við nám, leik og störf, þá helst í Svíþjóð og á Spáni. Útför Laufeyjar fer fram í Dómkirkjunni í dag, 19. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. skildu. Þeirra börn eru: 1) Hafdís, f. 7. ág. 1951, maki Baldvin H. Stein- dórsson. Börn þeirra a) Tinna Björk, maki: Þórð- ur Birgir Bogason. Börn þeirra: Aron Baldvin, Dara Sól- lilja og Stígur Dilj- an. b) Ivar og c) Fannar. 2) Kristján Eggert, f. 14. mars 1954. Börn hans eru a) Sóley, maki Freyr Frostason. Dætur þeirra Birta og Sunna og b) Valur. Barn hans er Elísa. Laufey eignaðist með Jóni M. Guðmundssyni, f. 2. sept. 1922, dótturina Sif, f. 16.11. 1960, í sambúð með Jóni Arnari Sig- urjónssyni. Hún á börnin a) Elsku móðir. Nú ertu farin í ferðina löngu og ert vel að hvíldinni komin. Eftir erfið veikindi síðasta árið er nú kom- ið að leiðarlokum. Þú mættir veikindum þínum af æðruleysi og kjarki eins og þér var einni lagið, hélst þínum takti fram á síðasta dag og ekki einu sinni kvartaðir þú yfir hvernig mál- um var komið. Það lýsti því vel hvernig þú varst að upplagi. Þú varst kjarkmikil, óttalaus og æðrulaus, en þú varst ekki allra. Nú er löngu lífi lokið, sem var viðburðaríkt og margslung- ið og oft ekki auðvelt. En þú hikaðir aldrei við að fara þínar leiðir og lést engan setja stein í götu þína. Það innprentaðir þú mér frá unga aldri og var lík- lega besta vöggugjöfin. Þú hafðir ekki mörg orð um hlut- ina en stundum fann ég kvæði á borðinu mínu sem þú hafðir skilið eftir þar sem þú vildir minna á það sem máli skipti. Það reyndist oft dýrmæt hvatn- ing. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson) Þú hafðir ótrúlegt minni fram á síðasta dag. Þú kunnir ljóð, sögur og vísur og gast far- ið með heilu kvæðabálkana ut- anbókar. Það var gæfa að synir mínir fengu að kynnast þeirri gáfu, sem og að læra að keppa við ömmu sína í spilum eða sundi. Þú varst fagurkeri og vildir umfram allt halda frelsi þínu til að gera þína hluti. En á sama tíma varstu afar nægjusöm og aðhaldssöm, stolt og þrjósk. Þú varst réttsýn en lást ekki á skoðunum þínum um fólk eða lífsmáta, sem var ekki alltaf til vinsælda fallið. Og hlífðir ekki börnum þínum þar frekar en öðrum. Það var þitt gæfuspor að leiðir ykkar Sigurðar skyldu liggja saman og það var gæfa að sjá ykkur saman hvort sem var í heilsurækt eða í gleðskap, þar sem þið nutuð samvista hvort annars, vináttu, ástar og gleði. Nú er leik lokið, en þú naust þess á síðustu 20 árum að ferðast um allan heim og njóta menningar annarra landa, og leið þér þar best enda varstu víkingur í eðli þínu. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Út við yztu sundin – ást til hafsins felldi – undi lengstum einn, leik og leiðslu bundinn. Lúinn heim að kveldi labbar lítill sveinn. Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga, af litlum herðum tókstu dagsins þunga. Hvarf ég til þín, móðir mín, og mildin þín svæfði soninn unga. (Örn Arnarson) Blessi þig. Þinn sonur, Andri Már. Elsku mamma mín. Það er með söknuði sem ég kveð þig en þó sátt í hjarta því þú varst tilbúin að fara og hafð- ir undirbúið þig í dágóðan tíma. Ég á þér margt að þakka og ég hugsa til þess hve sterk þú hef- ur verið alla tíð, alltaf haft þennan auka kraft sem um- breytir öllu eins og lifandi upp- spretta. Þú tókst mig með þér á 6 vikna enskunámskeið á Eng- landi og ég kom altalandi ensku til baka, þá 4 ára, og einnig fórstu með okkur yngstu börnin þín til Spánar til að dvelja sum- arlangt og þar var lagður grunnur að spænskri menningu og spænskri tungu sem við töl- um í dag. Þegar ég flyt til Sví- þjóðar þá komst þú út til að að- stoða með Clöru og kunnir svo vel við þig að þú fórst í skóla, lærðir sænsku, spænsku og frönsku og skrifstofu- og versl- unarnám, stofnaðir þitt eigið heimili og naust tilverunnar. Fékkst síðan vinnu í Svíþjóð í framhaldi af því. Fyrir þér var allt mögulegt. Þú naust síðar þeirrar gæfu að hitta manninn þinn, hann Sigurð Guðmundsson. Þið voruð svo góð saman og það var ynd- islegt að hitta á ykkur hvort sem var hér heima í bústaðnum ykkar þar sem þið dvölduð sumarlangt eða á Spáni þar sem þið ílengdust á veturna vegna vinnu. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar ég og Krist- ján komum í jólaboð til ykkar 17. desember til Kanaríeyja með Sóley, Val, Clöru og Tandra. Það voru stanslaus verkefni þessa 2 sólarhringa sem við vorum í heimsókn og mikil stemning. Þegar ég var í námi og út- skrifast í Bandaríkjunum þá mættuð þið Sigurður til að fagna þessum áfanga með mér. Fyrir þér að upplifa þennan áfanga var eins og þú hefðir náð honum með mér. Þú tókst þátt alla leið. Ég er þakklát fyrir þennan tíma sem við höfum átt saman og þótt þú sért farin þá veit ég að þú verður alltaf með mér. Þú ert þannig. Hvíl í friði. Sif. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Við kertaljóssins loga féllu bæði tár og fögur orð þegar við fjölskyldan áttum saman stund til þess að minnast Laufeyjar tengdamóður minnar. Hún var ákaflega afgerandi og sterkur persónuleiki og því erfitt að finna eitt orð sem lýsir henni vel, en við reyndum. Syn- ir mínir völdu orðið skemmtileg fyrir ömmu sína, mitt orð er hugrökk. Laufey var allt sitt líf hug- rökk kona, frammi fyrir krefj- andi aðstæðum og hindrunum á lífsins leið, nú síðast í erfiðum veikindum, hugrökk og æðru- laus. En hún var líka stórglæsileg, ávallt vel tilhöfð og bar sig með reisn til síðasta dags. Laufey var vel lesin og kunni margar sögur og ljóð. Hún var líka víðförul um ævina, enda ferða- lög, ólíkir menningarheimar og tungumál meðal áhugamála hennar. Hún hafði gaman af líf- inu, naut þess að fara í leikhús, dansa, syngja, taka í spil og kíkja í Íslendingabók. Ég tel að um margt hafi hún verið á undan sinni samtíð og í jákvæðum skilningi ekki hefð- bundin kona af sinni kynslóð. Laufey var lífleg og mörgum góðum kostum gædd, en sam- skiptin gátu á stundum einnig verið krefjandi þar sem hún fór sínar eigin leiðir og átti til að vera nokkuð harður gagnrýn- andi. Á sama tíma var hún einnig víðsýn og umburðarlynd og gerðu þessir ólíku eiginleik- ar andstæðna hana að þeirri ógleymanlegu manneskju sem hún var. Leiðir Laufeyjar og Sigurðar lágu saman fyrir margt löngu og var það mikil blessun. Þau hafa átt gott og innihaldsríkt líf, ferðuðust víða, voru vinsæl og vinmörg og deildu sömu ástríðu fyrir heilbrigðu líferni. Sælureitur hjónanna á Laug- arvatni var í miklu uppáhaldi og nutu margir gestrisni þeirra þar. Ef ekki var margrómuð kjötsúpa í potti mátti gjarnan finna læri í holu eða annað góð- gæti og Krummi fékk líka sitt. Elsku Sigurður, Hafdís, Kristján, Sif, Eva og Andri minn, ég votta ykkur, fjölskyld- um ykkar og ástvinum öllum innilega samúð, megi minning Laufeyjar vera ljós í lífi ykkar. Að leiðarlokum kveð ég af virðingu og þakklæti tengda- móður mína sem var svo sann- arlega engum öðrum lík. Ef sumarlandið er eins og Laufey var sannfærð um þá veit ég að þar er gott að vera Valgerður Franklíns. Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja kæra tengda- móður mína Laufeyju Krist- jánsdóttur. Á kveðjustund lítum við yfir farinn veg og reynum að átta okkur á lífshlaupi hverr- ar manneskju. Leiðir okkar Laufeyjar hafa lengi legið sam- an, því ég var farinn að hitta dóttur hennar Hafdísi sextán ára. Samfylgdin er því rétt fjörutíu og fimm ár. Laufey var um margt ákaf- lega óvenjuleg kona sem ávallt fann leiðir til að geta stýrt lífi sínu þangað sem hún vildi. Hún lagði aldrei upp úr því að safna auði eða veraldlegu öryggi, en þeim mun meir að hafa í kring- um sig fallega hluti, list og menningu, að geta klætt sig vel og skapað stemningu. Ég dáðist oft að útsjónarsemi hennar til að finna leiðir til að geta dvalið langtímum saman, þá með börnin ung, á suðrænum slóð- um. Í lífi sínu var Laufey sjálf- stæð og ákaflega viljasterk. Þegar áföll urðu í hennar per- sónulega lífi dvaldi hún ekki lengi þar heldur hélt ótrauð áfram. Viljastyrkurinn birtist ekki síst í hve heilbrigðan lífs- stíl hún tamdi sér alla tíð, bæði varðandi mataræði og hreyf- ingu. Hún bar enda aldur sinn alla tíð ákaflega vel og var með glæsilegri konum. Í grunninn hafði Laufey ljúfa, létta og glaða lund. Hún deildi því þó ekki með öllum, hún var trygg sínum. Hlið á henni sem ekki margir þekktu var hve ljóðelsk, stálminnug og fróð um margt hún var. Hún kunni utanbókar ósköpin öll af bæði þekktum og minna þekkt- um ljóðum og þulum. Kunni flest erindi í „Einræðum Stark- aðar“ Einars Benediktssonar, þó ekki öll eins og Kristján son- ur hennar. Ógleymanlegt er þegar við vorum nánasta fjöl- skyldan á Spáni í tilefni áttræð- isafmælis hennar. Hún sat eins og drottning á sundlaugar- barminum, horfði yfir fallegt tignarlegt landslagið og fyrr en varði streymdi „Gunnarshólmi“ Jónasar allur fram, hátt og snjallt. Það var mikið gæfuspor fyrir Laufeyju þegar hún fyrir 18 ár- um kynntist Sigurði Guðmunds- syni, þeim gleðigjafa og mann- bæti sem hann er. Í honum eignaðist hún einstakan félaga, þar sem bæði höfðu brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Slíkt dugir þó ekki frekar en annað gegn lokakallinu þegar það kemur, því var hins vegar tekið af algeru æðruleysi. Blessuð sé minning Laufeyj- ar Kristjánsdóttur og þökk fyr- ir samfylgdina. Baldvin Steindórsson. Elsku amma mín. Það eru ekki margir jafn heppnir og ég að fá að kynnast langömmu sinni. Það hefur ver- ið ómetanlegt fyrir mig að eiga þig að í þessi 17 ár. Allt það sem þú hefur kennt mér, sög- urnar sem þú hefur sagt mér og stundirnar sem við höfum átt saman munu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þú varst stór- kostlegur karakter og það var alltaf skemmtilegt að tala við þig. Ég á eftir að sakna þess mikið að spila við þig enda varstu mikil spilakona. Þegar ég kom til þín í bústaðinn þinn eyddum við tímunum saman í að spila á fallega pallinum þín- um. En það sem ég á eftir að sakna mest eru sögurnar þínar. Þú sagðir svo skemmtilega frá, ég var alltaf spenntur sama hvað sagan var um. Ein saga „En hvað það var skrýtið“ hef- ur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þú hefur sagt mér hana síðan ég var lítill og hef ég heyrt hana óteljandi sinnum en með frásagnarhæfileikum þínum náðirðu alltaf að gera hana jafn spennandi. Ég samdi um þig kvæði og er ég mjög þakklátur að hafa náð að flytja það fyrir þig áður en þú kvaddir þennan heim. Amma og Aron eru miklir vinir töluvert betri en flestir hinir. Þegar Aron er hjá ömmu gestur, gerir hún kjötsúpu og Aron er sestur. Amma stórkostlegur karakter er, til Kanaríeyja hún oft fer. Amma Laufey stríðir Sigga afa mikið, svo mikið að það hverfur á honum spikið. Amma algjör skvísa er, glæsileika ber hvert sem hún fer. Amma mikil spilakona er, sigur af hólmi oftast ber. Yndisleg börn amma á, um þau hún þurfti að sjá. Gerði hún það með glæsibrag, því að ala upp börn er hennar fag. Ég sakna þín, amma mín. Þinn Aron Baldvin. Elsku amma mín. Nú ertu farin, minningarnar leita á mig og söknuðurinn vex um leið. Þú hafðir mikinn per- sónuleika og ert mér fyrirmynd í mörgu. Á uppvaxtarárum mín- um var ég mikið með þér og fannst mér líf þitt bera ákveð- inn ævintýrakeim, þú fórst ávallt þínar leiðir. Heimili þitt bar sterk áhrif frá öðrum menningarsamfélögum, sér- staklega Spáni og sagðir þú mér mikið frá siðum og venjum annarra landa. Það var ávallt mikið á döfinni hjá okkur, kvöldferðir í „lækinn“ í Naut- hólsvík en þangað keyrðum við í sundfötunum vafin handklæði og hlupum svo út í, fórum mikið í sund, spiluðum og þú sagðir mér sögur. Þú hafðir einstaka frásagnarhæfileika og hjartan- legur hláturinn gerði andrúms- loftið svo skemmtilegt. Ég minnist þess að þegar þú hittir vinkonur mínar voru þær vantrúaðar á að þú værir amma mín. Úr varð að þú varst kölluð „ungamma“. Ekki aðeins varstu einstaklega glæsileg og ungleg heldur varstu ávallt ung í anda. Þú hljópst um, stökkst upp í rólu og varst til í hina ýmsu leiki. Þessum anda hélstu fram á hinstu stund og kunnir að lifa lífinu. Þegar þú svo veiktist tókstu því af æðruleysi, bjart- sýni og baráttuhug og hélst lífs- neistanum fram að síðustu stundu. Takk fyrir allt, amma mín. Þín Tinna Björk. Elsku Laulau amma mín. Ég sé það í dag að ég hef notið mikilla forréttinda að eiga ömmu eins og þig, sem hefur kennt mér að finna og njóta fegurðarinnar sem er beint fyr- ir framan okkur. Þegar ég hugsa um tímann okkar saman þá á ég mjög margar góðar minningar sér- staklega hvernig þú varst alltaf til staðar, ég mátti alltaf koma með þér heim á hjólinu í Sví- þjóð þegar við bjuggum þar og þú sagðist hafa búið til súpu úr berjunum í garðinum. Eða þeg- ar þú kenndir mér að meta spænska siði á unga aldri og hvernig þú bjóst til besta hafra- grautinn. Mér þótti alltaf svo gott að koma til þín og kúra hjá þér, þú sagðir sögur á meðan þú nudd- aðir á mér fæturnar með möndluolíu, því mönduolían er besta olían. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Það var einnig mjög endur- nærandi að koma til þín í te- sopa eða kjötsúpu, ekki að tala um fiskibollurnar þínar sem enginn getur vegið að í bragði. Áður en ég flutti til Danmerkur þá kom ég til ykkar Sigurðar á Laugarvatn um páskana og eyddi með ykkur nokkrum dög- um. Þvílíkur unaður að vakna með sólina og fá sé carajillo á veröndinni og fara svo í staf- göngu um svæðið, spila „Kings in the corner“ og ef til vill tapa rauðvínsflösku eða svo. Ég á þér mjög margt að þakka, elsku amma mín, og finnst mér erfitt að eiga ekki eftir að hitta þig aftur. Það var svo yndislegt að fá ykkur mömmu í heimsókn í sumar, það var svo gaman að sýna þér hvar ég er búin að búa mér til hreiður og hvað þú varst ánægð með hvað leit vel út hjá mér. Þú átt eina safnplötu af klassískri tónlist sem ég unni meira en öllu, þetta samansafn spila ég mjög oft heima hjá mér og ég hugsa alltaf til þín á með- an og drengurinn minn litli er einnig farinn að njóta hennar. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa komið til þín áður en þú kvaddir þennan heim og ham- ingjusöm því þú náðir að sjá og halda á nýjasta langömmu- barninu þínu. Ég á eftir að kenna honum allt sem þú kenndir mér, segja honum sög- urnar þínar. Hvíl í friði og ljósi, amma mín, þú ert alltaf í hjarta mínu. Þín Clara Víf. Laufey Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma, mér finnst leiðinlegt að þú sért dáin því að þú varst alltaf svo skemmtileg og góð við alla og aldrei leiðinleg. Þú sagðir svo skemmtilegar sögur og mér finnst leiðin- legt að þú náðir ekki að segja mér þær allar. Þú varst líka mjög góð í olsen olsen. Mér fannst gaman að þú náðir að vera með okkur dálítið lengi og vildi óska að þú hefðir getað verið ennþá lengur hjá okkur. Ég er glaður að þú ert komin á góðan stað uppi hjá Guði og þér líður ekki illa lengur. Ég mun sakna þín. Þinn Alexander. Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma okkar, MARÍA REBEKKA GUNNARSDÓTTIR frá Ísafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu, Hafnarfirði, 15. nóvember. Erla Jóhannsdóttir, Stefán Þ. Tómasson, Hulda María Stefánsdóttir, Eiríkur Rafn Rafnsson, Gunnar Stefánsson, Kristín Lind Albertsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir, Arnar Kristinn Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.