Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nánast hver einasta spýta sem til fellur við grisjun skóga er nýtt á einhvern hátt, að sögn Hreins Óskarssonar, skógarvarðar Skóg- ræktar ríkisins á Suðurlandi. Hann segir að sverustu bolirnir séu flettir og notaðir meðal ann- ars í borðvið og talsvert fari í spírur í fiskhjalla. Elkem á Grundartanga sé stór kaupandi og þessa dagana sé verið að keyra bílfarma af viði þangað. Þá sé efni kurlað í göngustíga og talsvert af furu og ösp sé notað í arinvið svo nokkur dæmi séu nefnd. Á Suðurlandi hefur mest verið grisjað undanfarið í Skarfanesi, Haukadal og á Þingvöllum og felld hafi verið hundruð rúm- metra af grisjunarvið. Mest áhersla hefur síðustu daga verið lögð á að fella jólatré, einkum í Haukadal, en einnig stærri tré á Þingvöllum. Þegar nær dregur jólum reikn- ar Hreinn með að smærri tré verði sótt í Þjórsárdal og furu- greinar á Tumastaði í Fljótshlíð. Hann segir að verkefnin séu svip- uð á Héraði, að Vöglum, í Skorra- dal og annars staðar þar sem unnið er í skógunum. Nokkur tré féllu í storminum Hreinn segir að veðráttan hafi aðeins lítillega truflað skógarhögg undanfarið, ef einhvers staðar sé skjól sé það í skógum landsins. Þó hafi nokkur tré fallið í met- storminum fyrr í mánuðinum í nýlega grisjuðum furureit á Þing- völlum og í mýri í Haukadal. Yfir- leitt hafi það verið fura með ónýta rót sem hafi oltið á hliðina. Alla jafna fara skógarhöggs- menn ferða sinna gangandi eða akandi á bílum eða dráttarvélum. Hjá hópnum sem vinnur við gris- jun í Skarfanesi á Landi hefur verið gripið til þess ráðs að sigla yfir Þjórsá á gúmmíbáti. Flesta morgna undanfarið hafa þeir farið siglandi í vinnuna með keðjusagir og annan búnað til skógarhöggs. Á þennan hátt spara þeir mikinn tíma og þrátt fyrir leiðindatíð hafa þeir getað siglt flesta daga síðustu vikur. Starfsstöð í Kyrrþey Starfsstöð þessa hóps skógar- manna er í Þjórsárdal og er köll- uð Kyrrþeyr. Ef báturinn væri ekki notaður væri stysta leið að fara yfir á stíflu Landsvirkjunar yfir að Ísakoti. Skarfanes liggur nokkuð afskekkt og væri um 35 kílómetra akstur þangað, að stórum hluta eftir grófum malar- vegi. Siglingaleiðin er um 2,5 kíló- metrar. Skarfanes hefur verið í eigu Skógræktar ríkisins síðan um 1940. Þar hefur vaxið upp grósku- mikill skógur, aðallega í Lamb- haga. Lönd sem áður voru örfoka á þessum slóðum hafa verið grædd upp í samvinnu við Land- græðslu ríkisins. Nánast hver einasta spýta er nýtt  Víða unnið við grisjun og að fella jólatré  Skógarmenn í Skarfanesi sigla í vinnuna Ljósmynd/Ingvar Örn Arnarson Skógarhögg Úr skóginum í Skarfanesi, en lönd sem áður voru örfoka hafa verið grædd upp. Ljósmynd/Ingvar Örn Arnarson Um borð Á leið í vinnu; Jóhannes H. Sigurðsson og Magnús F. Guðmundsson á leið yfir Þjórsá. Kyrrþeyr (Skógrækt ríkisins) Skarfanes Þjórsá Fo ss á Hjálparfoss Bjarnalón Þjófafoss Búrfell Landmannaleið Sigla í skóginn Leiðin yfir Þjórsá 2,5 km í loftlínu Bílleiðin 35 km, að stórum hluta grófur malarvegur Loftmyndir ehf. Bikarmót líkamsræktarmanna fór fram um helgina í Háskólabíói. Alls tóku 126 keppendur þátt og er það metþátttaka. Þær Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og Kristín Sveiney Baldursdóttir urðu heildarsigurvegarar í sínum flokkum, Aðalheiður í módelfitness og Kristín í fitness. Alls keppti 31 keppandi í fit- nessflokkum kvenna og 65 í módel- fitness. Sigurvegarar í fitness- flokkum kvenna urðu þær Una Margrét Heimisdóttir sem sigraði í unglingaflokki, Rósa Björg Guð- laugsdóttir sem sigraði í flokki 35 ára og eldri, Jóhanna Hildur Tómasdóttir sem sigraði í undir 163 cm flokki og Kristín Sveiney Baldursdóttir sem sigraði í yfir 163 cm flokki. Í heildar- keppninni í módelfitness mættust þær Magnea Gunnarsdóttir sem sigr- aði í unglingaflokki, Jara Sól Guð- jónsdóttir sem sigraði í undir 163 cm flokki, Margrét Gnarr sem sigraði í undir 168 cm flokki, Karen Lind Richardsdóttir sem sigraði í undir 171 cm flokki og Aðalheiður Ýr Ólafs- dóttir sem sigraði í yfir 171 cm flokki. Í fitness karla sigraði Gauti Már Rúnarsson en í vaxtarræktinni stóð Magnús Bess uppi sem sigurvegari. Mímir Nordquist sigraði í unglinga- flokki í fitness og Svavar Ingvarsson sigraði í unglingaflokki í vaxtarrækt. Magnús Bess vann sigur í heildar- keppninni í vaxtarrækt. Ljósmynd/Fitness.is Sigurstund Frá bikarmóti líkamsræktarmanna í Háskólabíói. Metþátttaka á bikar- móti í líkamsrækt Heill heimur af ævintýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.