Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 30

Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Við borðum kannski eitthvað gott eftir kvöldæfinguna, fjöl-skyldan,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari áAkureyri, sem verður 46 ára í dag. Hún segist ekki gera mik- ið með eigin afmæli, hugsi meira um afmæli barnanna. „Maður er orðinn svo gamall að þetta er ekki svo merkilegt lengur,“ segir af- mælisbarnið. Ragnheiður er í hópi helsta afreksfólks Íslendinga í íþróttum. Hún hætti sundkeppni eftir þátttöku í sínum öðrum Ólympíuleikum, í Barselóna árið 1992, og sneri sér að þjálfun. Lengst af var hún þjálfari í heimabænum, Akranesi, en flutti til Akureyrar fyrir ári og hóf störf hjá sundfélaginu Óðni. Þar vinnur hún uppbyggingarstarf. Iðkendum hefur fjölgað mik- ið og eru orðnir um 300 svo hún ætti að hafa góðan efnivið í hönd- unum. Hún segir að aðstaðan sé ófullnægjandi. Erfitt sé að æfa í úti- laugum yfir vetrartímann og sárlega vanti góða innilaug. Þá segir hún að ferðalög með sundfólk á mót séu erfið og kostnaðarsöm og það dragi úr þátttöku. Nefnir hún sem dæmi að óveður hafi sett all- ar samgöngur úr skorðum á fimmtudag, þegar halda átti með hóp á Íslandsmeistaramótið. Flugi var aflýst og vegurinn var lokaður þeg- ar haldið var af stað. Félagið fékk vanan bílstjóra sem tókst að koma hópnum suður. Komið var í bæinn klukkan tvö um nóttina og voru margir lúnir þegar byrjað var að keppa klukkan átta að morgni. Fjölskylda Ragnheiðar býr á Akranesi og eru það mestu við- brigðin að njóta minni samvista við hana. „Á móti er gott að hafa fjöllin og komast á skíði,“ segir Ragnheiður og viðurkennir að henni hafi farið mjög fram í skíðaíþróttinni. helgi@mbl.is Ragnheiður Runólfsdóttir 46 ára Ljósmynd/Þröstur Ernir Þjálfari Ragnheiður Runólfsdóttir reiknar ekki með miklu afmælis- haldi enda þarf alltaf að mæta á æfingar með sundfólkinu. Fer mikið fram í skíðaíþróttinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Eydís Una Grétars- dóttir, Lilja María Magnúsdóttir og Selma Dröfn Haraldsdóttir gengu í hús á Patreks- firði og sungu jólalög til styrktar Rauða kross- inum. Þær söfnuðu 3.400 krónum. Söfnun Hólmavík Íris Lilja fæddist 30. apríl kl. 22.56. Hún vó 3.835 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Alexandra Jenný Írisardóttir og Jóhannes Helgi Alfreðsson. Nýir borgarar Selfoss Ragnhildur Klara fæddist 24. febrúar. Hún vó 3.885 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Hermína Ír- is Helgadóttir og Jón Örn Albertsson. Á gúst fæddist á Seltjarn- arnesi og ólst þar upp og í Vesturbænum. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1983, las þýsku og bókmenntir við háskóla í Berlín og München 1984-86 og heim- speki við HÍ 1989-91. Ágúst var dagskrárgerðarmaður og dagskrárstjóri við símatorgsþjón- ustu Miðlunar frá 1990-95, var texta- gerðarmaður á kynningardeild Ís- lenska útvarpsfélagsins 1995-96, framkvæmdastjóri Veitunnar- nýmiðlunar, fyrirtækis í símatorgs- þjónustu 1996-2000, blaðamaður á Vísi.is 2000-2002, starfaði síðan sjálf- stætt við ritstörf, þýðingar og bækl- ingagerð fyrir Nýherja, blaða- mennskuverkefni fyrir tímaritið Lyfjatíðindi, var íþróttafréttamaður á Vísi.is, sem verktaki í hlutastarfi, starfaði í nokkur ár á Íslensku aug- Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur – 50 ára Fjölskyldan Ágúst Borgþór og Erla með börnunum sínum, Freyju og Kjartani. Hleypur, les og skrifar Heimalærdómur Ágúst er hér ungur að árum með móður sinni og Sæ- mundi, bróður sínum sem lést ungur. OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Efnalaug Garðabæjar ætlar að láta 30% af andvirði hreinsaðra gluggatjalda renna til mæðrastyrksnefndar í nóvember Komið tímanlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.