Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 20

Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Það er mánudagur! Fiskur í matinn? Bjóðum upp á glæsilegt úrval úr fiskborðinu okkar. Frábæru fiskibollurnar á aðeins 849 kr/kg. Kíktu við í dag, opið til 18:15 Stóriðja er þjóðinni mikilvæg rétt eins og þjóðin, landið og auð- lindir þess skapa stór- iðju forsendur til starf- semi á Íslandi. Án fólksins og nátt- úruauðlinda væri engin stóriðja. Um þetta þarf auðvitað ekki að karpa. Áliðnaður er mikilvæg- asta grein stóriðju. Þrjú fyrirtæki starfa í áliðnaði með liðlega 2.000 manns í vinnu; um 4.800 manns hafa framfæri sitt af áliðnaði. Á síðastliðnu ári nam álútflutningur 225 milljörðum króna. Öll álfyrirtækin vilja axla ábyrgð Mikilvægt er að álfyrirtækin axli ábyrgð. Alcoa Fjarðaál leggur „…megináherslu á að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sjálf- bært samfélag á Austurlandi“. Norð- urál segist hafa „….átt verðugan þátt í að efla búsetu í nærliggjandi sveitarfélögum. Stefna Norðuráls er að starfsfólk komi sem mest úr ná- grannabyggðum“. Rio Tinto Alcan segist virða lög og venjur og tryggja „…sanngjarna hlutdeild í ávinningi og tækifærum“. Í kjölfar hrunsins strengdi Rio Tinto þess heit að standa með íslensku samfélagi í erf- iðleikum þess. 70% af starfsemi Eimskips fyrir austan vegna Alcoa Í skýrslu, sem unnin var fyrir Al- þingi um áhrif álvers á Austurlandi, kemur fram að 70% af allri flutninga- starfsemi Eimskips á Austurlandi séu vegna Alcoa. Alls starfi um 70 manns hjá Eimskip á Austurlandi. Ál er um 40% af öllum vöruflutningi frá Íslandi. Það eru mörg hundruð störf í húfi við álútflutning. Hin gleymda stétt Það eru rúm 40 ár frá því álfram- leiðsla hófst á Íslandi. Margir sjó- menn fóru í land, réðu sig í vinnu í Straumsvík og lögðu sitt þunga lóð á vogarskálarnar við að byggja upp ál- verið í Straumsvík. Nú hefur það gerst að álverið í Straumsvík hefur gleymt íslenskum sjómönnum; nefn- ir ekki í fjölda- uppsögnum á dög- unum, að fyrir fjórum árum misstu 32 íslensk- ir sjómenn vinnu þegar Rio Tinto samdi við hentifánaútgerð um flutning á áli frá Straumsvík. Öll fallegu fyrirheitin um „sann- gjarna hlutdeild“ eru gleymd og grafin; jafn- vel þó íslenskt sam- félag gangi í gegn um mestu erfiðleika sína frá stofnun lýðveldis, jafnvel þó átta þúsund manns hafi flúið land frá hruni, jafnvel þó atvinnuleysi sé mest á Íslandi af öllum Norðurlönd- unum, jafnvel þó 12.600 hafi verið án vinnu á útmánuðum. Fyrirbærin Thor Shipping, NedNor og Boomsma Í fyrra samdi Rio Tinto um ál- flutninga við félag sem kallast Thor Shipping sem segist vera í samstarfi við félag sem heitir DSV-Air&Sea sem nefnir Maersk sem samstarfs- aðila. Þegar hins vegar kemur að flutningum fyrir Rio Tinto er allt fremur grátt og gamanið kárnar. Thor Shipping hefur samið við fé- lag sem heitir NedNor sem hefur samið við félag sem heitir Boomsma sem siglir undir hentifána með sjó- menn á smánarlaunum. Háseti á skipi Boomsma er með kr. 71.587 í mánaðarlaun fyrir 48 stunda vinnu- viku. Þrátt fyrir þetta hefur Rio Tinto ekki dregið yfirlýsingu sína til baka um að kjör sjómanna séu „sam- bærileg við kjör íslenskra áhafna“. Hvað hefur orðið um sannleikann í Straumsvík? Skip Boomsma, ms. Leah, lá fyrir nokkru í Hafnarfirði í rúman mánuð þar sem dallurinn var rústbarinn eft- ir vélarbilun í Straumsvík. Frétta- blaðið skýrði frá því að gauragangur hefði haldið vöku fyrir Hafnfirð- ingum, svo jafnvel hávaðinn frá skipi, sem var mulið í brotajárn, drukknaði í látunum frá ryðkláfinum ms. Leah. Alþjóðaflutningaverkamanna- sambandið, ITF, hefur þurft að hafa afskipti af Boomsma. Ég, sem fulltrúi ITF, varð að fara með hand- arbrotinn sjómann af ms. Leah á sjúkrahús eftir að útgerðin neitaði honum um læknismeðferð. Íslensk- um læknum blöskraði meðhöndlunin sem maðurinn fékk í Hollandi hjá einhverjum skottulækni. ITF varð að borga sjúkrahúsreikninginn hér á landi. Samfélagsleg ábyrgð? Virðing? Auðvitað er þessi myrka veröld í hróplegu ósamræmi við fögur fyr- irheit álversins í Straumsvík. Thor Shipping nefnir ekki þessa gráu, skuggalegu veröld á heimasíðu sinni. Hvað þarf að fela? Siglingar og öryggi þjóðarinnar Siglingar hafa frá örófi alda verið íslenskri þjóð lífsnauðsyn. Þjóðin missti sjálfstæði eftir að hafa misst skip sín. Þegar þjóðin fékk heima- stjórn lét hún verða það sitt fyrsta verk að stofna skipafélag til þess að tryggja siglingar til og frá landinu. Álútflutningur er einn af horn- steinum siglinga til og frá landinu. Það er mikilvægt að standa vörð um siglingar íslenskra skipa. Það er spurning um öryggi íslenskrar þjóð- ar, rétt eins og landbúnaður tryggir fæðuöryggi. Auðvitað getur hættuástand skap- ast á hafinu, líkt og í tveimur heims- styrjöldum þegar íslenskir sjómenn lögðu sig í lífshættu við að færa varn- inginn heim, margir fórnuðu lífi sínu. Á þriðja hundrað sjómenn fórust í síðari heimsstyrjöldinni. Það verður enginn friður um áliðn- að sem ekki axlar siðferðilega ábyrgð heldur notast við gráa ryð- kláfa með sjómenn á smánarlaunum og synjar slösuðum um læknisþjón- ustu. Sjómenn munu ekki taka því með þegjandi þögninni. Stjórnvöld eiga að grípa í taumana enda varðar málið alla Íslendinga. Siðferðileg ábyrgð stóriðju Eftir Jónas Garðarsson » Thor Shipping hefur samið við félag sem heitir NedNor sem hef- ur samið við félag sem heitir Boomsma sem siglir undir hentifána með sjómenn á smánar- launum. Jónas Garðarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands. Enn halda for- svarsmenn SagaMe- dica áfram að stagl- ast á því í söluáróðri sínum að virkni „fæðubótar“- taflnanna SagaPro gegn tíðum þvaglát- um hafi verið staðfest í klínískri rannsókn, sem birt var nýlega í grein þeirra um þetta efni í Scand. J. Urol. Nephrol. Þeir hafa líka m.a. talað um „farsa“, „geymt en ekki gleymt“ og líkt sér við Louis Pasteur gagnvart þeim, sem ekki hafa viljað kokgleypa fullyrðingar þeirra um að varan „svínvirki“. Kostnaðurinn við rann- sóknina var um 30 milljónir kr. og drjúgur hluti hans var fjármagn- aður úr vösum skattgreiðenda. Eins og áður hefur verið bent á (SagaPro – Náttúrumeðal eða della. Fréttablaðið 10/7/2012) var niðurstaða rannsóknarinnar sú að í heildina tekið var enginn töl- fræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (pla- cebo). Þetta getur hver sem er sannreynt með því að lesa grein- ina, sem er í opnum aðgangi frá http://informahealthcare.com/toc/ uro/0/0. Greinarhöfundar segja að ekki sé nákvæmlega vitað hvernig Sa- gaPro „virki“ en benda þó á meinta tilvist flavónóíðsins ís- ókversítríns (isoquercitrin) í æti- hvönn (SagaPro er unnið úr henni), sem hafi hugsanlega slak- andi áhrif á sléttu vöðvana í þvag- blöðrunni. Þessi tilgáta gengur þvert á þá vitneskju að ísókversítr- ín hefur þvagræsandi áhrif (Gasp- arotto, J.A. et al. J. Ethnopharma- col. 134(2), 210-215 (2011)). Samkvæmt þessu ætti SagaPro að auka tíðni þagláta en ekki öfugt. Ísókversítrín hefur verið þekkt í rúmlega 100 ár (fyrst einangrað 1909) og hefur verið heilmikið rannsakað en það er ekki að finna í neinum skráðum lyfjum, hvorki í Bandaríkjunum, Englandi (UK), Þýzkalandi né á Íslandi. Þetta sýn- ir að efnið hefur að öllum líkindum enga þýðingu í nútíma lyfja- eða læknisfræði. Plönturnar búa til ótrúlegan fjölbreytileika af efnum, sem einatt eru með mjög flókna byggingu og sem samtengiaðferðir (synthetic methods) eiga oft fullt í fangi með að keppa við. Um 25-30% lyfja á Vesturlöndum eru talin eiga rætur að rekja til náttúruefna, beint eða óbeint. Því miður hefur þó áherzla hinna rannsakandi lyfjafyrirtækja á að leita að nýjum náttúruefnum farið minnkandi á síðari árum og er vonandi að þessi þróun snúist við sem fyrst. Þó ætihvönn eigi sér að ýmsu leyti áhugaverða sögu (en að hluta til æði þjóðsagnakennda) frá miðöldum er fátt sem bendir til þess að í henni séu mikilvirk efni er nýta mætti til lækninga. (Fúró) kúmarínarnir í henni, sem sumir hverjir (t.d. imperatórín og xantó- toxín) virka m.a. kannski svolítið gegn frumubreytingum í tilrauna- glösum, eru almennt taldir vera of varasamir (jafnvel krabbameins- vakar, sjá t.d. Funda- mentals of Pharma- cognosy and Phytotherapy, Churc- hill Livingstone, 2012, bls. 74) til þess að hægt sé að nota þá til lækninga í lyfjum til inntöku. Bæði impera- tórín og xantótoxín eru gamalþekkt efni (frá 1933 og 1911) og hafa verið mikið rann- sökuð, ekki sízt eitur- efnafræðilega. Hvorugt þeirra er notað í nein skráð lyf, hvorki í Bandaríkjunum, Englandi (UK), Þýzkalandi né á Íslandi þannig að þau hafa ekki reynst koma að gagni í nútímalækningum. Nærri allar plöntur innihalda flavónóíða (eins og ísókversítrín, sem minnst hefur verið á hér að framan), en þessi efnaflokkur er yfirleitt með sundurleita og fremur litla líf- virkni. Til dæmis má nefna, að rút- ín (náskylt ísókversítríni og sem reynt hefur verið að nota sem æðaverndandi efni með takmörk- uðum árangri, t.d. gegn gylliniæð) er yfirleitt gefið í 250-500 mg skömmtum. Þar sem ekki er vitað hvaða efni orsaka(r) „virkni“ SagaPro er auð- vitað ekki hægt að gera styrk- leikaákvarðanir eða óhreinindapróf á töflunum af neinu viti. Ákvörðun geymsluþols (fyrningar) á þeim verður þá líka byggð á sandi. Tæknilega séð eru töflurnar stór- ar, hrufóttar, með skörðótta kanta (ljótar) og brothættar – sumar þeirra molna í sundur við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkning- unum. Lyfjafræðilega má segja að þær beri öll merki viðvanings- háttar. Skammturinn sem gefinn var þátttakendum í klínísku rannsókn- inni var 2 töflur á dag. Miðað við þennan skammt og að 40 töflur kosta 2.190 kr. frá framleiðanda kostar „meðferð“ með SagaPro um 30.000 kr. á ári. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er eftir sem áður þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðru- hálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vís- indalega sannaða virkni og kosta sjúklinginn miklu minna en „með- ferð“ með SagaPro. Sömuleiðis er völ á einföldum og þrautreyndum skurðaðgerðum. Sem aðdáandi náttúruefnafræð- innar hefði ég fagnað því ef klínísk rannsókn SagaMedica á gagnsemi SagaPro gegn tíðum þvaglátum hefði sýnt fram á ótvíræða já- kvæða niðurstöðu. Sú varð ekki raunin og þetta verða menn að sætta sig við í stað þess að reyna að snúa út úr útkomunni sér í hag. SagaPro – Náttúru- meðal eða della II Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson »Um 25-30% lyfja á Vesturlöndum eru talin eiga rætur að rekja til náttúruefna, beint eða óbeint. Höfundur er lyfjafr., PhD í náttúruefnafr. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.