Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hún hefur í rauninni ekki gefið okkur neinar skýringar á því hvers vegna hún yfirgaf Á-listann og gekk til samstarfs með Sjálfstæð- isflokknum,“ segir Guðfinna Þor- valdsdóttir, oddviti Á-lista í sveit- arstjórn Rangárþings ytra, eftir að Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir yf- irgaf flokkinn, sem var einn í meirihluta, og myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Fáránlegar ásakanir Margrét segir að trúnaðarbrest- ur hafi leitt til þess að hún hafi ekki getað unað sér í Á-lista. ,,Þetta er uppsöfnuð kergja. Við oddvitinn náðum ekki að vinna saman. Hún [Guðfinna] vinnur hluti á bak við mann og það fær enginn annar að vita af því. Oft var gengið framhjá okkur hinum bæj- arfulltrúunum. Ég hafði oft orð á þessu. Öllum sem höfðu skoðanir var ýtt frá og hún hafði engan með í ráðum. Ég fékk ekki tækifæri til að koma mínum málum að. Hún var með einræðistilburði,“ segir Margrét. Guðfinna kom af fjöllum þegar þessi orð voru undir hana borin. ,,Þetta eru eftiráútskýringar og eru algjörlega fáránlegar ásakanir. Hún var formaður hreppsráðs. Hreppsráð hefur fullnaðarvald til afgreiðslu mála í þrjá mánuði á sumrin. Hún hefði getað notað þann vettvang til þess að koma þeim málum sem hún vildi í gegn,“ segir Guðfinna sem sjálf situr ekki í hreppsráði. Allt logandi vegna uppsagnar Guðfinna segir að mikil særindi hafi komið upp í sveitarfélaginu eftir að Gunnsteini R. Ómarssyni, fráfarandi sveitarstjóra, var gert að hætta. ,,Hans starf hefur verið óaðfinnanlegt. Bæði D-listi og Á- listi stóðu að baki hans ráðningu. Það er allt logandi í samfélaginu út af uppsögn hans. Nú er ráðinn nýr sveitarstjóri, með tilheyrandi kostnaði, sem ekki hefur jafn góða menntun. Jafnframt er hann ráð- inn án auglýsingar,“ segir Guð- finna. Í stað Gunnsteins var Drífa Hjartardóttir ráðin sveitarstjóri. Margrét Ýrr segir að hún hafi ekki viljað nýjan bæjarstjóra. Það hafi verið að kröfu sjálfstæðismanna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson er oddviti Sjálfstæðisflokks í Rangárþingi ytra. „Það var ekki trúnaður og traust á milli D- listans og hans [Gunnsteins]. Traustið minnkaði eftir því sem á leið og hann var ekki okkar kandí- dat í embættið. Við áttum ekki samleið með honum. Ég vil ekki fara út í það nánar,“ segir Guð- mundur spurður út í málið. Drífa Hjartardóttir er ekki viss um það hvort meirihlutinn var sprunginn áður en haft var sam- band við hana um að setjast í sveitarstjóraembættið. „Ég get ekki sagt til um það hvort meiri- hlutinn var sprunginn,“ segir Drífa. Hún var í stjórn hjúkrunar- heimilisins Lundar fyrir hönd Á- lista áður en upp úr samstarfinu slitnaði. „Margrét bað mig á sínum tíma að sitja áfram, en ég var búin að vera stjórnarformaður í nærri 20 ár. Þegar komið var að máli við mig um að taka að mér sveit- arstjóraembættið, þá ræddi ég strax við Guðfinnu og fór ekki á bak við hana,“ segir Drífa. Segir einræðis- tilburði ástæðuna  Samfélagið í Rangárþingi ytra „logar“ eftir myndun nýs meirihluta  Nýr sveitarstjóri ráðinn án auglýsingar gegnum mbl.is að búið væri að ráða nýjan sveitarstjóra,“ segir Gunnsteinn. „Ég lét þau vita á bæjarstjórnar- fundi síðastliðinn mánudag að slík vinnubrögð ættu ekki að líðast. Meirihlutinn þarf að nálgast sitt starfsfólk, hvort sem það er á nei- kvæðan eða jákvæðan hátt, og láta það vita hvað honum er í huga,“ segir Gunnsteinn. Hann segist ekki átta sig á því hvaða hagsmunir séu á bak við uppsögn hans. „Það er engar efnislegar ástæður sem finna má. Þetta er óréttlæti, það er ekkert annað um þetta að segja“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn R. Ómarsson er fráfar- andi sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Hann var ráðinn eftir að aug- lýst var í starfið og átti því að vera ópólitískur fulltrúi. Engu að síður hefur nýr meirihluti ákveðið að ráða nýjan sveitarstjóra. „Ég lít á þetta sem aðför að mínum starfs- heiðri. Sjálfstæðismenn hafa aldr- ei komið að máli við mig. Það eina sem mér dettur í hug er að sjálf- stæðismenn hafi viljað munstra mig við meirihlutann og þess vegna hafi nýr sveitarstjóri verið fenginn inn,“ segir Gunnsteinn. „Það er ekki einu sinni búið að segja mér upp. Ég frétti það í „Óréttlæti“ þar sem engar efnislegar ástæður liggi fyrir GUNNSTEINN R. ÓMARSSON LÆTUR ÓSÁTTUR AF STÖRFUM Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Hella Eitt sveitarfélaganna sem mynda Rangárþing ytra er Hella. Samtals búa 1.545 íbúar í Rangárþingi ytra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.