Morgunblaðið - 19.11.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.11.2012, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Stuð vors lands Fólk á öllum aldri sótti bókamessu um nýliðna helgi í Ráðhúsi Reykjavíkur en Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stóðu fyrir messunni. Árni Sæberg Hér á landi hafa verið starfandi fjöl- brautaskólar við hlið bekkjaskóla í meira en 30 ár og hefur umfang þeirra vaxið á þeim tíma. Áfangakerfið sem þessir skólar starfa eftir og tugþús- undir íslendinga hafa kynnst hefur í meg- inatriðum haldist lítt breytt frá byrjun. Það er orðið tímabært að skoða reynsl- una af kerfinu og horfa þá ekki ein- göngu til þess sem vel hefur gengið heldur frekar til galla kerfisins og hvaða úrbóta sé þörf. Megingalli kerfisins er lítil afköst og ber þar hæst þá staðreynd að ekki er tekið mið af námsárangri. Það er að hver áfangi gefur nem- endum þrjár einingar af 140 til- skildum án tillits til einkunnar og dugar einkunnin fimm til að ljúka áfanga. Það er 45% árangur og get- ur ekki talist viðunandi. Það er meginmunur á nemanda sem hefur stundað námið vel og náð átta í ein- kunn, það er 75% árangri eða meira og þeim sem hefur lægri. Ég hef fullan skilning á því viðhorfi nem- enda að vera ekki að leggja á sig meira en þarf. Setningin sem oft heyrist: „þarf ég nokkuð að kunna þetta til að ná“ er hætt að hneyksla mig. Það er mannlegt að leitast við að hafa sem minnst fyrir hlutunum. Augljóst er að nem- andi sem hefur lokið þremur áföngum í fagi með 75% árangri eða meira er mun betur að sér en hinn sem ef til vill hefur klárað fjóra til fimm áfanga með minni. Þennan stóra galla má laga strax á einfaldan hátt með því að þeir sem næðu ein- kunnum á bilinu átta til tíu fengju fjórar einingar fyrir áfanga í staðinn fyrir þrjár. Þessar viðbótareiningar myndu bæði stuðla að meiri námsvilja og gætu stytt skólagöngu nemenda um hálfa önn eða meira og aukið þannig afköst. Að þessum höfuðgalla frá- töldum vil ég minnast á nokkur önnur atriði sem einnig stuðla að sama marki. Fyrst vil ég nefna skólatímann. Núna byrja skólar um 20. ágúst og kennt er til 1. desember. Þá tekur við próftími og með vaxandi notkun svokallaðs símats taka mjög margir nemendur fá próf í fyrstu viku des- ember og eru síðan í fríi allt fram til 7. janúar. Það er heill mánuður. Kennsla mætti frekar hefjast í byrjun september og kennt yrði til 10. desember. Próf mega vel vera tvö á dag. Ekki á að vera nein þörf á upplestrarfríi eftir aðeins þrjá mán- uði í skóla. Einkunnir sjá nemendur hvort eð er á netinu í dag og prófa- sýningin, sem er mjög gagnleg, má vel fara fram í byrjun vorannar. Á vorönn er apríl einkum áber- andi með sína mörgu frídaga og sundurslitnu kennslu. Páskafrí þarf ekki lengur að miðast við hestaferð- ir heim á afskekkta sveitabæi. Til að árangur náist sem bestur þarf samfelldni í kennslu að vera sem mest má. Starfi skólanna, öðru en beinni kennslu, ætti að safna á mjög fáa daga og ekki ætti að stunda slíkt með því að kalla nemendur úr kennslutímum og skilja hluta eftir í tíma. Mikilvægt er að tryggja sam- felldni í einstökum fögum en oft slitnar nám í sundur í fagi í eina til tvær annir og er þá oft miklum tíma varið í upprifjun á námsefni fyrri áfanga, tíma sem betur væri varið í annað. Þá er að nefna lengd skóla- dags og kennslustunda. Mjög fáir ráða við að halda einbeitingu í námi lengur en 40-50 mínútur í einu og flestir eru einnig orðnir dofnir eftir þrjú á daginn. Þó að langir kennslu- tímar henti vel í vissum fögum má ekki láta meðalreglu gilda. Hér verður að laga kerfið að nemend- unum en ekki öfugt! Hvað á að kenna í framhalds- skóla? Hér skal tæpt á nokkrum at- riðum. Kenna á bæði íslensku og ensku en tvö tungumál til viðbótar hljóta að orka tvímælis. Fáir ráða við að hafa gott vald á fleirum en tveimur málum. Hér er ekki lagt til að draga mikið úr málakennslu en 2x12 ein- ingar í tveimur viðbótarmálum skila sér mun verr en 1x24 einingar í einu. Í stærðfræði hefur seinustu árin orðið sú óheillaþróun að á fé- lagsfræðibrautum hefur almenn stærðfræði (363-463) verið valfag sem fáir velja og hefur hún því dott- ið út í flestum ef ekki öllum skólum. Þetta þýðir að fjöldi stúdenta hefur í raun strax á 17. ári lokað fyrir þann möguleika að fara síðar meir í framhaldsnám í tækni- eða raun- greinum, þar sem mest þörf er á menntuðu mannafli. Í raungreinum má nefna eðlis- fræði, efnafræði og fleiri. Í reynd hefur eðlisfræði verið á undanhaldi en engin grein er betur fallin til að kenna hagnýtingu stærðfræðinnar. Hvað skal kenna í háskóla og hvað í framhaldsskólum? Það væri gagnlegt að háskólar svöruðu þeirri spurningu. Það væri eins eðlilegt og að grunnskólinn færi að leita til framhaldskólanna um hverju væri ábótavant í fræðslu þar. Um það geta framhaldsskólarnir best dæmt. Nú er boðið upp á „nám“ í fögum sem víðast eru háskólagreinar. Má því ekki spyrja hvort til standi að stytta háskólanámið? Nær væri að stíga skref til styttingar undirbún- ings fyrir háskólanám. Oft er talað um að hver eigi að fá að læra það sem hugur hans stend- ur til en reyndin er sú að þeir fáu nemendur sem telja sig stefna að ákveðnu háskólanámi hafa oftast skipt um skoðun við innritun í há- skóla og neyðast þar til að velja sér greinar sem undirbúningur þeirra leyfir. Breytum því framhalds- skólum í almennan undirbúning svo leiðum sé ekki lokað við 17 ára ald- ur. Hvað er helst til úrbóta? Fækka verður valmöguleikum því val má ekki dreifast svo mjög að ekki náist lágmarksþátttaka í áföngum og þeir því felldir niður. Nemendur spyrja oft á valdegi í hvaða áföngum sé minnst fall því þangað vilji þeir. Meginfjöldinn fylgir lögmálum vatnsins að renna eftir lægðunum. Gæta þarf þess að kröfur um námsárangur séu sem jafnastar milli faga. Ég hef heyrt reynda kennara segja að íslenska skólakerfið sé ónýtt! Svo mikið vil ég ekki segja en ljóst er að úrbóta er þörf og þá þarf að huga að grunnatriðum en ekki fallega orðuðum námsskrám. Það skal tekið fram að þessi skrif mið- ast við meginþorra nemenda en vitaskuld ekki alla. Eftir Skúla Halldórsson »Ég hef heyrt reynda kennara segja að ís- lenska skólakerfið sé ónýtt! Svo mikið vil ég ekki segja en ljóst er að úrbóta er þörf og þá þarf að huga að grunn- atriðum en ekki fallega orðuðum námsskrám. Skúli Halldórsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Hugleiðingar um framhaldsskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.