Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum - einnig „ósýnileg“ ATH! Myndin sýnir tækin í raunstærð Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza- svæðinu héldu áfram um helgina og að sögn talsmanns ísraleska hersins, IDF, voru gerðar loftárásir á 50 skot- mörk í gær. Skotmörk Ísraela voru m.a. vopnageymslur hryðjuverka- samtaka á Gazasvæðinu, æfingabúðir og neðanjarðargöng sem hryðju- verkamenn nota til að smygla vopn- um inn á svæðið. Hernaðaraðgerð Ísraels sem nefnist Operation Pillar of Defense hófst fyrir rúmri viku og hefur flug- og landher Ísraels gert árásir á meira en 1.000 skotmörk sem talin eru tengjast starfsemi hryðju- verkasamtaka í Palestínu. Aðgerðir Ísraels koma í kjölfar aukinna eldflaugaárása hryðjuverka- samtaka á Gazasvæðinu en bara í síð- ustu viku var 850 eldflaugum skotið frá Gaza yfir á byggðir í Ísrael sam- kvæmt upplýsingum frá varnarmála- ráðuneyti Ísraels. Samkvæmt frétt BBC hefur reynt verulega á eldflaugavarnarkerfi Ís- raels sem nefnist Iron Dome en það er talið geta skotið niður um 90% allra eldflauga sem skotið er frá Gazasvæðinu yfir á Ísrael. Eld- flaugavarnarkerfið og hernaðarað- gerðir eru liður í að tryggja öryggi al- mennra borgara í Ísrael að sögn talsmans IDF. Palestínumenn hafa gagnrýnt að- gerðir Ísraela harðlega og segja þær ekki í neinu samhengi við eldflauga- árásir hryðjuverkasamtaka á Ísrael. „Sprengjan sem jafnaði við jörðu höf- uðstöðvar Ismails Haniyeh, forsætis- ráðherra Gazasvæðisins, var það öfl- ug að gluggar brotnuðu og þakplötur hrundu af húsum allt í kring,“ segir Mohamed Abdullah en hann býr í ná- grenni við fyrrverandi höfuðstöðvar Ismails Haniyeh. „Við erum sökuð um að skjóta eldflaugum á Ísrael en það er í engu samhengi við loftárásir þeirra og eyðilegginguna sem þær hafa í för með sér.“ Frá því hernaðaraðgerðir Ísraels hófust hafa 50 látið lífið og 400 særst í árásunum. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, segir loftárásir Ísraels réttlæt- anlegar. „Ekkert ríki í heiminum myndi líða það að skotið væri eld- flaugum inn fyrir landamæri þess. Ég styð að fullu rétt Ísraels í viðleitni sinni að verja sig og borgara sína,“ sagði forsetinn, spurður um málið á blaðamannafundi í Bangkok í Taí- landi í gær. Obama segir Hamas- samtökin bera ábyrgð á ástandinu. „Eldflaugaárásir Hamas-samtak- anna eru upptök þessara átaka og langtímafriður mun ekki nást á svæð- inu nema Hamas-samtökin hætti öll- um eldflaugaárásum á Ísrael. Aðgerðir á Gazasvæðinu halda áfram  Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir árásir Ísraela réttlætanlegar  Hátt í 50 Palestínu- menn hafa látið lífið í aðgerðum Ísraela  850 eldflaugum skotið frá Gaza á Ísrael AFP Sprengingar Ísraelar héldu áfram sókn sinni á Gazasvæðinu um helgina og gerðu árásir á 50 skotmörk sem talin eru tengjast hryðjuverkastarfsemi. Hernaður á Gaza » Hryðjuverkasamtök í Pale- stínu hafa skotið 850 eldflaug- um á Ísrael frá því á þriðjudag. » Ísraelar hafa sprengt upp meira en 1.000 skotmörk sem talin eru tengjast hryðjuverka- starfsemi Hamas. » Eldflaugavarnarkerfi Ísraels sem tekið var í notkun árið 2011 hefur skotið niður um 90% allra flauga frá Gaza. » Friður á Gazasvæðinu er háð- ur vilja Hamas til að hætta eld- flaugaárásum á Ísrael að sögn Obama. Ríkisstjórn Frakklands hefur lagt fram drög um rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband. Töluverð mótmæli hafa brotist út í borgum eins og Lyon. Þá hefur kaþólska kirkjan lagst harð- lega gegn hjónabandi samkynhneigðra í landinu. Lögin eru þó í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað víða á Vesturlöndum, s.s. á Íslandi og núna nýlega í fjórum ríkjum Bandaríkjanna þar sem samkynhneigðir geta gift sig. AFP Frakkar mótmæla hjónabandi samkynhneigðra Réttur einstaklinga til að velja eigið sambúðarform Meirihluti breskra kjósenda eða 56% vill segja skilið við Evrópusam- bandið fengju þeir að kjósa um það í dag í þjóð- aratkvæða- greiðslu. Frá þessu sagði breska sunnu- dagsblaðið Observer. Meirihluti er fyrir úrsögn hjá bæði kjósendum Verkamannaflokksins og Íhalds- flokksins. BRETLAND Bretar vilja ganga úr Evrópusambandinu Meirihluti Breta vill úr ESB. Í fyrstu opinberu heimsókn sinni eftir endurkjör mun Barack Obama heim- sækja Búrma, fyrstur forseta Bandaríkjanna. Þar mun hann m.a. standa við hlið baráttukon- unnar og nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi við húsið þar sem hún dvaldi í um tvo áratugi í stofufangelsi. BANDARÍKIN Söguleg heimsókn til Búrma Barack Obama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.