Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 25
hún var orðin svo fín. Það var líka æðislegt að vera með ömmu sem fannst súkkulaði svo gott að við þurftum alltaf að fá okkur smá bita þegar við vorum í heim- sókn. Við munum eftir Guðrúnu ömmu sem syngjandi konu sem alltaf brosti og var glöð þegar við hittum hana. Það skipti aldrei máli hvernig skapi við vorum í þegar við komum í heimsókn, því að amma var alltaf í svo góðu skapi að við komumst strax í gott skap líka. Við kynntumst langömmu eft- ir að hún veiktist, en hún var samt æðisleg kona. Það var gam- an að heyra allar skemmtilegu sögurnar um hana langömmu og við vildum óska að við hefðum þekkt hana áður en hún veiktist. En þrátt fyrir veikindin var hún samt æðisleg kona og alltaf hress. Takk fyrir allar góðar stundir, elsku langamma okkar. Brynhildur Sól og Elínborg Dís Eddudætur. Sumar manneskjur eru þeim eðliseinkennum gæddar að um þær lykur smitandi gleðistraum- ur, sem breytir sút í kæti, hryggð í bros. Fátt auðveldar líf- ið meir en hláturmildi og létt lund. Guðrún systur mín var rík af þessum gæfulegu eiginleikum. Það var heilsusamlegt að vera í návist hennar. Hlátur hennar var svo einlægur, bjartur og glaðvær að við systkinin gátum ekki annað en tekið undir. Ég, sem ekki var sérlega hláturmild- ur, lærði að hlæja af Gunnu og þótt ég síðar glataði því niður að hluta skaut því alltaf upp koll- inum á ný. Þá varð mér hugsað til elstu systur minnar. Þó átti Guðrún systir mín ekk- ert sérlega auðvelda ævi; hún dansaði aldrei á rósum. Milli tektar og tvítugs fór hún að vinna fyrir sér, fór síðan að heiman frá Húsavík, suður til frekari vinnu. Hún fór með tvær hendur tómar, átti ekkert nema góðar óskir að heiman og sína léttu lund. Á þessum árum heyrði það frekar til undantekn- inga en hitt, að ungar stúlkur færu í framhaldsnám eftir að hafa lokið gagnfræðanámi. Kom þar hvort tveggja til tíðarandi og féleysi. Guðrún systir mín gerði það ekki heldur. Hún saknaði þess alla sína ævi að hafa fengið tækifæri til þess. Seinna lærði hún vélritun og ritvinnslu. Það gerði henni kleift að fá sér þá at- vinnu sem henni fannst gaman að. Síðan tóku við barneignir, heimilisstörf og sár skilnaður. Hún var íslensk alþýðukona sem deildi svipuðum örlögum og svo margar kynsystur hennar á þessum tíma. Lífið var vinna bæði úti og á heimili. Þessar konur fengu sjaldnast þakklæti fyrir störf sín og það sem þær lögðu af mörk- um. Þetta voru hljóðlát störf sem ekki var sagt frá á fremstu síðum dagblaða. Á síðasta hluti ævinnar lifði hún við ólæknandi sjúkdóm. Sú viðureign stóð í um tíu ár og tap- aðist eins og búast mátti við. Undir lokin var skynjun hennar svo grátt leikin, að hún þekkti mig ekki. Það þurfti þó ekki meira til en minnast á mömmu til að kalla fram bros á andliti henn- ar. Þá fannst mér hún aftur þekkja mig. Mamma var töfra- orð sem hún þekkti alltaf. Mér hlýnaði einnig um hjartarætur. Ég mun sakna Guðrúnar syst- ur minnar. Þegar ég lenti í erf- iðleikum og þurfti á aðstoð að halda var hún boðin og búin að rétta mér hjálparhönd. Væri ég hnugginn þá breytti bros hennar og hlátur drunga í birtu. En nú skilur leiðir. Ég kveð hana og þakka samfylgd, ást og um- hyggju í marga áratugi. Þröstur Ólafsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 ✝ Friðjón Jóns-son fæddist 26. október 1931 á Efra-Hóli í Stað- arsveit á Snæfells- nesi. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 7. nóvember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Una Kjartansdóttir, f. 19.5. 1895, d. 20.10. 1973, og Jón Kristjánsson, f. 24.2. 1899, d. 27.6. 1959, bændur á Efra-Hóli í Staðarsveit. Einka- bróðir Friðjóns var Kristmann Jónsson, f. 28.11. 1933, d. 17.10. 1997. Eftirlifandi eiginkona Frið- jóns er Hanna Olgeirsdóttir, f. 5.3. 1939, frá Fagurhóli í Ólafs- vík. Þau gengu í hjónaband 15. september 1957 og áttu því 55 ára brúðkaupsafmæli í sept- ember sl. Barn Friðjóns: Elísa Anna, f. 6.3. 1955, gift Her- manni Breiðfjörð Jóhannessyni. Börn þeirra: a) Friðjón Fannar, f. 1975, b) Hermann Hannes, f. 1981, c) Hjörvar, f. 1987. Barns- móðir Auður Jónasdóttir, f. 31.12. 1934, frá Neðri-Hóli í Staðarsveit. Börn Friðjóns og Hönnu eru: 1) María Lóa, f. 21.6. 1960, gift Gunnari Sigurfinns- syni. Börn Maríu Lóu og Svein- björns Ragnarssonar: a) Hákon Ingi, f. 1979, maki Arna Eyjólfs- dóttir. Fyrir átti Hákon soninn Kára, f. 2008. b) Íris Ösp, f. Hanna Sophia, f. 2006, og Stefán Unnar, f. 2011. Friðjón vann á Efra Hóli við bústörf með foreldrum sínum en fór ungur á vertíð í Ólafsvík. Þá hóf hann að vinna á jarðýtu hjá Ræktunarsambandinu bæði í vegagerð og í nýræktunarverk- fnum. Friðjón og Hanna trúlof- uðu sig 1956, hún þá nýorðin 17 ára. Þau byrjuðu búskap í Borg- arnesi en byggðu sér nýbýli frá Efra Hóli árið 1957 og skírðu jörðina Lindarbrekku þar sem þau stunduðu búskap til ársins 1979. Friðjón var þúsundþjala- smiður og sinnti ýmsum störfum samhliða bústörfunum. Hann hann var snillingur í bíla- viðgerðum, átti og rak vörubíl í nokkur ár, sinnti skólaakstri í Staðarsveit. Hann gat sinnt störfum múrara, pípara, húsa- smiðs og trésmiðs, hann snittaði og bjó til hluti eftir því sem þurfti hverju sinni. Árið 1979 ákváðu þau að bregða búi og flytja norður á Sauðárkrók. Þar fékk hann vinnu hjá bygging- arfélaginu Hlyn og vann þar í fjölda ára. Þar gafst honum kostur á að taka sveinspróf í tré- smíði. Síðar fór hann að vinna hjá Steypustöð Skagafjarðar og var þar til rúmlega 70 ára ald- urs. Fyrir tveimur árum fluttu þau hjónin í Mosfellsbæinn, þá var Friðjón orðinn veikur af Alzheimers, hann dvaldi síðar á Hjúkrunarheimilnu Skógarbæ til dauðadags. Útför Friðjóns fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 19. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 11. 1981, gift Friðriki Arilíussyni. Börn þeirra eru Adam Baltasar, f. 2008, og Emil Víkingur, f. 2011. Fyrir átti Íris dótturina Söru Lind, f. 2000. Stjúp- dætur Írisar eru Dagbjört Guðný Friðriksdóttir, f. 1996, og Sesselja Friðriksdóttir, f. 1997. d) Davíð Hannes, f. 1990, maki Kolbrún Ösp Valdimars- dóttir. Stjúpbörn Maríu Lóu eru Sveinn Guðni Gunnarsson, f. 1975, kvæntur Sigríði Björk Einarsdóttur, þau eiga tvo syni, Sólon Birki, f. 1997, og Sölva Frey, f. 2006, Ólafur Ingi Gunn- arsson, f. 1985, á soninn Ríkarð Leó, f. 2008, Ómar Logi Gunn- arsson, f. 1987, og Ester Petra Gunnarsdóttir, f. 1991, gift Jak- obi Daníel Magnússyni. 2) Jón Unnar, f. 15.1. 1964, maki Hulda Vilhjálmsdóttir. Dætur þeirra eru Andrea Lind, f. 1994, og Alexandra Dögg, f. 1998. 3) Heiða Björg, f. 15.6. 1967. 4) Linda Kristín, f. 17.11. 1975, maki Björn Magnús Tómasson. Synir þeirra eru Tómas Orri, f. 2010, og Ari Björn, f. 2012. Dæt- ur Lindu Kristínar og Sveins Brynjars Pálmasonar eru Iðunn Lilja, f. 1998, og Áróra Sjöfn og Freydís Eir, f. 2002. 5) Linda El- ínborg, f. 17.11. 1975, gift Vikt- ori Péturssyni. Börn þeirra eru Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli, þolinmæði við hluti sem taka tíma, þakklæti fyrir það sem ég hef, viðþol við ströggli annarra, frelsi til að lifa án tak- markana fortíðar minnar, hæfileika til að þekkja ást þína til mín og ást mína til annarra og kraft til að standa upp og reyna aftur þó það virðist vonlaust. (Æðruleysisbænin.) Þessi fallega bæn finnst mér svo lýsandi fyrir marga eiginleika sem pabbi kenndi mér. Hann kenndi mér æðruleysi, þolinmæði og þrautseigju. Hann kenndi mér að dæma fólk ekki fyr- irfram, alltaf að gefa hverjum ein- staklingi tækifæri, hann gaf mér ást og umhyggju og til hans gat ég alltaf leitað. Ég var Lóan hans og þegar hann kallaði á mig var það alltaf „Lóa mín“ í svo hlýjum tón. Það var mér mikils virði að vera með pabba síðustu dagana og fylgja honum andartökin milli heimanna tveggja. Í hjartanu er þakklæti og friður. Hvíl í friði, pabbi minn. María Lóa. Góðhjartaðari, þolinmóðari og yndislegri manneskju en hann pabba minn er erfitt að finna. Pabba sem kenndi mér svo margt, gaf mér svo margar innilegar stundir og gerði mig að þeirri per- sónu sem ég er í dag. Veitti mér stuðning og hvatningu í lífinu og var mér hið trausta ankeri sem veitti mér hugrekki og kjark til að takast á við nýjar áskoranir hér heima og ekki síst öll mín mörgu ár sem ég hef búið erlendis. Það var svo ljúft að vita að mað- ur var ekki einn í heiminum, þó að maður væri langt frá heimahög- unum. Pabbi minn fannst alltaf þar, tilbúinn að hlusta og gefa góð ráð með ást og hlýju. Ég mun bera fallegar minningar um hann og föðurást hans í hjarta mínu alla tíð. Jón Unnar. Tengdapabbi minn skilur mig eftir ríkari en ég var, ekki bara að hann gæfi mér dóttur sína, sem er minn mesti auður, heldur er ég á svo margan hátt þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Hæglætið og ró- semin smitaði frá sér ekki síður en vingjarnlegt glottið og leiftrandi glampinn í augunum þegar hann sá spaugilegu hliðarnar á lífinu eða heyrði góða sögu. Við gátum setið og spjallað, sagt frá eins og Íslendingar gera, eða bara þagað saman, sem er vanmetinn kostur sem ekki er öllum gefinn. Og aldr- ei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni, ekki einu sinni stjórn- málamanni. Hann tók mér strax opnum örmum og bauð mig velkominn í fjölskylduna þegar ég kom norður og var að kynnast Maju dóttur hans, en eftir á að hyggja var það svo sem ekkert sjálfsagður hlutur því hann vissi sem var að þau kæmu ekki til með að sjást eins oft eftir að hún færi suður með mér. Þetta var lýsandi fyrir hann, tók óskir annarra fram yfir sínar eig- in, var ætíð tilbúinn að breyta sín- um áætlunum fyrir aðra. Ég hef heyrt ótal sögur af hjálpsemi hans við sveitunga sína, verklagni og útsjónarsemi frá þeim tíma sem hann bjó á Lind- arbrekku í Staðarsveit og skemm- an hans var vettvangur viðgerða og reddinga. Hann vildi einfald- lega gera allt fyrir alla, það sann- reyndi ég þegar ég kynntist hans einstöku hjartahlýju og góð- mennsku. Ég hafði hlakkað til að dunda með honum í bílskúrnum við jeppabreytingar og kannski gera upp gamlan Willis, það hefði nú átt við okkur báða, en það gekk ekki eftir. Þegar hann flutti suður og settist að í Mosfellsbænum var heilsan farin og þrekið þorrið, þá var Hanna hans stoð og stytta, það er lán að eiga slíka konu þegar á reynir. Ég kveð þig með þakklæti, kæri tengdapabbi og vinur, þegar þú heldur nú á vit nýrra ævintýra. Gunnar. Elsku afi minn, með hjarta úr gulli og demöntum. Enginn gæti sagt neitt annað um elsku afa minn. Æðruleysi og hógværð hann bar fram í fingurgóma. Hann var þúsundþjalasmiður – ég man hversu merkilegt og stórt mér fannst það orð. En þar sem ég var svo heppin að alast upp með afa og ömmu hinum megin við götuna þá sá ég það sjálf. Afi stóð alveg undir þessu merkilega og stóra orði – það var ekkert sem afi minn gat ekki gert og ekkert sem afi vildi ekki aðstoða mann með. Það sem hann nennti að brasa með mér þegar ég fékk hinar og þessar hugmyndir. Núna er ég þó svo lánsöm að eiga forláta ljós úr ryðguðu röri sem varð á einum degi svo miklu meira virði en ég gat ímyndað mér. Hann afi minn sagði svo margt í þögninni. Hann var einn af þeim stóru einstaklingum sem þurfa ekki alltaf fjölda orða til að koma tilfinningunum frá sér. Í ófá skipti tók afi mig upp í gamla góða Landrover-inn í hádeginu á leið- inni framhjá skólanum. Orðin voru ekki ýkja mörg, en við skild- um hvort annað og töluðum bros- andi saman í þögninni alla leiðina. Það er sjaldfundið að eiga svoleið- is samband og svo sterk tengsl. Ég mun ávallt varðveita það og geyma í hjarta mínu. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýtt Á.Kr.Þ.) Æðri máttur hefur virkilega þurft á þér að halda þarna uppi enda eru örugglega flókin verk- efni þar sem þarf að leysa og eru lítið vandamál fyrir þig – enda þúsundþjalasmiður. Alparós – alparós eðalblómið í haga. Hvít sem mjöll – lífsins ljós lýsir nætur og daga. Blómið mitt blíða ég bið að þú, blómgir haga þína. Alparós – alparós ættjörð blessaðu mína. (Oscar Hammerstein, þýðing: Flosi Ólafsson) Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og hjartans þakkir fyrir samveruna elsku afi minn. Minn- ingarnar geymi ég í hjarta mínu. Þín Íris Ösp. Þúsundþjalasmiðurinn hann afi. Þetta orð, þúsundþjalasmiður, ert þú afi, í einu og öllu. Ég á alltaf eftir að hugsa um þig þegar ég heyri það. Ekkert var þér ofviða, það var alltaf hægt að græja eða laga hlutina. Enda var ekkert sem þú áttir ekki af visku, fróðleik eða verkfærum til að framkvæma hlutina. Þegar ég hugsa aftur til barn- æskunnar. Hversu heppinn ég var að fá að kynnast þér. Allar góðu stundirnar sem við áttum, í skúrn- um og á Lindarbrekku. Hvað ég á margar minningar úr skúrnum í Grenihlíðinni. Það var endalaust verið að brasa eitthvað og alltaf varstu tilbúinn að hjálpa ef þörf var á. Ef það var ljós í skúrnum þá trítlaði maður yfir og oftar en ekki var verið að græja bílinn hennar ömmu. Gleymi ekki hvað amma bölvaði oft þegar hún var að bakka úr heimkeyrslunni, gangurinn í bílnum var aðeins of hraður eða of mikill sjálfskiptivökvi á skipting- unni. Allavega stökk hann af stað og oft allt í pati, en amma náði allt- af góðu lagi á þessu. Glottið hjá þér var aldrei langt undan við þessar aðstæður. Og hversu mik- ils virði það var að hafa ykkur hinumegin við götuna. Alltaf gat ég og við systkinin komið yfir ef það var enginn heima hjá okkur. Það var líka margt sem ég lærði af þér. Til dæmis að dæma fólk aldrei fyrirfram, gefa því séns, leyfa því að njóta vafans. Eftir það er hægt að taka afstöðu hvort það eigi samleið með manni eða ekki. Það var líka ekki mikið stress í kringum þig, öllu tekið með stök- ustu ró. Það var æðislegt. Nær- vera þín hafði alltaf róandi áhrif á mig og það var yndislegt að fara yfir veginn og geiminn með þér. Mörg orð segja kannski ekki meira en fá, en þessi fáu orð segja oft mikið meira en mörg. Ef maður getur litið á lífið sem skólagöngu, þá sem maður rekst á í gegnum lífið sem kennara og hvað hægt er að læra af þeim þá varst þú svo sannarlega einn af þeim kennurum sem ég get litið upp til og borið ótakmarkaða virð- ingu fyrir. Þú varst mér sem ann- ar faðir, lærifaðir. Ég hefði óskað að sonur minn Kári hefði náð að kynnast þér bet- ur, þvílíkt gull af manni sem þú varst. Guð geymi þig og varðveiti, afi. Hákon Ingi Sveinbjörnsson. Friðjón Jónsson inn hjá afa. Í raun var það eins og að koma inn í ævintýraheim, lyktin svo framandi og góð af sagi og lakki. Afi leyfði okkur sem börnum að fara oft í skúrinn en um leið og við höfðum aldur eða þroska til fengum við að negla niður nokkra nagla í spýtu- bút undir hans leiðsögn. Svo voru naglarnir bara dregnir upp og sami leikur hófst að nýju viku síðar. Seinna meir fengu langafa- börnin að prufa þetta skemmti- lega sunnudagssport. Skúrinn var athvarf afa og þar eyddi hann góðum stundum í að laga borð, hillur, stóla eða allt það sem okk- ur datt í hug að draga inn í skúr- inn til að biðja um viðgerð á. Afi sýndi okkur hversu óendanlega þolinmæði þyrfti til að fá gamalt og lúið borðstofuborð til að verða sem nýtt með rennisléttu og fal- legu yfirborði eftir margar, margar lakkumferðir. Enda pensillinn alltaf sá sami, búinn að fylgja afa gegnum áratugi. Vel hreinsaður eftir hverja notkun. Öll húsgögn sem hann gerði upp voru ævinlega merkt vandlega með dagsetningunni og upphafs- stöfunum JKÁ. Við höfum öll haft gott af því að komast í skúr- inn og læra þessi vönduðu vinnu- brögð. Í vinnu í Ísal og við und- irbúning að sveinsprófi lærðum við margt af afa og erum honum ævinlega þakklát fyrir. Ógleymanleg verða fimmtu- dagskvöldin en þá hittumst við í Hæðarbyggðinni því ekkert var sjónvarpið og hélst sá siður þrátt fyrir breytingar á dagskrá. Að- fangadag áttum við alltaf saman þar en stundum var biðin löng í kirkjunni á undan og þá var gott að hvíla augun og slaka á með afa. Rúntinn fórum við oft með afa og þá helst niður Laugaveg- inn og bryggjan var upphaf og endir allra skemmtilegra bíl- ferða. Þökkum afa Jóa fyrir að gera líf okkar skemmtilegra og fyrir allar góðu stundirnar en allar stundir með honum voru góðar því afi var aldrei reiður og þrátt fyrir súran svip þá er allt í lagi afi. Marta María, Hjördís Ýrr og Jóhann Böðvar. Okkur systkinin langar að minnast mágs okkar Jóhanns Árnasonar, eða Jóa hennar Siggu systur. Eftir 65 ára samfylgd er margs að minnast. Áður en við fluttum til Reykjavíkur frá Pat- reksfirði þá stóð heimili Siggu og Jóa í Njörvasundi okkur alltaf opið til lengri eða skemmri dval- ar. Jói var ákaflega vandvirkur smiður og mikið snyrtimenni og bar húsið þeirra og heimili þess fagurt vitni. Jói mágur var heimakær og vildi helst vera úti í skúr að smíða og dytta að hlut- um. Hann var glaðlyndur og hafði gaman af að gantast við okkur. Það lýsir honum þegar hann hringir heim til sín úr vinnunni og spyr hvort verið væri að auglýsa eftir herbergi, Hrefna sem búið hafði hjá þeim Siggu eftir að hún flutti til Reykjavíkur hafði þá auglýst eftir herbergi. Eftir að hafa spurt spurninga sem leigusali vildi fá svör við áð- ur en hann leigir út frá sér, segir hann að þetta sé á Séstvallagötu 9. Hrefna spyr hvar hún sé í bænum, Jói segir að hún sé á bak við elliheimilið Grund, en svo sprakk hann úr hlátri þegar hann heyrir að unga mágkonan trúir honum. Við munum minnast glaðlega, fallega mágs okkar með hlýju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Sigga, Laufey, Árni, Kristján og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Ragna, Hrefna, Þórir. ✝ Elskuleg systir okkar og mágkona, ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 24, Reykjavík, lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13:00. Lilja Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Guðbjörg Elentínusardóttir, Kristinn Sigurðsson, Erna Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.