Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skoða faglegar forsendur  Vilja ekki hrófla við skipulagi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna, Sverrir Björn Björnsson, segir að afstaða sambandsins sé skýr er varðar skipulag sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Best sé að skipulag verði með óbreyttum hætti og sjúkraflutn- ingar og slökkvilið verði áfram rekið undir hatti Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. „Við teljum að þannig sé hægt að skapa bestu þjónustuna og það er búin að vera stefna sambandsins síðan 2005 um þjónustuna á landsvísu,“ segir Sverrir. Fram hefur komið að það sé skilningur stjórnar SHS að allt stefni í að sjúkraflutningar farið frá SHS. „Við viljum að horft sé faglega á málið og ákvarðanir teknar út frá faglegum forsendum. Ekki hefur verið sýnt fram á að þjón- ustan sé ófagleg. Ekki heldur að hún verði faglegri. Menn þurfa að bera virðingu fyrir hagsmun- um fólksins í landinu,“ segir Sverrir og tekur fram að tvær skýrslur sem gerðar hafi verið fyrir velferðarráðuneytið um sjúkraflutninga á undanförnum árum bendi til þess að best væri að reksturinn yrði með óbreyttu sniði. Auk þess staðfesti nýleg skýrsla KPMG þá tilhögun. Þá segir Sverrir að skoða megi kostnað velferðarráðuneytis við sjúkra- flutninga á Selfossi í samhengi við umræðuna. „Eins og fram kemur í svari velferðarráðherra við fyrirspurn á þingi árið 2010 var kostnaðurinn við sjúkraflutninga á Selfossi árið 2009, 132 milljónir kr. Árið 2006 hafnaði velferðarráðuneytið 60 millj- óna króna tilboði Árborgar í samrekstur sjúkra- flutninga á svæðinu,“ segir Sverrir og bætir við að ein af tillögum velferðarráðuneytisins í skýrslu KPMG sé lenging viðbragðstíma sem þýði þjón- ustuskerðingu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Jákvæð áhrif samrekstrar „Sjúkraflutningar og slökkvilið eru grunnþættir bráðaþjónustu á Íslandi. Við erum að reka slökkvi- lið og sjúkraflutninga á sama mannskap. Menn vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvernig á að vinna verkefnin,“ segir Sverrir. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði að viðræður við SHS stæðu yfir en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Sverrir Björn Björnsson Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir sameiningu prestakalla á sunnan- verðum Vestfjörðum sem samþykkt var á nýafstöðnu kirkjuþingi. Bæjar- ráð harmar niðurstöðu kirkjuþings en samhliða sameiningu prestakalla var ákveðið að leggja niður embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálkna- fjarðarprestakalli sem einnig þjón- aði Barðaströnd. Í framhaldinu á að auglýsa 50% starf prests í Patreksfjarðar- prestakalli til viðbótar við núverandi embætti sóknarprests. Bæjarráð krefst þess að Biskupsstofa komi með 50% starf á móti því sem lagt er niður. Í fundargerð bæjarráðs segir að enn og aftur sé verið að leggja niður opinber störf á sunnanverðum Vestfjörðum „með tilheyrandi nei- kvæðum áhrifum og byggðarösk- unum“. Mótmæla sameiningu fyrir vestan Morgunblaðið/Ómar Prestar Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöður kirkjuþings. Þrír voru teknir grunaðir um ölv- unarakstur í umdæmi lögregl- unnar á Selfossi í fyrrinótt. 19 ára gömul stúlka var stöðvuð á Búr- fellsvegi og tveir karlmenn, 18 og 25 ára, á Selfossi. Áfengismagn mældist yfir mörkum hjá öllum þremur. Þessu til viðbótar barst lögreglu tilkynning um fjórða ölv- unaraksturinn, en gat ekki sinnt því sökum manneklu. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur á höfuðborg- arsvæðinu snemma í gærmorgun. Bifreið var stöðvuð á Eiríksgötu skömmu eftir klukkan fimm að- faranótt sunnudags, en ökumaður hennar var grunaður um ölvun við akstur. Um klukkan hálfátta var bifreið stöðvuð á Bústaðavegi. Ökumaður hennar var einnig grunaður um ölvun við akstur. Fimm teknir fyrir að keyra undir áhrifum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í dag má búast við því að það létti til á Norður- og Norðvesturlandi eftir mikla ofankomu um helgina. Snjó- þungt verður þó áfram og á þriðju- dag má búast við norðanátt og ofan- komu sem mun vara fram á föstudag að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Almannavarnir settu á óvissu- ástand vegna snjóflóðahættu á mið- Norðurlandi í gær. Þá var hættustig aukið vegna snjóflóða í Skagafirði. Búið er að aflétta rýmingu í iðn- aðarhverfi á Ísafirði vegna snjó- flóðahættu sem verið hefur undan- farna daga, en almannavarnir afléttu hættustigi um miðjan dag í gær í samráði við Veðurstofu Ís- lands. „Á meðan viðbúnaðarstigið er á þá fylgjumst við með snjókomunni á hverjum klukkutíma. Búast má við því að það dragi úr úrkomu. Við það minnkar snjóflóðahætta,“ segir Auð- ur Kjartansdóttir hjá Snjóflóðavörn- um Veðurstofunnar. Vegir lokaðir Erfið akstursskilyrði voru víða norðan- og vestanlands, en ekki höfðu borist fregnir af alvarlegum óhöppum í gærkvöldi. Siglufjarðar- vegur og vegurinn í Ólafsfjarðar- múla voru lokaðir norðanlands. Á Vestfjörðum var vegurinn um Súða- víkurhlíð opnaður um miðjan dag en honum hafði verið lokað um morgun- inn. „Það lítur út fyrir norðanátt með ofankomu á norðanverðu land- inu frá þriðjudegi. Á mánudag gæti Veðurstofu Íslands. Á Suður-, Vest- ur- og Austurlandi er ekki útlit fyrir mikla snjókomu í vikunni samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. veðrið verið skaplegt en aðfaranótt miðvikudagsins má búast við mikilli ofankomu norðan- og vestantil, jafn- vel á Norðausturlandi líka,“ segir Einar Einarsson, veðurfræðingur á Stund á milli stríða Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Mokað Gríðarlega snjóþungt var á Norður- og Norðvesturlandi um helgina. Búast má við því að lát verði á snjókomu í dag og mestan hluta dags á morgun en svo byrjar aftur að snjóa. Þessi mokaði frá bílnum sínum á Ísafirði í gær.  Lát á ofankomu norðan- og norðvestanlands í dag en áfram snjókoma á morg- un  Hættustigi vegna snjóflóða aflétt á Ísafirði  Enn hættustig í Skagafirði Þrjú hús sem standa við Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. Snjór hafði fallið úr mikilli snjóhengju í Nöf- unum fyrir ofan bæinn. Féll snjórinn á eitt hús. Í húsunum sem rýmd voru búa tvenn eldri hjón og ein ung hjón með börn. „Ég vona að þetta ástand vari ekki lengi,“ segir Margrét Kristjánsdóttir sem býr ásamt eig- inmanni sínum, Eymundi Jóhanns- syni, á Kambastíg 8. Húsið er eitt þriggja sem voru rýmd í gær vegna snjóflóðahættu. „Það var gríðarlega mikill skafl þarna, rétt við húsið okk- ar. Og í dag brotnaði úr honum og það lenti á húsinu.“ Snjóflóð féll síðast á þessum stað úr Nöfunum í mars árið 1973. Flóðið fór yfir fjárhús í Kristjánsklauf og felldi 18 kindur. Þrír ungir piltar voru að leik uppi í klaufinni og talið var að þeir hefðu hrundið flóðinu af stað, en þeir flutu á því niður og sluppu ómeiddir, að því er fram kemur í fréttum af atburðinum. vidar@mbl.is, sunna@mbl.is Hús rýmd vegna hættu á snjóflóðum á Sauðárkróki Ljósmynd/Sveinn Brynjar Pálmason Sauðárkrókur Rýma þurfti þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.