Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Þetta er inni á hvorugri áætlun- inni, en það var skoðað hvar svona mannvirki ætti helst að vera, hvað það ætti að vera langt og hver kostnaðurinn yrði,“ segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri um hugmyndir að nýrri brú yfir Þverá á Rangárvöllum. Á annað hundrað íbúar á svæðinu sendu undir- skriftalista til samgönguyfirvalda fyrir um ári þar sem farið var fram á að brú yfir Þverá yrði að veru- leika, en brú og vegur eru á aðal- skipulagi Rangárþings ytra 2010- 2022. Ekki inni á neinni áætlun „Síðan höfum við ekkert gert því og þetta hefur ekkert komist inn á neinar framkvæmdaáætlanir,“ seg- ir Hreinn og bætir við: „Þetta er ekki eitt af því sem mun ná inn í okkar tillögur núna í næstu fjög- urra ára áætlun, ekki miðað við þann fjárhagsramma sem við höfum fengið og öll verkefni sem að bíða.“ Áhersla á nýja brú yfir Þverá hef- ur ekki einvörðungu verið vegna bættra almennra samgangna í Rangárvallasýslu heldur einnig vegna hættunnar af hamfaraflóði í kjölfar Kötlugoss og þeirrar stað- reyndar að íbúar þurfi að keyra móti mögulegri flóðátt til að komast burt. Segir vegakerfið eiga að duga Hreinn telur þó að núverandi vegakerfi eigi að duga fólki til að komast í burtu miðað við tímasetn- ingar í áætlunum. „En vissulega myndi þetta stytta og ekki bara í þeim tilfellum, heldur almennt breyta töluverðu fyrir íbúana þarna. Þó að menn bendi á nátt- úruvána. Þá er þetta ekkert síður til að menn hafi styttra upp á þjóð- veg og upp í þéttbýli. Við skiljum það svo sem alveg hreint,“ segir Hreinn. Vegagerðinni reiknaði tvo brúar- kosti út í janúar 2011. Annarsvegar 92 metra einbreiða stálbitabrú með timburgólfi sem talið er að muni kosta 155 milljóni króna og hins- vegar 90 metra steypta tvíbreiða brú sem er kostnaðarreiknuð upp á 280 milljónir. Auk þess þarf að leggja veg sem Vegagerðin reiknar að þurfi að vera 2,7 kílómetra og áætlaður kostnaður við lagningu hans er 70 milljónir með klæðningu, en veg- urinn yrði sjö metra breiður. „Þetta náttúrlega léttir verulega á rýmingunni því þú þarft ekki að keyra á móti flóðahættunni. Við höf- um kynnt þetta bæði Vegagerðinni, þingmönnum og öllum. Þeir þekkja þetta allt saman og var kynnt á fundi fyrir þeim. Málið er svolítið í þeirra höndum,“ segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga og formaður almannavarnanefndar Rangárvalla- sýslu, um hagræðið af nýrri brú. Gera ekki ráð fyrir brú á Þverá  Vegagerðin mun ekki leggja til að ráðist verði í nýja brú á Þverá næstu fjögur árin  Brúin gæti flýtt rýmingu vegna Kötlugoss  Tveir kostir verið skoðaðir sem kosta 225 eða 350 milljónir króna Á aðalskipulagi Á myndinni sem Jón Logi Þorsteinsson tók úr lofti má sjá væntanlegt vegastæði. Vegurinn er á að- alskipulagi sveitarfélagsins og hefur lengi verið rætt um nauðsyn hans, enda klýfur Þverá sveitarfélagið í sundur. „Þetta er held ég ákaf- lega auðveld og gagnleg fram- kvæmd,“ seg- ir Ársæll Jónsson, bóndi á Eystra- Fróðholti á Bakkabæjum, sem stóð að undirskriftasöfnuninni um nýja brú yfir Þverá sem hefur verið barist fyrir í á fimmta ára- tug að hans sögn. „Ef það skeði eitthvað í dag þá þyrftum við að keyra upp á móti straumnum,“ segir Ársæll og á við mögulegt hamfaraflóð vegna Kötlugoss sem gæti flætt yfir byggðina í Landeyjum, á Bakkabæjum og að hluta í Þykkvabæ. „Það myndu margir örugglega nota þessa leið,“ segir Ársæll og vísar þá til daglegra nota fremur en í neyð. Ársæll segir að flogið hafi verið yfir svæðið á dögunum og vega- lengdir mældar á kortum og að þeim hafi reiknast til að bein lína eins og hún er á aðalskipulagi sé um 1.700 metrar. Keyra á móti straumnum KRAFA UM NÝJA BRÚ Ársæll Jónsson • Framsækni í alþjóðlegri fjármálakreppu Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar • Ráðdeild og sóknarfæri í orkuvinnslu Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orkusviðs • Traust vinnst með sátt við samfélagið Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri • Spurningar og umræður Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2012 Hilton Reykjavík Nordica 21.11. kl. 14-16 Arður í orku framtíðar Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum ræðum við framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.