Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ný skáldsaga hins vinsæla höf-
undar Einars Más Guðmundssonar
nefnist Íslenskir kóngar. Þar er
rakin saga Knudsen-ættarinnar í
Tangavík en á ýmsu hefur gengið
hjá þeirri ætt. Einar Már er spurð-
ur hvort hann sé í bókinni að lýsa
dæmigerðri valdaætt á Íslandi. „Já
og nei,“ segir hann. „Þessi ætt er
dæmigerð fyrir hina fjölbreytilegu
flóru mannlífsins og því er ekki
hægt að kalla alla sem koma við
sögu og bera þetta ættarnafn
valdamenn. Á hinn bóginn er rétt
að þessi ætt hefur haft töluvert að
segja um lífsgrundvöllinn á Tanga-
vík og þegar menn eru búnir að
lesa söguna sjá þeir Knudsen-
ættina kannski sem valdaætt. Ég
legg þetta eiginlega í dóm lesand-
ans. Sjálfur hugaði ég mest að því
að leyfa hverjum einstaklingi að
njóta sín. Ég get ekki skrifað um
fólk nema ég standi með því og
mér þyki vænt um það. Ég skapa
persónur sem ég fíla, ef ég má taka
þannig til orða. En þessar persón-
ur eru ekki alltaf heilagar eða hafn-
ar yfir gagnrýni. Þvert á móti.“
Veruleikinn er mikill fjár-
sjóður
Síðustu bækur Einars Más voru
Hvíta bókin, 2009, og Bankastræti
núll, 2011 en þar skrifaði hann um
menningu, þjóðfélagsmál, pólitík og
hrunið. Í Íslenskum kóngum má
finna fjölmargar vísanir í liðna at-
burði í íslensku samfélagi. Má
finna tengingu milli skáldsögunnar
og þessara tveggja bóka? „Það má
líta á Hvítu bókina og Bankastræti
núll sem brú yfir í þessa bók að því
leyti að þessi bók vísar stöðugt í
raunveruleikann,“ segir Einar Már.
„Veruleikinn er mikill fjársjóður.
Eigum við ekki bara að segja að ég
hafi verið að ydda blýantinn með
hinum bókunum tveimur? Ég hef
verið að búa mig undir beitt
raunsæi sem þó er algjörlega
frjálst. Kannski hefði ég ekki getað
skrifað þessa skáldsögu nema ég
hefði aflað mér þeirrar þekkingar
sem nauðsynleg var til að skrifa
hinar bækurnar tvær á undan.
Kannski kallaði hrunið fram ákveð-
ið endurmat í huga mér.
Í Íslenskum kóngum er ég að
segja sögu af fólki en um leið verð-
ur til saga 20. aldar, saga okkar
tíma. Sagan er sett inn í þjóð-
félagsþróunina og þjóðfélagsþróun-
in inn í söguna. Hér má eflaust
finna visst endurmat en líka sterka
þætti úr gamansögunni og töfra-
raunsæinu og öllu því sem einkennt
hefur skrif mín.Veruleikinn er allt-
Einar Már Guðmundsson „Þó að það kosti blóð, svita og tár að vinna og finna þráð sögunnar þá er það gleðin við að segja söguna sem stendur upp úr að lokum.“
Við þurfum að
vera snjallari en
klámhundarnir
Íslenskir kóngar er ný skáldsaga Einars Más
»Málið er einfalt: Skáldskapurinn verður aðvera í ákveðnum samræðum við veru-
leikann. Skáldsagan er engin heilög kýr en
hún er samt svo frjáls að maður getur farið
með hana í allar áttir eða réttara sagt, hún fer
með mann í allar áttir. Almennt séð finnst mér
skáldskapurinn eiga í skemmtilegri baráttu
við afþreyingu og klámið. Við þurfum að vera
snjallari en klámhundarnir og djarfari en bæði
lögreglu- og glæpaskólarnir í sagnagerðinni.
Þess vegna er skáldsagan að hrökkva aftur í
gírinn og verða djörf og ágeng.
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Sérsmíðaðar innréttingar
Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar
sérsmíði á innréttingum.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.