Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Mörg íslensk heimili eru í alvarlegum fjár- hagsvanda, rúmlega 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Þúsundir til viðbótar hafa glatað eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborganir af verð- tryggðum lánum næstu áratugi. Hvað er til ráða? Hvernig getum við bætt hag heim- ilanna verulega og þegar fram í sæk- ir bætt lífskjör okkar þannig að þau verði ekki síðri en hjá þeim ná- grannaþjóðum sem betur mega sín? Það er í rauninni aðallega tvennt sem kemur til greina til að bæta hag heimilanna, það er að auka tekjur og lækka útgjöld. Auknar meðaltekjur heimilanna fást aðeins með aukinni þjóðarfram- leiðslu. Undanfarin 30 ár höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðum okkar, Norðurlöndunum og Bret- landi, um 0,4% á ári að jafnaði. Þjóð- arframleiðslan hjá okkur hefur auk- ist um 1,4% að meðaltali en hefði þurft að aukast um 1,7% til að halda í við þessar þjóðir. Hvernig getum við aukið þjóðarframleiðsluna hraðar en verið hefur? Sjávarútvegur og orkufrekur iðn- aður geta ekki vaxið mikið úr þessu. Vöxturinn verður í nýjum útflutn- ingsatvinnugreinum. Eftir 20 ár þurfa þær að standa undir 50% þjóð- arframleiðslunnar ef við eigum að halda í við nágrannaþjóðirnar. Ferðaþjónusta stendur nú þegar undir 20%. Hátækni- iðnaður svo sem hjá Marel, Össuri og Ac- tavis, skapandi starf- semi svo sem hjá tölvu- leikjaframleiðandanum CCP og kvikmyndaiðn- aður eins og Saga film og True North geta vaxið. Til þess að svo verði þarf að búa þeim hér gott starfsum- hverfi. Mestu skiptir fyrir þau stöðugleiki, traustur gjaldmiðill, hóflegt vaxtastig, hag- stætt verðlag og aðgangur að vel menntuðu starfsfólki. Á undanförnum árum hafa flest ofangreind fyrirtæki vaxið meira er- lendis en hér vegna þess að um- hverfið hér hefur ekki verið hagfellt. Þessu þarf að breyta og það tekst vart án ESB og evrunnar enda fylgja forráðamenn flestallra þess- ara fyrirtækja inngöngu í Evrópu- sambandið. Ef bæta á starfsum- hverfi fyrir ný fyrirtæki sem bera þurfa uppi hagvöxtinn gengur ekki að draga ESB-umsóknina til baka. Þá er það hin hliðin, lækkun út- gjalda heimila. Hvernig má lækka þau að gagni? Við lítum öll í eigin barm þegar herðir að og getum flest lækkað okkar daglegu útgjöld nokk- uð og höfum verið að gera það. Sum útgjöld er reyndar ekki hægt að lækka að ráði. Vonir margra standa til að hluti af hækkun verðtryggðra lána frá hruni verði felldur niður. Hvort sem það verður eða ekki þurfa önnur útgjöld heimilanna að lækka. Síðar þegar afkoma ríkissjóðs hefur skánað verður hægt að lækka skatta og það mun örva hagvöxt. Sú útgjaldalækkun heimila sem stjórnmálin geta staðið fyrir er að taka á útgjaldaliðum er tengjast landbúnaðinum. Hann er að tals- verðu leyti ósjálfbær og þrífst í skjóli innflutningshafta og styrkja, skapar aðeins 1,3% landsframleiðslunnar. Það má stórlækka útgjöld heim- ilanna með því að opna á innflutning landbúnaðarafurða og minnka styrki til greinarinnar. Þetta myndi lækka útgjöld meðalfjölskyldu í kringum 100 þús. kr. á mánuði vegna lægri skatta, lækkunar matvælaverðs, minni hækkunar vísitölutryggðra lána og lægri vaxta ef evran verður tekin upp. Þetta yrði mikið átak, sem yrði að undirbúa vel. Meðal þess sem þyrfti að passa upp á er að hafa til- tæka áætlun til að aðstoða bændur sem missa tekjur og sitja uppi með verðminni eignir, að koma undir sig fótunum með nýjum hætti. Vaxandi ferðaþjónusta býður upp á mörg tækifæri, það þarf víða að taka til hendinni og sjálfsagt að nýta vinnu- aflið sem losnar úr læðingi til gagn- legra verka sem koma heildinni til góða. Ef við förum þessa leið, að taka á liðum er tengjast landbúnaðinum, verður samningagerðin við ESB auðveldari en ella og evran innan seilingar. Það verður þá lítið því til fyrirstöðu að setja aukinn þunga í aðildarumsóknina og bæta með því skilyrði nýju atvinnugreinanna sem verða að vera helsta undirstaða bættra lífskjara í framtíðinni. Staða okkar er erfið og mun ekki batna nema við tökum réttar ákvarðanir. Nú er verið að velja fólk á lista stjórnmálaflokkanna. Kjósendur ættu að hafa þetta í huga þegar þeir velja sína fulltrúa. Mikilvægar ákvarðanir Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Þetta myndi lækka útgjöld fjölskyldna að með- altali um u.þ.b.. 100 þús. kr. á mánuði Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er atvinnurekandi, við- skiptafræðingur og bóndasonur í framboði í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 24. nóv. 14. maí 2010 sendi ég athugasemd til Morgunblaðsins vegna pistils Kol- brúnar Bergþórs- dóttur sem birst hafði í pistli í Morg- unblaðinu nokkrum dögum áður. Ég nefndi greinina „Hvers penni er Kol- brún?“ Enn fær ein- hver Kolbrúnu til að skrifa og í pistli sínum í Mbl. 15. nóv. 2012 segir hún: „Það var því gleðilegt að verða vitni að góðu gengi Vilhjálms í prófkjöri Sjálf- stæðisflokks á sama tíma og for- maður flokksins, Bjarni Benedikts- son, beið afhroð.“ Í maí 2010 rétt fyrir sveitar- stjórnarkosningar hrósaði Kolbrún Hönnu Birnu en lét þess getið um leið að: „… ekki bætir úr skák að formaður flokksins (Bjarni Bene- diktsson, innskot LH) er að mestu leyti laus við forystuhæfileika og nýtur takmarkaðs trausts, bæði innan og utan eigin flokks“. Þar lét hún skína í það að ef fylgi flokksins í Reykjavík myndi dala þá væri það vegna þess að formað- ur flokksins hefði enga forystu- hæfileika. Í pistli Kolbrúnar í Mbl. 15. nóv. 2012, nokkrum mánuðum fyrir al- þingiskosningar, er hún enn við sama heygarðshornið, það er: Að ef þú ætlar að hrósa einhverjum þá verður þú að draga annan nið- ur. Kolbrún, eða penni hennar, hefur enn einkar mikla ánægju af því að grafa undan Bjarna Bene- diktssyni. Ég er sannfærð um að hvorki Hanna Birna né Vilhjálmur vilja að sér sé hrósað á annarra kostnað heldur vilja fá hrós vegna eigin verðleika sem þau eiga bæði skilið. Í pistli Kolbrúnar 15. nóv. segir hún í lokin: „Við lifum í furðulegu umhverfi þar sem talið er næsta sjálfsagt að öskra og gala og ausa svívirð- ingum yfir fólk og dæma til hægri og vinstri. Þeir sem þetta gera kunna ekki al- mennar kurteisis- reglur, telja sig svo í flokki merkra álits- gjafa. Það er engin þörf á fólki af þessari tegund.“ Hjartanlega er ég sammála Kol- brúnu hvað þetta varðar en þykir hún ekki fara eftir þessum al- mennu kurteisisreglum sjálf sam- anber „… Skúli, Helgi, Magnús og Róbert“. Er Kolbrún ef til vill að kasta steinum úr glerhúsi? Prókjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sl. laugardag var öllum sem tóku þátt í því til sóma, bæði frambjóðendum sem og kjósendum, en því miður var kjör- sókn minni en en maður hefði kos- ið. Bjarni Benediktsson hlaut góða kosningu í fyrsta sæti þrátt fyrir að tveir aðrir frambjóðendur sækt- ust eftir því sæti. Formaður Sjálf- stæðisflokksins galt ekki afhroð heldur sigraði með 54-55% at- kvæða. Í fótbolta er leikurinn unn- inn ef markatalan er hærri en hjá hinu liðinu sama hvort þar munar einu eða fleiri mörkum. Enn fær einhver Kol- brúnu til að skrifa Eftir Lilju Guðrúnu Hallgrímsdóttur Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir Höfundur er djákni á eftirlaunum og stjórnarmaður í SES. » Bjarni Benediktsson hlaut góða kosningu í fyrsta sæti þrátt fyrir að tveir aðrir frambjóð- endur sæktust eftir því sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.