Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Umhverfi hefur mótandiáhrif á einstaklinga.Hvar við ölumst upp hef- ur án efa áhrif ekki síður en hvernig við erum alin upp. Með öðrum orðum skiptir fólkið, húsin, skólarnir, búðirnar, stemningin, menningin og allt sem tilheyrir umhverfinu – og hverfinu – máli þegar til lengri tíma er litið. Og þetta þarf ekki að vera fullkomið eða fara eftir öllum stöðlum. Því það er svo margt sem getur mótað okkur. Það að þurfa að berjast fyrir sínu í risastórum bekk getur meitlað áræðinn einstakling. Eins gæti það að hafa engin leiksvæði önnur en drullupolla, hóla, þúfur og grjót ýtt undir sköpunargáfu. Kannski er ekkert skrýtið að við séum forvitin um það hvaðan fólk- ið kemur sem við heyrum af í fréttum, lesum um í blöðum eða sjáum í sjónvarpi. Það er ekki allt- af af einskærum ættfræðiáhuga heldur þurfum við að gera okkur mynd í huganum af því hvernig var umhorfs þegar viðkomandi óx úr grasi. Það getur sagt okkur svo margt. Í frétt Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins á baksíðu um ný- ráðna dagskrárstjóra RÚV kemur fram að þau eru bæði úr Hólunum í Efra-Breiðholti. Þar voru mörg börn þegar þau voru að alast upp, mikið líf og fjölbreytt mannlífs- flóra. Verkefni dagskrárstjóranna eru krefjandi og við sem látum okkur annt um dagskrá útvarps og sjónvarps hljótum að vona að þessi bakgrunnur skili sér í við- tækin í fjölbreyttu og lifandi efni úr öllum áttum. Snæfellingurinn Aron Krist- jánsson, sem flestir telja Hafnfirð- ing í húð og hár, tók að sér krefj- andi starf í sumar þegar hann gerðist þjálfari „strákanna okkar“ en hann segir það heiður að fá að stýra liðinu og hann ætlar ekki að bugast þótt oft sé engu líkara en öll þjóðin sé í þjálfarahlutverki. RABBIÐ Hverfin og handboltinn Eyrún Magnúsdóttir Nú er skeggrætt af innanríkisráðherra og veðurfræðingum hvort spáð var nógu miklum stormi. En stormurinn var áþreifanlegur fyrir gluggaþvottamenn- ina sem þrifu leifarnar af fellibylnum Sandy af rúðum háhýsisins við Höfðatorg. Sandy er stærsti fellibylur yfir Atlantshafi sem heimildir eru um og olli næstmestu tjóni, einungis fellibylurinn Katrína árið 2005 tók stærri toll. Slegið hefur verið á að tjónið vestra nemi tvö þúsund milljörðum og atvinnulífið hafi orðið fyrir búsifjum upp á fimm þúsund milljarða. Enda í fyrsta skipti sem kauphöllin í New York er lokuð í tvo daga frá hryðjuverkaárásunum í september árið 2001. Sumir halda því fram að Sandy hafi lagt sitt lóð á vogarskálarnar í forsetakosningunum, því Obama fékk tækifæri til að bregða sér í hlutverk landsföður á ögurstundu í kosningaslagnum. Og nýtti það vel. Engu er að treysta. Á meðan annar skefur saltið af rúðunum við Höfðatorg gáir hinn til veðurs. Ekki fylgir sögunni hvort hann sér örla fyrir storminum sem gekk á land á Norðvesturlandi á föstudag. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX ALLT Í SALTI LEIFARNAR AF FELLIBYLNUM SANDY ÞVEGNAR AF RÚÐUNUM VIÐ HÖFÐATORG. SANDY ER EINN DÝRASTI FELLIBYLUR SÖGUNNAR OG EF TIL VILL GERÐI HÚN ÚTSLAGIÐ Í FORSETAKOSNINGUNUM VESTRA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar Hvar? Græni hatturinn Hvenær? Laugardagur kl. 22 Nánar Ljótu hálfvitarnir halda norður og heyrst hefur að lag verði frumflutt. Ljótir hálfvitar Hvað? Fitness-sýning Hvar? Íþróttahúsið Varmá í Mosfellsbæ Hvenær? Alla helgina Nánar Sjáðu mótaða vöðva, smakkaðu bætiefni, prófaðu nýjustu tækin og hlýddu á uppistand Ara Eldjárns. Fitt og flott Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Einleikskabarett Hvar? Þjóðleikhúsið, Kjallarinn Hvenær? Laugardagur kl. 22 og Sunnu- dagur kl. 20 Nánar Ólafía Hrönn leikur undir tón- um Tómasar R. Hilmir Snær leikstýrir. Djassverk í Kjallaranum Hvað? Fjölskyldu- leiksýning um Æv- intýri Múnkhásens. Hvar? Gaflaraleik- húsið í Hafnarfirði Hvenær? Sunnudag- ur kl. 14 og 17. Nánar: Tilvalið fyrir börn frá fimm ára aldri. Lygalaupur á sviði Hvað? Orgeltónleikar Hvar? Hallgrímskirkja Hvenær? Kl. 12. Nánar Síðustu tónleikar kirkjuársins. Ókeypis inn. Hádegistónleikar Hvað? Teiknimyndin Wreck it Ralph. Hvar? Í fjölmörgum kvikmyndahúsum. Hvenær? Alla helgina á ýmsum tímum. Nánar Þú finnur bæði miða á midi.is og sambio.is. Eyddu því Ralf * Forsíðumyndina tók Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.