Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 6
Þótt bandarísku sjónvarps- stöðvarnar væru búnar að lýsa Barack Obama sigurvegara á þriðjudagskvöldið voru menn í herbúðum Mitts Romneys ekki tilbúnir að gefast upp. Fjórar flugvélar munu hafa ver- ið til taks til að fara með að- stoðarmenn á vettvang ef þyrfti að endurtelja í ein- stökum ríkjum. Starfsmenn hans í Flórída, Ohio og Virginíu sögðu að enn væri of mjótt á munum til að gefast upp. Rom- ney skoðaði hins vegar stöð- una, ákvað að úrslitin væru ráðin og fór að ávarpa stuðn- ingsmenn sína. S ama staða blasir við Bar- ack Obama eftir að hann tryggði sér annað kjör- tímabil í Hvíta húsinu og fyrir kosningar. Repú- blikanar eru áfram með meirihluta í fulltrúadeild þingsins og demókratar styrktu meirihluta sinn í öld- ungadeildinni. Sjaldan hefur forseti þurft að glíma við jafn þversum stjórnarandstöðu og Obama í for- setatíð sinni. Í sigurræðu sinni talaði Obama um að snúa bökum saman og kvaðst halda að þjóðin væri „ekki jafn klof- in og stjórnmálin gæfu til kynna“. Á næstu vikum sagðist hann ætla að setjast niður með mótframbjóðanda sínum, Mitt Romney, til að komast að því á hvaða sviðum þeir gætu unnið saman að framförum. Stál í stál hingað til Það fer ekkert á milli mála að sú samvinna þolir enga bið. Í lok árs kemur sjálfkrafa til gagngers niður- skurðar og skattahækkana takist ekki samkomlag milli demókrata og repúblikana um ríkisfjármálin. Í fréttaskýringum er talað um „fjár- málaþverhnípið“ sem blasi við þegar úrslitafresturinn, sem flokkarnir settu sér í misheppnuðum fjár- lagasamningum í fyrra, rennur út 31. desember. Hingað til hefur verið stál í stál milli flokkanna. Obama hefur hótað að beita neitunarvaldi verði skattar á þá, sem mest mega sín, ekki hækkaðir. Repúblikanar vilja bara spara og skera niður. Án samkomulags kemur til neyðaraðgerða, sem ætlað er að minnka fjárlagahallann um 900 milljarða dollara og myndu lækka fjárlög um 607 milljarða dollara. Það þýddi minna fé til heilbrigð- ismála, menntunar og lista. Slíkur niðurskurður myndi jafngilda 5,1% landsframleiðslu. Kreppulöndin á evrusvæðinu hafa ekki einu sinni gengið svo langt. Þessar aðgerðir hefðu áhrif á kaupmátt. Spáð er 2,5% hagvexti í Bandaríkjunum á næsta ári, en niðurskurðurinn myndi sennilega þýða samdrátt í hagkerfinu auk aukins atvinnuleysis. Það var því ekki að furða að Obama hringdi strax daginn eftir kosningar í John A. Boehner, forseta full- trúadeildar Bandaríkja- þings, til að ræða málamiðl- anir. Boehner brást við á blaða- mannafundi og er langt síðan hann hefur verið jafn sáttfús. Hann sagði að repúblikanar væru reiðubúnir til að auka skattheimtu samhliða niður- skurðarpakka, en myndu ekki sam- þykkja hækkun hátekjuskatta. Feysknir innviðir Það er ekki síst brýnt fyrir Banda- ríkjamenn að koma böndum á skuldavandann og fjárlagahallann að innviðir landsins hafa látið verulega á sjá vegna fjársveltis. Þetta kom berlega í ljós þegar fellibylurinn Sandy gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna. Öfugt við margar erlendar stórborgir hefur ekkert verið gert í New York til að bregð- ast við aukinni flóðahættu samfara hækkandi yfirborði sjávar. Neð- anjarðarlestarstöðvar á Manhattan fylltust af vatni og vatnsskemmdir eru verulegar. Hraðbrautir og brýr um allt land- ið eru úr sér gengnar. Í Bandaríkj- unum eru 600 þúsund brýr. Talið er að fjórða hver sé úr sér gengin. Gerðar hafa verið rannsóknir þar sem segir að Bandaríkjamenn þurfi að leggja 225 milljarða dollara á ári í framkvæmdir eigi að nútímavæða innviðina með fullnægjandi hætti. Það er 60% meira en nú er. Málþóf og ósamkomulag Repúblikanar hafa frá upphafi tekið fast á móti Obama. Mörg laga- frumvörp voru aldrei lögð fram vegna hótana um málþóf og því var iðulega beitt til að koma í veg fyrir að frumvörp næðu fram að ganga. Á undanförnum fimm árum var málþófi beitt 385 sinnum eða jafn oft og á þeim 70 árum sem liðu frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til þess að Ronald Reagan fór úr embætti 1989. Fyrir fjórum árum lýsti Obama yfir því að hann hygðist vera forseti sátta og einingar. Raunin varð önn- ur. Verður annað uppi á teningnum nú? Til móts við þverhnípið í fjármálum FYRSTA VERK BARACKS OBAMA EFTIR ENDURKJÖR VERÐ- UR AÐ GANGA TIL SAMNINGA VIÐ REPÚBLIKANA UM AÐ AFSTÝRA SJÁLFKRAFA NIÐURSKURÐI, SEM AÐGERÐIR Í KREPPULÖNDUM EVRÓPU BLIKNA Í SAMANBURÐI VIÐ. Ann og Mitt Romney. BEIÐ Í LENGSTU LÖG Barack Obama Bandaríkjaforseti gengur að flugvél forsetans á O’Hare-flugvelli í Chicago á leið til Washington daginn eftir kosningarnar ásamt Michelle, konu sinni. Með þeim eru dætur þeirra, Malia og Sasha. AFP * Við erum tilbúnir að láta leiða okkur – ekki sem demókrat-ar eða repúblikanar, heldur Bandaríkjamenn. John A. Boehner, leiðtogi meirihluta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 HEIMURINN KÍNA PEKING 18. þing kínverska kommún- istaflokksins hófst í Peking. Hu Jintao, fráfarandi leiðtogi flokksins, harmaði spillingu í stefnuræðu, sagði efnahagsþróunina í ójafn- vægi og ósjálfbæra, en boðaði engar pólitískar umbætur. BAREIN MANAMA Stjórnvöld í Barein sviptu 31 stjórnarandstæðing ríkisborgararétti, þar á meðal tvo fyrrverandi þingmenn. Innanríkisráðherra landsins sagði að þeir hefðu „ítrekað misnotað“ rétt sinn til málfrelsis. Mótmæli hafa verið í landinu síðan í febrúar í fyrra. GVATEMALA SAN MARCOS Rúmlega 50 manns létu lífið í jarðskjálfta, sem mældist 7,4 stig á Richter. Hús hrundu og rafmagnslaust varð víða í héraðinu San Marcos. Þúsundir manna þurftu að sofa utan dyra. SÓMALÍA MOGADISHU Ný stjórn var mynduð í Sómalíu og gegnir kona í fyrsta skipti stöðu utanríkisráð- herra. Hún heitir Fowsiyo Yusuf Haji Adan. Daginn eftir sprakk sprengja fyrir utan þingið í höfuðborginni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.