Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 12
Úttekt
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
1999 Fyrstu og einu
tónleikarnir fyrsta árið hófust kl.
níu að kvöldi og stóðu til eitt eftir
miðnætti. Danska sveitin Zoe hóf
tónleikana og sló þar með fyrstu
tónana í sögu Airwaves. Bandaríska
sveitin Soul Coughing tók svo við
og Akureyringarnir í Toy Machine
stigu næstir á svið. Svo kom íslenska
rappsveitin Quarashi, þá Thievery
Corporation frá Bandaríkjunum,
Ensími og Gus Gus sló botninn í
tónleikana. Hópur erlendra boðs-
gesta frá fjölmiðlum og útgáfufyrir-
tækjum fylgdist með tónleikunum í
flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli
auk óbreyttra áhorfenda.
2000 Hátíðin stækkaði mikið strax á öðru ári
enda voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöll-
inni, þar sem breska rokkhljómsveitin Suede lék
stærstu rulluna ásamt Flaming Lips frá Banda-
ríkjunum. Hápunktur hátíðarinnar að margra mati
voru þó tónleikar Sigur Rósar í Fríkirkjunni. Þetta
voru fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í langan
tíma því hún hafði verið upptekin við að spila með
Radiohead um víðan völl. Frétt um Fríkirkjutónleika
Sigur Rósar rataði á forsíðu bandaríska stórblaðsins
NewYorkTimes og heimsfrægðin var rétt
handan við hornið.
2009 Bandaríska útvarpsstöðin KEXP FM 90,9 frá Seattle í Bandaríkjunum sendir
út frá Iceland Airwaves í fyrsta skipti. KEXP er stærsta háskólaútvarpsstöðin á norðvestur-
strönd Bandaríkjanna og ein af stærstu vefútvarpsstöðvum Norður-Ameríku.
Hápunktarnir tveir þetta árið, að mati Arnars EggertsThoroddsen blaðamanns
Morgunblaðsins, voru danska sveitin Choir ofYoung Believers og Hjaltalín. Danirnir
„verða áberandi í tónlistarblöðum næstu misseri – ef eitthvert réttlæti er eftir í heiminum.
Þvílíkt band!“ sagði hann. „Það er hreinsandi að fylgjast með söngvara og gítarleikara sem
svo augljóslega gefur allt sitt í tónlistina og reglulega tók sveitin undir sig Sigur Rósar-flug.
Tónleikar Hjaltalín í Fríkirkjunni ásamt kammersveit voru þá ekkert minna en guðdómlegir
– og eiga ábyggilega eftir að reynast sögulegir þegar frá líður.“
2010 Yfir eitt þúsund listamenn koma fram og tónleikar eru hátt í 300. Erlendir gestir
taldir hafa eytt 313 milljónum króna meðan á dvöl þeirra hér stóð. Þá eru ekki talin með
útgjöld vegna flugs til landsins. „Það er eitthvað alveg stórmerkilegt við stemninguna á Airwaves.
Hún er mjög frábrugðin hinu hefðbundna bæjarlífi um helgar. Airwaves er ekki þetta hefð-
bundna djamm. Á Airwaves kemur fólk á öllum aldri saman, fær sér bjór og hlýðir á tónlist. Það
er, á einhvern furðulegan hátt, mjög fallegt. Einhver kærleiksandi svífur yfir vötnunum,“ skrifar
Jónas Margeir Ingólfsson blaðamaður Morgunblaðsins.
2011Harpa í fyrsta skipti vettvangur tónleika á Airwaves. Björk
Guðmundsdóttir frumflutti þar tónlist af nýjustu plötu sinni, Bio-
philia, í Silfurbergi. John Grant og fleiri tróðu upp í Norðurljósasal
Hörpu. Tónleikar Sinead O’Connor í Fríkirkjunni gerðu líka stormandi
lukku. Yoko Ono og sonur hennar, Sean Lennon, komu fram með
ýmis verkefni í Hörpu, þ. á m. Yoko Ono Plastic Ono Band.
„Hátíðin Iceland Airwaves fer vaxandi með hverju árinu. Fimm kvöld
í röð gefst kostur á að fara á stúfana og sjá og heyra það sem er í
deiglunni í tónlist um þessar mundir. Kostur hátíðarinnar er úrvalið af
listamönnum, gallinn auðvitað – ef galla skyldi kalla – að útilokað er að
komast yfir allt,“ skrifaði Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðs-
ins í pistli að hátíð lokinni. „Það er undir hælinn lagt hverjir komast í
gegnum nálaraugað og öðlast hina eftirsóttu, en viðsjálu heimsfrægð.
Kvöldrölt á Airwaves sýndi hins vegar að nægur er efniviðurinn, hvað
sem úr verður,“ sagði Karl ennfremur.
2012 Hljómsveitirnar Dirty Projectors og Sigur Rós hápunkt-
arnir að mati Davids Frickes, hins kunna blaðamanns tímaritsins Rolling
Stone. Hann segir, í grein á vefsíðu tímaritsins, margar ástæður fyrir því
að hann haldi áfram að koma á Airwaves. „Menningin og mikilfengleiki
náttúrunnar, gæði og dýpt tónlistarinnar … það er sífellt hægt að koma
manni á óvart. Ég býst við því sama að ári, og sú verður raunin,“ segir
hann. Atburðum utan dagskrár – „off venue“ – hefur fjölgað jafnt og
þétt á síðustu árum. Nú eru þeir alls um 460. Athygli vekur að í ár kaupa
útlendingar í fyrsta skipti fleiri miða á Iceland Airwaves en heimamenn.
„Íslendingar eru rólegur þjóðflokkur þegar kemur að miðasölu sem
þessari,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.
Quarashi
Sigur Rós
Páll Óskar
Lára Rúnars
Mugison
Sigur Rós
Íslenskir og erlendir gestir á Iceland Airwaves
Íslenskir gestir
Erlendir gestir
(Tölur eru námundaðar)
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
1.000
144
2.500
1.200
2.900
700
3.500
1.500
3.000
1.500
3.000
1.500
3.500
1.500
3.800
1.200
4.200
1.300
4.300
700
4.300
1.200
3.800
2.000
3.900
2.100
3.500
3.700
Ævintýrið hófst með fjögurra klukkustunda tónleikum í flugskýli 4 áReykjavíkurflugvelli laugardagskvöldið 16. október árið 1999. Umvar að ræða samstarf Flugleiða, Flugfélags Íslands og EMI-
útgáfurisans og hugmyndin var að koma á framfæri hæfileikaríkum og efni-
legum íslenskum hljómsveitum, auk þess að kveikja áhuga ungs fólks um all-
an heim á Íslandi. Óhætt er að segja að hvort tveggja hafi tekist. Uppselt
hefur verið á tónlistarhátíðina síðustu sjö árin og gestir í síðustu viku voru
7200. Þeir hafa aldrei verið fleiri.
HÁTÍÐ SEM HÆKKAR SÍFELLT FLUGIÐ
Á íslenskum öldum
ljósvakans í 14 ár
ENGAN ÓRAÐI FYRIR ÞVÍ AÐ SÁ LITLI NEISTI, SEM TENDRAÐUR VAR Í
OKTÓBER 1999, YRÐI AÐ ÞVÍ BÁLI SEM ICELAND AIRWAVES ER ORÐIÐ.
Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Grafík: Elín Esther Magnúsdóttir ee@mbl.is