Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 13
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
2001Ákveðið að einblína ekki á að fá risasveitir í Laugardalshöllina heldur
„heitar“ og umtalaðar sveitir til að leika hér og þar um miðbæinn.Teiknimyndasveitin
Gorillaz átti að vera aðalnúmerið en hætti við, en erlendar sveitir á hátíðinni voru
Sparta, Citizen Cope, Tweeterfriendly Music, The Apes, Chicks on Speed
og LakeTrout. Fjölmargir plötusnúðar komu einnig til landsins, þ. á m. Thievery
Corporation frá Washington. Hátt í 200 manns úr tónlistarheiminum erlendis
mættu, blaðamenn, umboðsmenn og fleiri. Icelandair seldi hátt í 700 pakkaferðir á
hátíðina á fyrsta söludegi en eftir hryðjuverkaárásirnar á NewYork og Washington 11.
september hættu margir við að koma. Erlendir gestir urðu þó alls um 700.
2002 Almenn upplýsingamiðstöð um hátíðina opnuð í fyrsta skipti. Tímarit á ensku gefið
út á vegum Airwaves. Um 300 manns koma frá NewYork; almenningur sem og blaðamenn og
útsendarar plötufyrirtækja. Alls komu um 1.500 manns til landsins í þeim tilgangi einum að sækja
hátíðina. Sænska sveitin Hives, ein umtalaðasta rokksveit heims, leikur í Laugardalshöll.
„Það sem byrjaði með einum stórtónleikum í september 1999 er nú orðið að vikulangri og
yfirgripsmikilli hátíð; hvar tugir innlendra sem erlendra sveita troða upp úti um alla borg. Erlendis
er hátíðin orðin þekkt sem hátíðin sem beri að sækja, ætli menn sér að kynna sér íslenska dægur-
tónlist; hvort sem er í atvinnuskyni eða af einskærum áhuga,“ skrifaði Arnar EggertThoroddsen
blaðamaður Morgunblaðsins.
2003 Allir tónleikar á hátíðinni fara í fyrsta skipti fram í
miðborginni. Liðlega 110 hljómsveitir og einstakir listamenn
bókaðir á hátíðina og alls tóku 650 tónlistarmenn þátt í flutningi
tónlistar. Blaðamenn komu aðallega frá Bandaríkjunum fyrstu árin
en 2003 tók breska pressan við sér. Útsendarar tónlistarblaðanna
Metal Hammer, Kerang, Q, Spin og NME mættu á staðinn.
2004 Um 1200 miðar seldust
erlendis á hátíðina, einkum í Englandi,
Skotlandi, Þýskalandi og Bandaríkjun-
um. Um 100 listamenn komu að utan til
að troða upp og 200 blaðamenn mættu til
landsins. Útlendingar voru því alls um 1500
á hátíðinni. 173 hljómsveitir og stakir
listamenn komu fram.Tónleikar voru á sex
stöðum í miðbænum. Uppselt á hátíðina
í fyrsta skipti.
2005 Aldrei fleiri umsóknir um að fá
að spila á hátíðinni; rúmlega 200. Iceland
Airwaves og útgefendur Reykjavík Grape-
vine ásamt Icelandair taka höndum saman
um að standa að daglegri blaðaútgáfu yfir
hátíðina. Blaðið Grapevine Airwaves 2005
var á ensku og kom út þrisvar. Rúmlega 200
erlendir blaðamenn komu.Alls var boðið
upp á um 160 tónlistaratriði í miðbæ
Reykjavíkur þar sem langar raðir mynduðust
oft fyrir utan tónleikahúsin sex. Skv. könnun
Reykjavíkurborgar eru fjárhagsáhrif af hátíðinni
rúmlega 300 milljónir króna í borginni;
hótel, veitingastaðir, verslanir, söfn og fleiri
njóta góðs af.
2006 Enn eykst umfangið og athyglin með. Blaða-
maðurinn David Fricke hjá tónlistartímaritinu Rolling
Stone lýkur á hátíðina lofsorði. Hann er hrifnastur af
hljómsveitinni Jakobínarínu. Fricke er líka mjög hrifinn
af Mugison sem hann líkir við Led Zeppelin!
2007 Hátíðin stærri en nokkru sinni.Tæplega 200 hljómsveitir og/eða listamenn
koma fram, þar af 45 erlendar sveitir. Rúmlega þúsund umsóknir komu frá listamönnum
erlendis um að fá að troða upp á hátíðinni! Uppselt á Airwaves fjórða árið í röð, alls seldust
um 5.000 miðar. Tónleikastaðirnir í miðbæ Reykjavíkur orðnir níu. Verðmæti kynningar
á Íslandi og íslenskri tónlist talið hlaupa á tugum milljóna króna. Neysluáhrif frá gestum
hátíðarinnar á milli 400 og 500 milljónir króna að mati Icelandair. Árni Matthíasson
blaðamaður Morgunblaðsins skrifar að erfitt sé að svara því hvað tónlistarmennirnir fá
fyrir sinn snúð enda spili flestir eða allir íslensku listamennirnir ókeypis á hátíðinni. „Víst má
nefna dæmi um hljómsveitir sem fengið hafa útgáfusamning í kjölfar Airwaves eða svo mikla
fjölmiðlaathygli að fleytt hefur þeim áfram, en erfitt að meta hversu stóran þátt Airwaves
átti í þeim samningum,“ segir Árni og bætir við: „Ég held það velkist þó enginn í vafa um að
Airwaves hafi verið íslensku tónlistarlífi lyftistöng og aukið grósku, fagmennsku og metnað
íslenskra hljómsveita. Það er ómetanlegt að hafa svo veigamikinn viðburð til að stefna að og
ótal dæmi voru um hljómsveitir sem blómstruðu einmitt á Airwaves að þessu sinni eftir stífar
æfingar og undirbúning.“
2008 Daily Mirror, eitt stærsta dagblað Bretlandseyja, nefnir Iceland Airwaves sem eina
af bestu tónlistarhátíðum heims í fyrra. Um 600 erlendir blaðamenn koma á hátíðina, m.a. frá
Guardian, TheTimes, Times Online, SundayTimes, NRK, BBC, Playboy, New Musical
Express (NME), Music Week, Clash, Pitchfork Mediam, MTV og Kerrang! Um 400 höfðu
verið bókaðir fyrir bankahrunið í byrjun október en um 200 bættust við á síðustu stundu – blaða-
menn sem voru staddir hérlendis í fréttaleit vegna efnahagshrunsins. „Þetta kom ótrúlega vel út í
alla staði. Miðasala gekk vel, það seldist upp og við fengum líka miklu fleiri erlenda gesti en ég var
farinn að óttast að myndu skila sér,“ segir Þorsteinn Stephensen skipuleggjandi hátíðarinnar.
EmilíanaTorrini
Hives
Eivör Pálsdóttir
Keane
Jakobínarína
Benni Hemm Hemm
Mínus
Hjaltalín
Íslenskar og erlendar hljómsveitir og listamenn á Iceland Airwaves
Íslenskar hlómsveitir/listamenn
Erlendar hlómsveitir/listamenn
4 3
38
4
75
7
95
8
133
37
113
28
134
28
150
45
150
45
131
46
160
55
178
72
174
79
162
60
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13