Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 18
Kátir krakkar í skóla í Konsó. M innisstæðastar eru mér heimsóknir til hinna ýmsu ætt- flokka sem þarna búa sunnar í landinu,“ segir Sigríð- ur, sem er hjúkrunarfræðingur í Hveragerði, um ferð- ina til Eþíópíu. „Í sumum þorpunum sem við komum til stilltu heimamenn sér glaðlega upp fyrir framan myndavélarnar og vildu láta taka af sér myndir. Vildu síðan fá pening um leið og smellt var af. Ákafi fólksins var stundum óþægilega mikill, en í heild sinni var þetta mjög gaman. Þjóðflokkarnir þekkjast í sundur á mismunandi líkamsskreytingum þeirra sem og mismun- andi byggingarlagi húsanna. Húsin sem þeir búa allflestir í eru kringlóttir leirkofar með stráþökum.“ Starf Íslendinga í landinu áberandi Sigríður segir að áður en Eþíópíuferðin komst á blað hafi hún vitað fátt um landið. „Tvennt kom upp í hugann; annars vegar fá- tækt og hungursneyð og svo kristniboðsstarf Íslendinga í land- inu,“ segir hún. Vettvangur íslenskra kristniboða í landinu er þorpið Konsó, sem er sunnarlega í landinu. Fyrir sextíu árum hófu Íslendingar þar hjálparstarf og hafa í tímans rás þar staðið að margvíslegu uppbyggingarstarfi, svo sem skólastarfi og gerð vatnsbrunna. Hefur þetta bætt lífsskilyrði fólks á þessum svæðum til mikilla muna. Einnig heilsugæslustöðvar og fæðingarstofur, sem komið hefur verið á laggirnar fyrir söfnunarfé frá Íslend- ingum. Innihaldsríkar ferðir „Meira en helmingur eþíópísku þjóðarinnar er ólæs og af því leið- ir að framfarir í landinu verða takmarkaðar. Betri menntun fólks- ins er því skref til framfara. Eins vatnsbrunnarnir en úr þeim bera konur og börn vatnið heim í 25 lítra kútum. Og vatnið skap- ar ræktunarskilyrði og þannig skapar fólk sér mat,“ segir Sigríð- ur sem rómar fararstjórn Guðlaugs Gíslasonar. Hann hefur búið í fjórtán ár í Eþíópíu, unnið þar á vettvangi kristniboðsins og er læs sem mæltur á tungu innfæddra. „Ferðalög til svona fjarlægra landa eru afskaplega skemmtileg og mun innihaldsríkari en t.d. hefðbundnar Evrópuferðir. Vissu- lega kosta ferðir á hinn enda veraldarinnar sitt – en samt önglar maður alltaf einhverju saman og kemur svo margfalt ríkari heim,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir. OKTÓBERFERÐIN TIL AFRÍKU Við komum margfalt ríkari heim Ljósmynd/Sigríður Kristjánsdóttir HJÓNIN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR OG GÚSTAF JÓNASSON HAFA Á SÍÐUSTU ÁRUM FARIÐ VÍTT OG BREITT UM VERÖLDINA OG GJARNAN Á FRAMANDI SLÓÐIR. NÚ SÍÐAST VORU ÞAU Í TVEGGJA VIKNA EÞÍÓPÍU-LEIÐANGRI MEÐ BÆNDAFERÐUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Foss í Bláu Níl sem er eitt upptakafljóta Biblíufljótsins. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 Ferðalög og flakk Eþíópía er landlukt háslétta og nær yfir um 10% Afríku. Landið á sér merka sögu og fornminjar er víða að finna. Landið er í austur- hluta álfunnar og liggur að Eirí- treu og Djíbútí í norðri, Súdan í vestri. Í suðri liggur landið að Kenýa og Sómalíu í austri. Bláa Níl, meginkvísl Biblíufljótsins Nílar, fellur úr Tana Hayk-vatni í norðvesturhluta landsins og þaðan til sjávar. Höfuðborgin er Addis Ababa. HÁSLÉTTAN MIKLA Hlutverk konunnar er að bera björg í bú. Leirkofar með stráþökum sjást víða í Eþíópíu. NÚNA 30.000 KR. AFSLÁTTUR UMBRIA 2 sæta sófi. B:180 D:87 H:80 cm. 3 sæta: B:250 D:88 H:78 cm. Tungusófi: B:250 D:87 H: 80 T: 163 cm. Einnig til tungusófi XL. Þrír litir. 149.990 VERÐ FRÁ: 169.990 TVEGGJA SÆTA B:180 CM 169.990 VERÐ FRÁ: 189.990 ÞRIGGJA SÆTA B: 220 CM 219.990 VERÐ FRÁ: 249.990 TUNGUSÓFI NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a rd . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 6 HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili OPIÐ ALLA HELGINA! 12 MÁNAÐA VAXTALAUS LÁN SÓFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.