Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 19
*Stilltu heima-menn sér glað-lega upp fyrir fram-
an myndavélarnar og
vildu láta taka af sér
myndir. Vildu síðan
fá pening um leið og
smellt var af. Ákafi
fólksins var stundum
óþægilega mikill.
Sigríður áir
og tyllir sér
á tröppu.
Gústaf glað-
beittur meðal
heimamanna.
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Nýr heimshluti
opnast ferða-
mönnum
INDÓKÍNA ER VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR.
GAMLIR HERMENN FRÁ BANDARÍKJUNUM
FLYKKJAST NÚ TIL AÐ SKOÐA SINN GAMLA VÍG-
VÖLL, ÞÓ MINNINGARNAR SÉU OFT SÁRAR
Víetnam og Kambódía voru áfangastaðir hjónanna Sig-ríðar Kristjánsdóttur og Gústafs Jónassonar vorið2010. Bændaferðir stóðu að ferðinni til þessara landa
sem nú eru vinsælir áfangastaðir. Fólk víða að úr veröldinni
sækir til Indókína, en aðeins fá ár eru liðin síðan þessi
heimshluti opnaðist ferðamönnum. Það eru ekki síst Banda-
ríkjamenn sem fara til Víetnams. Þótt stríðsrekstur þeirra í
landinu hafi verið langvarandi og árangurslítill eru margir
t.d. úr liði fyrrverandi hermanna áfram um að komast aftur
á þær slóðir hvar þeir börðust forðum.
Á kanó í óshólmum Mekong-fljótsins. Þeir voru einn helsti vígvöllurinn í stríði Bandaríkja-
manna og Víetnama í landinu, sem stóð frá því um 1965 og í um heilan áratug þar á eftir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hægt er að lýsa Víetnam sem langri mjórri ræmu sem liggur að sunn-
anverðu Suður-Kínahafi. Landið byggja ríflega 80 milljónir manna. Ætlað
er að í höfuðborginni Hanoi, sem er nyrst í landinu, búi um þrjár milljónir
manna. Í suðurhlutanum er Ho Chi Minh, sem áður var nefnd Saigon, sem
höfuðborg. En þótt borgirnar í landinu séu fjölmennar ber þess þó að geta
að stærstur hluti þjóðarinnar, eða um 70%, býr í sveitunum. Þar er stund-
uð margskonar jarðyrkja, meðal annars hrísgrjónarækt með fornum
vinnubrögðum. Ösnum er beitt fyrir plóga og hrísgrjónagrösin eru skorin
með sigð. Framkallar þetta í hugum einhverra til dæmis myndir úr Bibl-
íusögum barnaskólaáranna.
Náttúrufegurð í Víetnam er viðbrugðið. Sigling með djúkunum svo-
nefndu við krítarhvítar eyjar Halong-flóa er ævintýraleg og þegar um land-
ið er farið liggur í loftinu sérstök græn birta sem stafar frá skógum og ak-
urlendi. Má því með sanni segja að landið sé grænt en rautt í aðra röndina,
enda er flokkur kommúnista allsráðandi.
JARÐYRKJA Í GRÆNU LANDI
Víetnamskur
hrísgrjónabóndi
á akri sínum.
Kambódía er mjög framandi land
sem á merka sögu að baki. Sérstaka
athygli ferðamanna vekja t.d. must-
erin miklu í Angkor Wat og Bayon
sem byggð voru á tólftu öld. Kam-
bódía er velþekkt í vestrænum frétt-
um fyrir langvarandi átök. Þekktir
eru Rauðu khmerarnir, komm-
únistahreyfing Pols Pots sem fyrir
um fjörutíu árum hugðist hreinsa
landið af erlendum áhrifum og skapa
jafnréttisríki sveitamanna. Sú tilraun
tókst þó ekki sem skyldi enda þótt
fórnað væri hálfri annarri milljón
manna í tilraunaskyni.
KAMBÓDÍA KHMERANNA
Gömul kona við
vatnsbrunn í kam-
bódísku þorpi.
OREGON hornsófi með tungu. B 310 D 240 H
88 cm. (hægt að fá með tungu hægra og vinstra
megin). Litur: svart slitsterkt áklæði. Krómlappir.
FLOTTUR SÓFI Í BAK OG FYRIR
20%
AFSLÁTTUR
239.900
VERÐ: 299.990
0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
89.000
VERÐ: 129.000
COBRA 3 sæta sófi. B:180 D:87 H:80 cm.
Grátt slitsterkt áklæði.
HELGAR
TILBOÐ!
NÚNA
40.000
KR. AFSLÁTTUR