Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingEf huga á að heilsunni skal velja fitumikinn fisk eins og lax og silung sem er ríkur af omega 3 »23 Þ að var alltaf verið að spyrja hvort við værum ekki með ballett fyrir eldri nemendur, bæði þá sem höfðu verið áður í ballet og eins aðra sem vildu koma og prófa, svo ég sló þessu svo- lítið saman,“ segir Ásta Björnsdóttir, skóla- stjóri Balletskóla Sigríðar Ármann. Er þetta fjórða árið í röð sem skólinn býður upp á kennslu í ballett fyr- ir fullorðna við miklar vin- sældir. „Ég kalla þetta „Ball- ettgleði“ en hingað mæta yfirleitt á annan tug kvenna, á milli 17 ára og fimmtugs, tvisvar sinnum í viku og læra klassískan ballett, undir leiðsögn reynds kennara,“ segir Ásta. Kennt er alla mánudaga og miðviku- daga og fer kennslan fram á kvöldin, kl. 20:40, eftir að búið er að koma ungviðinu í ró þar sem það er og afgreiða aðrar skyld- ur heima fyrir. Klassískur ballett frá grunni Á námskeiðinu er lagt upp úr að kenna nemendunum klassískan ballett frá grunni. „Þær gera þennan hefðbundna tíma, byrja á upphitun og tæknilegum æfingum við stöng. Síðan er farið út á gólf og gerðar dansæfingar og aðrar æfingar þar. Þær fara bara í gegnum þetta allt saman eins og þeir sem byrja yngri,“ segir Ásta. Hvað varðar búnað til ballett-iðkunar er hann ekki flókinn en Ásta nefnir að þurfi ballettskó. Hvað annan æfingaklæðnað varðar segir hún flestar byrja á að mæta í hefðbundnum íþróttafötum sem þær eigi fyrir. „Sumar græja sig síðan upp með tím- anum, fá sér t.d. ballettpils, ballett- sokkabuxur eða -búning,“ segir hún en nefnir jafnframt að slíkt sé ekki skylda. Allsherjaráreynsla fyrir líkamann En hvað fær maður út úr ballettinum? „Ballettinn er í raun allsherjaráreynsla fyrir líkamann,“ segir Ásta. „Dansinn reyn- ir á samhæfingu fóta, handa og huga og því á líkamann í heild. Síðan eru margar hérna hérna einkum ánægjunnar vegna, þótt hægt sé að fá heilmikið út úr þessu á sama tíma“. Ásta segir hvergi slegið af á námskeiðinu þótt nemendur séu misjafnlega langt komn- ir en gleði ríki og mikið sé hlegið. „Þetta er alveg alvöru og þær vilja læra og menntast. En það er líka gaman hjá okkur,“ bæti hún við létt í bragði. Nemendurnir hita upp við slá undir öruggri leiðsögn kennarans, Önnu Kolfinnu Kuran. Hvergi er slegið af og mikill metnaður ríkjandi í bland við ánægju hreyfingarinnar við fagra tóna gömlu meistaranna. Morgunblaðið/Árni Sæberg ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA Ballett fyrir fullorðna Í SKIPHOLTIÐ MÆTA VASKAR KONUR Á ÖLLUM ALDRI TVISVAR SINNUM Í VIKU TIL AÐ DANSA BALLETT. AF ÞEIM AÐ DÆMA ER LJÓST AÐ BALLETTDRAUMAR ÞURFA EKKI AÐ VERA FYRIR BÍ ÞÓTT FÓLK SÉ KOMIÐ AF YNGSTA SKEIÐI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ása Björnsdóttir Anna Kolfinna Kuran sér um kennslu elsta hópsins í Balletskólanum. Ber hún nemend- unum þar afar vel söguna og segir þá standa sig vel. „Þær eru ótrúlega duglegar að mæta og samviskusamar,“ segir hún um hópinn. Bæt- ir hún við að auk þess að vera metnaðar- fullar séu konurnar einnig duglegar að halda hver utan um aðra, minna á æfingar og þær séu mjög hvetjandi, sem sé gaman að verða vitni að. Anna Kolfinna er sjálf þaulvanur ball- ettdansari. Hún er útskrifuð frá Konunglega danska ballettskólanum þar sem hún starf- aði í kjölfarið um tíma. Eftir að hafa ferðast um heiminn fluttist hún loks aftur til Íslands og bætir nú við sig námi í samtímadansi við Listaháskólann auk þess að kenna klassískan ballett hjá Ástu. „Ég legg áherslu á einfaldar æfingar, þ.e. samsetningar í sporum og slíku. Ég vil frekar að nemendurnir hugsi um öll hin atriðin sem skipta svo miklu máli í ballett, s.s. að hlusta á tónlistina, samhæfinguna, mismun- andi áferð í hreyfingum og annað slíkt,“ seg- ir hún um hvernig hún hagar kennslunni. Spurð að því hvernig ballettinn geti nýst nemendunum að hennar mati stendur ekki á svari: „Þetta er náttúrlega mjög mikil hug- arleikfimi ásamt því að vera líkamlegt, sem ég held að geri öllum gott að einbeita sér að á einn eða annan hátt. Síðan held ég að þetta gefi þeim líka sjálfstraust en þær mæta hérna fyrir sjálfar sig og engan annan. Þetta er tími sem þær eiga bara fyrir sig og þeim ótrúlega mikilvægur að ég held,“ bætir hún við. „Svo hefur myndast mikil vin- átta á milli okkar allra, við hlæjum mjög mikið og höfum gaman sem er svo skemmtilegt – þótt ég sé líka stundum svo- lítið ströng við þær,“ segir danskennarinn Anna Kolfinna að lokum. Anna Kolfinna gefur nemanda góð ráð en sjálf er hún þrautþjálfaður dansari í klassískum ballett. Kennari úr konunglegum ballettskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.