Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Heilsa og hreyfing
Styrkæfingar með eigin þyngd, á
borð við armbeygjur, magaæf-
ingar og upptog, verða þær heit-
ustu árið 2013 samkvæmt nið-
urstöðum nýrrar könnunar
American College of Sports Me-
dicine (ACSM) í Bandaríkjunum.
Árlega leitast vísindamenn skól-
ans við að kortleggja tískuæfingar
í líkamsrækt á komandi ári. Byggj-
ast niðurstöðurnar á svörum
3.346 íþrótta- og líkamsrækt-
arsérfræðinga um allan heim.
Telja vísindamennirnir æfingatískuna í líkamsrækt haldast í
hendur við ástand efnahagsmála í landi hverju sinni. Þannig
skoruðu æfingar sem útheimta lítinn sem engan búnað hátt á
listanum í ár, en pilates, jafnvægisæfingar á boltum og spinn-
ing, sem allt hefur skorað hátt undanfarin ár, náði ekki á blað
yfir tuttugu heitustu æfingaleiðirnar í þetta skiptið.
HEITUSTU ÆFINGARNAR 2013
Upptog er klassísk æfing.
Styrkæfingar málið
Auk þess að gæða matvæli
auknu bragði eru ýmis
krydd mannskepnunni
meinholl.
Tímaritið Women’s
Health bendir á fimm holl
og góð krydd sem oftar
en ekki eru dregin fram á
þessum tíma árs.
Er þar átt við kryddin kanil, túrmerik, múskat, engifer og
lárviðarlauf, sem öll búa yfir jákvæðum eiginleikum fyrir
kroppinn sé notast við þau í matargerð.
Kanill getur m.a. stuðlað að heilbrigðri bakteríuflóru og
aukið fitubrennslu, múskat virkar vel á meltinguna, þá eru
hollir og góðir eiginleikar engifersins vel þekktir en e.t.v. ekki
sú staðreynd að það hefur um aldir verið notað við upp-
köstum og ógleði o.s.frv.
Sjá nánar á vefsíðunni: blog.womenshealthmag.com/
food/5-delicious-and-healthy-fall-spices/.
GÓÐ HEILSURÁÐ
Kanill er eitt meinhollra haust-
krydda í tilverunni.
Holl haustkrydd
Grasker hafa um skeið fengist
hér á landi og það í nokkrum
tegundum. Getur virkað
nokkuð flókið að matreiða
þau fyrir óvana, sem öðru
fremur verður að skrifast á
hversu stór og hörð þau eru
viðkomu.
En kjöt graskersins er engu
að síður stútfullt af næringarefnum
og því á síst að láta það alveg fram hjá sér
fara.
Í graskerjum er gnótt próteina og trefja, steinefna og vít-
amína. Þá eru grasker rík af andoxunarefnum og mætti því
gjarnan telja þau með í hópi svokallaðra ofurfæðutegunda
sem svo vinsælar eru nú um stundir.
Steikt eða soðin, bökuð eða maukuð – hægt er að mat-
reiða grasker á ótal vegu og uppskriftir er víða að finna. Bara
ekki láta harða skorpuna fæla ykkur frá þeim.
GRASKER ERU GÓÐ
Ofurfæða í leyni
Í
slendingar búa í dag við fjöl-
breytt úrval af ýmiss konar
kornvörum. Hvort sem farið er
í almennan stórmarkað eða
sérhæfðari heilsuverslun er nánast
hægt að ganga að því vísu að í
hvorri sem er fáist bæði spelt og
hveiti, sem víða er farið að nota
jöfnum höndum á heimilum.
Spelt er hveititegund
Bera vill á að rætt sé um spelt og
hveiti sem alls óskyldar vörur,
sem stillt er upp hvorri á móti
annarri. Spelt er hins vegar ein
tegund af hveiti, rétt eins og rauð
og græn epli eru sitt hvor teg-
undin af eplum að sögn Kolbrúnar
Einarsdóttur næringarráðgjafa.
Eins og hefðbundið hveiti hefur
speltplantan verið til um aldir. Er
hún bæði harðger og seinsprottin
en gróft hismi umlykur kornið og
skýlir að mestu fyrir utanaðkom-
andi áreiti, s.s. mengun, sjúkdóm-
um og skordýrum. Samkvæmt Vís-
indavef Háskóla Íslands má
einkum rekja dvínandi vinsældir
speltsins um tíma til þess hve
seinlegt og dýrt var að vinna það í
harðnandi samkeppni við aðrar
auðþreskjanlegri tegundir. Í ljósi
vaxandi vinsælda lífrænna vara og
almennrar heilsuvakningar á und-
anförum árum hafa vinsældir þess-
arar fornu hveititegundar hins
vegar farið hratt vaxandi á ný og
framleiðsla hennar margfaldast.
„Gróft spelt og heilhveiti eru í
báðum tilfellum góðar, næring-
arríkar kornvörur sem sjá mann-
inum fyrir orku og nauðsynlegum
trefjum, B-vítamíni og járni eins
og flestar aðrar kornvörur“ segir
Kolbrún. Erfitt er því að ætla að
bera slíkar vörur nákvæmlega
saman og ætla annarri í að vera
betri ekki frekar en maður ber
saman rauð epli og græn.
Glútein í spelti og hveiti
Við upphaf vinsælda spelts hér á
landi fyrir nokkrum árum var nán-
ast eingöngu gróft spelt flutt inn.
Gerði það muninn frá hinu hvíta
hveiti enn meira afgerandi en ella.
Bæði var gróft speltið töluvert
trefjaríkara en fínmulið hvítt
hveitið auk þess sem talið var að
speltið væri glútenfrítt og hentaði
því vel þeim sem þjáðust af hveiti-
ofnæmi og glútenóþoli.
Þær fullyrðingar voru þó fljót-
lega hraktar en spelt inniheldur
síst minna magn glútens en heil-
hveiti sem dæmi. Þeir sem eru
með ofnæmi fyrir hveiti þola held-
ur ekki spelt.
Mismunandi mölun hefur
áhrif á næringarinnihald
Í dag er hægt að velja úr spelti
sem er mismikið unnið. Er hægt
að fá það bæði fín- eða grófmalað.
Hvetja næringarráðgjafar fólk
ekki síst til að nota heilmalað
spelt þar sem það er fáanlegt.
Inniheldur það mest af næring-
arefnunum óskertum, sem annars
vilja týna tölunni við mismunandi
mikla mölun. Hið sama á við um
hveitið þar sem heilhveiti er óneit-
anlega ríkara af næringarefnum
en það sem er meira unnið. Að
staðaldri inniheldur gott heilhveiti
og spelt svipað magn trefja, pró-
teins og annarra næringarefna, sé
um sama grófleika mölsins að
ræða.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
ljóst að spelt er kærkomin viðbót
við fjölbreytta flóru kornúrvals hér
á landi. Eins og gott heilhveiti
stuðlar það að hollustu og heil-
brigði þeirra sem þess neyta.
Gildir í þessu sem öðru að skoð-
anir og tilfinningar ráða mikið til
vali fólks. En ekki skaðar að hafa
fjölbreytnina að leiðarljósi.Á fjölmörgum íslenskum heimilum er farið að nota spelt, ýmist eingöngu eða til jafns við hveiti, í bakstur nú til dags.
Morgunblaðið/Kristinn
HOLLUSTA OG NÆRING
Hveiti eða
spelt?
ÓFÁIR HAFA VELT FYRIR SÉR MUNINUM Á HEFÐBUNDNU
HVEITI OG SPELTI OG HVORT SÉ BETRA FYRIR MANN-
SKEPNUNA. VIRÐAST TEGUNDIRNAR TVÆR HINS VEGAR
EIGA MEIRA SAMEIGINLEGT EN EKKI ÞEGAR AÐ ER GÁÐ.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
* Gróft spelt ogheilhveiti eru í báðum tilfellum
góðar, næringarríkar
kornvörur