Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 27
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 Svefnsófi Big Stay199.900 S amúel er forstöðumaður íþróttamiðstöðva Glerár- og Giljaskóla á Akureyri og Ragnhildur starfar á myndgreinardeild FSA. Þau bjuggu árum saman við Oddeyrargötu á Akureyri og undu hag sínum vel en Samúel, sem hefur í áratugi fengist við myndlist, var kominn í vandræði með vinnustofu- pláss. Þess vegna kviknaði í raun hugmyndin um að svipast um eftir húsnæði í sveitunum skammt frá bæn- um. Landið þar sem húsið stendur datt nánast upp í hend- urnar á þeim, eins og Samúel kemst að orði. Strax var hafist handa við að byggja og þau fluttu inn rétt fyrir jólin 2004. Mark er í landi Syðri-Vargjár. Í hretinu í síðustu viku var ófært þangað í tvo daga, en Samúel segir það algjöra undantekningu og yfirleitt ekkert mál að komast í bæinn. Sælan er mikil í sveitinni en útsýnið frábært til Akur- eyrar, og að Ráðhústorginu er ekki nema sex kílómetra akstur. „Við erum algjörlega út úr en samt alveg ofan í bænum,“ segir Samúel „Þegar fólk er orðið fullorðið og hætt að þurfa að skutla krökkunum endalaust á íþrótta- æfingar eða annað slíkt, er dásamlegt að vera hér.“ Húsið er á tveimur hæðum. Íbúðin er 115 fermetrar og bílskúrinn 45. „Af því að halli var svo mikill hérna þá tókum við út neðri hæðina líka og þar er ég með 100 fermetra vinnustofu,“ segir Sammi. Hann svar- ar því ekki neitandi hvort einhver pensillinn sé ekki alltaf blautur! „Ég reyni að vera eins mik- ið og ég get á vinnustofunni,“ segir hann og bæt- ir við: „Okkur líður vel í Eyjafjarðarsveit. Hún er göldrótt að gæðum!“ Kamínan sem prýðir stofuna í Marki er úr Aðalstræti 76 á Akureyri, æskuheimili Ingólfs Sig- urðssonar, föður Rögnu. Þau gerðu Mark SAMÚEL JÓHANNSSON ER GAMALL FÓTBOLTAMARKVÖRÐUR. ÞEGAR ÞAU RAGNHILDUR INGÓLFSDÓTTIR BYGGÐU SÉR HÚS Í VAÐLAHEIÐI KOM BARA EITT NAFN TIL GREINA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Byggð hefur aukistgríðarlega í Vaðlaheiði síðustu ár. * Aðeins eru þó fáeinhús í grennd við Mark í landi Syðri-Vargjár. * Uppbyggingin hefurað lang mestu leyti verið norðar, á svæði sem til- heyrir Þingeyjarsýslu. * Samúel og Ragnabúa hins vegar í Eyja- fjarðarsveit. SVEITAKYRRÐ, FRÁBÆRT ÚTSÝNI OG STUTT Í BÆINN Samúel er alltaf með eitthvað á trönunum á vinnu- stofu sinni á neðri hæð hússins. Leikaramyndir eru mörgum ógleymanlegar. Skemmtileg veggskreyting. Ragna var mikill safnari á árum áður. Þetta er hluti mjólkurkönnusafnsins. Útsýnið úr Marki er ekki amalegt. Hér er horft í norð- vestur úr stofunni, yfir Leiruveginn og til Akureyrar. Mynd af Samúel, efst til vinstri, eftir listamanninn Gunnar Örn heitinn. Þeir Gunnar voru svilar og miklir vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.