Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 T æp tvö ár eru frá því Sigurður og Ewa opnuðu Pylsumeistarann, á horni Hrísateigs og Lauga- lækjar. Luku þau þar með upp dyrunum að áð- ur lítt þekktum heimi sælkerapylsna fyrir mörg- um Íslendingnum og hefur hróður verslunarinnar borist víða. „Það gekk mjög vel í sumar og seldist t.d. mikið af alls kyns grillpylsum,“ segir Ewa létt í bragði. Fjöldann allan af alls kyns ferskum matarpylsum var að finna í kjötborði verslunarinnar þegar Morgunblaðið bar að garði. Eru pylsurnar ýmist forsoðnar og tilbúnar til hitunar eða steikingar eða ósoðnar, á borð við enskar, ítalskar eða danskar morgunverðarpylsur, tilbúnar á pönnuna. Krydd- og áleggspylsur á borð við rúllupylsu, hunangs-, lúxus- og Baleroskinku njóta einnig mikilla vinsælda að sögn Ewu auk þess sem beikon verslunarinnar er sérlega vinsælt. Kjötiðnaðarmeistarinn Sigurður vinnur allar kjötvörur verslunarinnar sjálfur, ýmist eftir erlendum uppskriftum eða sínum eigin. Notast hann einungis við besta fáanlega hráefni þar sem aukaefni á borð msg koma hvergi við sögu. Sigurður leggur mikinn metnað í framleiðsluna og segir hana í senn bæði vinnu sína og áhugamál. Reglulega bætast áhugaverðar nýjungar við vöruúrvalið en að sögn Sigurðar og Ewu er það í stöðugri þróun. „Það er einmitt þetta sem er svo skemmtilegt við þetta, pylsurnar og skinkurnar – hér er íslensk framleiðsla úr íslensku hráefni, eftir uppskriftum frá mismun- andi löndum,“ segir Sigurður að lokum og hefur greinilega fundið sína hillu. Það kennir ýmissa grasa í kæliborði Pylsumeistarans. Hér má m.a. sjá matarpylsur úr lambakjöti af ýmsum stærðum og gerðum. Morgunblaðið/Kristinn Ýmiskonar kryddpylsur og salami eru fyrirtaks snakk. Ewa með sýnishorn af framleiðslu manns síns, Sigurðar. SELJA SÆLKERAVÖRUR VIÐ HRÍSATEIG Gæðapylsur og álegg gera lukku Beikonið góða nýtur mikilla vinsælda. VIÐ HRÍSATEIG STENDUR SÆLKERAVERSLUNIN PYLSUMEISTARINN. ÞAR RÁÐA ÞAU SIGURÐUR HARALDSSON KJÖTMEISTARI OG KONA HANS, EWA BERNEDETA KROMER, RÍKJUM. ÚTBÚA ÞAU OG SELJA ÞAR LJÚFFENGAR PYLSUR OG ÁLEGG SEM BRAGÐ ER AF. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Nærri má geta að ýmislegt verður í boði í Pylsumeistaranum í tilefni jólanna að sögn staðarhaldara. Líkt og í fyrra mun verslunin bjóða upp á sérstaklega verkaðan hamborg- arhrygg auk sænskrar jólaskinku og paté-a af ýmsum tegundum í ár. Er þegar farið að taka niður pantanir fyrir hamborgarhrygginn en sá er minna saltbættur en almennt gengur og gerist og því léttari í maga. Ekki þarf heldur að sjóða hrygginn, sökum takmarkaðs salt- magns í honum og er hann því svo til tilbúinn til steikingar beint í ofninn við afhendingu. Ýmsar pylsur verða einnig í boði sem henta vel um hátíðirnar, hvort heldur sem er um jól eða áramót, sem snakk eða annað. Nefnir Sigurður þar pylsur á borð við Cabanos, Slim Jim og svokall- aða „Ömmulund“ sem er söltuð og reykt svínalund, en allar hafa þær notið vinsælda. Þá nefnir hann einnig einiberja- pylsur og pepperonisnakk, sem vel geta komið í staðinn fyrir kartöfluflögur og annað slíkt. Ekki má heldur gleyma því að pylsur geta komið mjög vel út með hinum ýmsu ostum og fara vel á slíkum bökkum. Sigurður hefur um skeið unnið að því að þróa hreindýrasalami. Er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja hvað hráefni í það varðar svona rétt fyrir jólin. Vill paté-framleiðsla landans ganga fyrir slíkum nýjungum á þessum tíma árs. Uppskriftin að slíkri snakkpylsu er engu að síður tilbúin og vonast kjötiðn- aðarmeistarinn til að geta boðið upp á þær þótt síðar verði. Verður engu að síður úr nægu að velja við Laugalækinn fyrir þessi jólin og um að gera fyrir sælkera þess lands að leggja leið sína þangað rétt eins og á Laugaveg- inn. EINIBERJAPYLSUR OG PEPPERONISNAKK TIL HÁTÍÐABRIGÐA Matur og drykkir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.