Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012 G rikkir samþykktu enn ein lögin sem þríeykið úr Evrubankanum, ESB og AGS setti þeim fyrir nú í vikunni. Forsætisráðherrann hótaði ekki aðeins „efnahags- legu öngþveiti“ eins og Jóhanna fengi hún ekki Icesave. Hann gekk jafnvel lengra. For- sætisráðherrann gríski sagði efnislega að yrði þessi skammtur ekki samþykktur þá væru ekki aðeins óg- urleg eymd og voðalegt volæði hin óhjákvæmlega af- leiðing þeirrar þrjósku, heldur myndi efnahagslegt svarthol djöfulsins, eldtungur og eitraðar gufur þess lykjast endanlega um Grikki. Mótmælendur gerðu það sem þeir gátu til að hvetja þingmenn til að hætta að gegna hótunum. Reynslan sýndi að fyrir þeim væru ekki innstæður. En þeir voru hafðir í hálfs kílómetra fjarlægð frá þinghúsdyrunum, eins og gert er alls stað- ar nema á Íslandi, þar sem litið er á það sem hlut í lög- vörðu tjáningarfrelsi að fá að brjóta rúður þinghússins, ata það auri og helst að hertaka það með aðstoð innan- búðarmanna. Hvers vegna gekk ráðherra svo langt? En hvers vegna í ósköpunum lét gríski forsætisráð- herrann svona? Það er ekki auðvelt að svara því til fulls. En ástæðan til þess hve langt hann taldi nauðsyn- legt að ganga er þó augljós. Hótun um eymd og volæði í verri kantinum hefði ekki hreyft við nokkrum Grikkja. Þeir eru fyrir löngu komnir þangað. Þeir hafa misst vinnu, þakið yfir höfðinu fauk í logni og lífeyr- issparnaðurinn gufaði upp. Atvinnuleysið í landinu er nú talið vera nærri 26% og atvinnuleysi ungs fólks á vinnumarkaði er komið yfir 58%! Slíkar tölur sjást hvergi nema í allra vanþróuðustu löndum veraldar. Og Grikkland er ekki eina evrulandið sem er svo illa kom- ið. Eitt af stórríkjum svæðisins, Spánn, býr við al- mennt atvinnuleysi yfir 25% og atvinnuleysi ungs fólks á vinnumarkaði er þar einnig komið yfir 50%. Þaðan berast nú fréttir um að nú hafi kreppan á Spáni staðið svo lengi að stórir hópar fólks séu að falla út af atvinnu- leysisskrá og muni ekki lengur eiga rétt á þeim bótum sem þeirri skráningu fylgja. Næst muni þessi sístækk- andi hópur verða að leita í félagsleg úrræði, t.d. hjá sveitarfélögum, sem ramba mörg hver á barmi gjald- þrots. Þeim sem fái þar „úrlausn“ sé gert að lifa á 400 evrum á mánuði (rúmum 60 þúsund krónum). Ef þetta er svarið, þá … Einn af geðfelldustu fyrirrennurum Samfylkingar, Al- þýðuflokkurinn, auglýsti einhverju sinni í kosningum: „Alþýðuflokkurinn er svarið.“ „Sé svo, þá er eitthvað bogið við spurninguna,“ sögðu andstæðingarnir. Al- þýðusamband Íslands telur ennþá, öndvert við flesta þá sem borga félagsgjöldin til aðildarfélaganna, að evra og ESB sé ekki bara svarið, heldur eina svarið. Það hlýtur að vera orðið mjög langt síðan að samtökin þau hafa gert svo mikið sem að dusta mesta rykið af spurningunni haldi þau enn að þetta sé svarið við henni. Þegar ASÍ vill að tekið sé mark á sér nefnir það gjarnan til sögunnar þann fjölda sem „standi á bak við það“, að vísu handan við aðildarfélögin. Nú hefur þorri þess fólks aldrei verið spurður hvort vilji standi til að ASÍ-forystan fylgi í blindni sérvitringsstefnu Samfylk- ingar í þessu mikla máli sem öðrum. Og ástæðan fyrir því að fólkið, sem stendur undir öllu heila gumsinu, er ekki spurt er einföld. Forystan veit innst inni hvert svar þess myndi vera. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri veitir meira en vísbendingar um það. En samt er látið eins og forystan hafi umboð, hafi einhvern tím- ann fengið svar við spurningu sem hún þorir ekki fyrir sitt litla líf að spyrja. Lærdómur forsetakosninga Forsetakosningar í sumarbyrjun réðust ekki síst af því að álitlegur frambjóðandi komst ekki í kringum þá til- finningu stórs hluta kjósenda að hann vildi ekki gera hreint fyrir sínum dyrum. Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin gerði óumbeðin frambjóðandann að sín- um. Það reyndist banvænt faðmlag. Frambjóðandinn reyndi sjálfur lengi vel að komast frá því að upplýsa um afstöðu sína til aðildarumsóknar með einfaldri vís- un til þess að allir flokkar hefðu lofað þjóðaratkvæði Reykjavíkurbréf 09.11.12 *William Hague, utanríkisráð-herra Bretlands, sér evrusvæðiðekki aðeins fyrir sér hús sem búi við mikla eldhættu. Hann segir að þetta hús sé „án útganga“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.