Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 45
um málið og því væri það ekki til neinnar meðferðar í
forsetakosningum. Það má meira en vera að frambjóð-
andinn hafi haft töluvert til síns máls. En í huga fólks-
ins er málið fyrst og síðast fullveldismál. Aðdragandi
málsins er óboðlegur og sífellt er það kynnt eins og það
sé annað en það er. Fólkið var því orðið órólegt. Og það
vildi ekki kjósa forseta, hversu vel sem þeim litist á
frambjóðandann að öðru leyti, sem rétt eins og stjórn-
völdin kæmi ekki hreint fram og segði ekki hug sinn í
svo stóru máli. Stærsta sjálfstæðismáli þjóðarinnar frá
árinu 1944.
Þegar frambjóðandinn og aðstandendur framboðs-
ins sáu að yfirburðafylgi tók að hrynja af honum var
brugðist við. En viðbrögðin voru ógagnsæ og komu of
seint. Frambjóðandinn sagðist efnislega hafa þá af-
stöðu til aðildarumsóknar að menn leigðu sér ekki her-
bergi í brennandi húsi. Það er alveg rétt. En með
svarinu var eingöngu verið að vísa til ástandsins eins
og það er um þessar mundir, af persónulegri pólitískri
neyð og vísvitandi að forðast að upplýsa kjósendur um
hvort viðkomandi teldi Íslandi best að fórna hluta full-
veldis síns og verða hluti af ESB. Svipaðir tilburðir
sjást því miður hjá nokkrum frambjóðendum í próf-
kjörum um þessar mundir, jafnvel hjá Sjálfstæð-
isflokknum.
En ekki aðeins brennandi
En svo menn haldi sig við hið brennandi hótel eða bara
hús, þá er evran sem sameiginleg mynt ólíkra þjóða
einnig hættuleg þótt eldur hafi ekki kviknað, svo ekki
sé talað um það þegar slíkt hús stendur í björtu báli,
eins og nú. William Hague, núverandi utanrík-
isráðherra, var á yngri árum talinn andsnúinn því að
Bretar tækju upp evru og einhverjir héldu að hann
væri jafnvel hlynntur því að Bretar yfirgæfu sam-
bandið. Þegar hann var orðinn „ábyrgur“ og „reyndur“
stjórnmálamaður bar sífellt minna á slíkum sjónar-
miðum og loks nánast ekki neitt. En ástandið á evru-
svæðinu hefur orðið til þess að nú vottar fyrir pólitísk-
um æskuglampa í augum ráðherrans. Og hann gengur
nú töluvert lengra en forsetaframbjóðandinn sem áður
var nefndur. Hann sér ekki aðeins fyrir sér hús sem
búi við mikla eldhættu. Hann segir að þetta hús sé „án
útganga“. Og það er alveg rétt hjá utanríkisráðherr-
anum í fleiri skilningi en einum.
Samkvæmt reglum evrusvæðisins getur evruþjóð
ekki horfið af svæðinu þótt hún kjósi það. Innganga í
myntina er óafturkræf af þjóðarinnar hálfu. Í helgri
bók er talið húsi (föðurins) til tekna að margar séu þar
vistarverurnar. Ekki þar né annars staðar er talið húsi
til tekna, hvað þá til dýrðar, að það hafi innganga en
engar útgönguleiðir. Og hinn skilningurinn, sem breski
utanríkisráðherrann er sjálfsagt einnig að vísa til, er að
evran horfir eingöngu til meðaltalsástands á evru-
svæðinu og lagar sig að því. Stærstu ríkin tvö, Þýska-
land og Frakkland, ráða mestu um það meðaltal. Evr-
an hvorki les né bregst við ástandi í smáevruríki á borð
við Grikkland, jafnvel þótt það ástand sé alvarlegt og
brenni á borgurunum eins og eldurinn í neðra, sem
þeirra eigin forsætisráðherra hótar með sífellt hækk-
andi hitastigi. Hús evrunnar hefur margar vistarverur,
ótal fordrykksherbergi og þykkbólstruð hægindi, en
enga útganga að mati breska utanríkisráðherrans.
„Þetta er það sem gerist þegar fólk er læst í röngum
gjaldmiðli, gjaldmiðli sem lýtur lögmálum sem hefur
ekkert með aðstæður þess að gera.“
Unga fólkið verður einna verst úti
Ungt fólk á evrusvæðinu er að reyna þessar ógöngur á
eigin skrokki. Sá skýri skrifari, A. Evans-Pritchard,
segir um þennan veruleika nýlega (í lauslegri þýðingu):
„Vinnumarkaðsfræðin segja okkur að þrítugsaldurinn
sé afdrifaríkt skeið. Það er þá sem ákvarðanir um
starfsval eru teknar og leiðin mörkuð og áformað hvert
framtíðartekjur skuli sóttar. Það telst til alvarlegra
efnahagslegri glæpaverka, sem yfirvöld geta framið,
að láta 58% æskufólks á vinnumarkaði vera án vinnu,
nístandi saman tönnum í örvæntingu yfir bolla á kaffi-
húsi, ef það hefur þá efni á slíkum bolla.“ A. Evans-
Pritchard vitnar til IFO, sem er ein stærsta rannsókn-
arstofnun um efnahagsmál í Þýskalandi, sem flokkar
það sem „grimmdarmeðferð á þjóðum að halda þeim í
evrunni með aðferðum eins og Grikkir eru beittir. Og
það sé ekki gert vegna hagsmuna Grikkja heldur evr-
unnar, hinnar miklu áætlunar, og fyrir því standi
sanntrúaðir gæslumenn tilveru hennar“. Nær er að
kalla slíka menn meinlokumenn en trúaða. Það er heil-
brigðiseinkenni að slíkum fer fækkandi hér á landi og
gott að vita að jafnvel þeir sem eftir eru eiga útgöngu-
leið úr sinni meinloku.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Illa meðferð á
þjóðum ætti
líka að banna
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45