Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 46
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
L
iðið fær allt að því óskipta at-
hygli landsmanna þegar mest
liggur við og Aron verður því
með þjóðina nánast á herðunum
í starfinu sem framundan er.
Morgunblaðið settist niður með Aroni og
ræddi við hann um þá ákvörðun að taka að
sér að stýra „Strákunum okkar“ eins og
þeir eru kallaðir á tyllidögum.
Aron stendur á fertugu og er á meðal ís-
lenskra íþróttaáhugamanna þekktastur fyrir
að vera í Haukum, fyrst sem öflugur leik-
maður og síðar einkar sigursæll þjálfari.
Aron er þó ekki innmúraður Hafnfirðingur
eins og margur kann að halda, heldur kem-
ur hann úr körfuboltabænum Stykkishólmi
og á fjölda skyldmenna á Snæfellsnesi.
„Ég fæddist í Reykjavík en bjó þá í
Stykkishólmi og gerði til ellefu ára aldurs.
Þá fluttist ég ásamt foreldrum mínum í
Hafnarfjörðinn. Ég á ennþá nokkra vini í
Hólminum og einhverjir þar muna eftir mér.
Þar ólst ég upp í frjálsum, fótboltanum og
körfuboltanum. Fram að ellefu ára aldri
man ég einu sinni eftir því að hafa spilað
handbolta í leikfimi,“ segir Aron og brosir
að tilhugsuninni. Myndin sem fólk kann að
hafa dregið upp af honum tekur einnig á sig
aðra mynd þegar í ljós kemur að Aron spil-
aði fótbolta með FH í yngri flokkum.
Aron gekk í Flensborgarskóla og kom
einnig við í Fjölbraut í Garðabæ. Að stúd-
entsprófinu loknu aflaði hann sér kenn-
aramenntunar. Hann tók eitt ár hér heima í
Kennaraháskólanum en kláraði í fjarnámi
frá Danmörku þegar hann lék þar með
Skjern á Jótlandi. Síðar tók hann hæsta al-
þjóðlega stigið sem hægt er að taka sem
handboltaþjálfari: Master coach.
Giftist systur herbergisfélagans
Eiginkona Arons, Hulda Bjarnadóttir frá
Selfossi, er einnig kennari. Þau eiga ým-
islegt sameiginlegt því hún var einnig í
handbolta og spilaði um tíma með Haukum.
„Við kynntumst fyrst á þjóðhátíð,“ segir Ar-
on og hlær. „Síðar lágu leiðir þeirra saman í
Haukum fyrir tæpum tuttugu árum. Bræður
Huldu, Gústaf og Sigurjón, voru kunnir
handboltamenn á tíunda áratugnum og í
byrjun þessarar aldar.
„Við byrjuðum saman þegar hún kom í
Haukana árið 1995. Gústaf var góður vinur
minn á þeim tíma. Við spiluðum saman í
Haukunum og vorum herbergisfélagar í
landsliðinu. Hann var mjög hissa þegar við
bönkuðum upp á hjá honum á sínum tíma
og tilkynntum honum um sambandið,“ segir
Aron og glottir. Því má svo einnig bæta við
að Sigurjón er í dag formaður handknatt-
leiksdeildar Hauka þó hann hafi ekki spilað
fyrir félagið á sínum ferli. Aron heldur því
fram fullum fetum að í boðum hjá tengda-
fjölskyldunni sé rætt um fleira en handbolta.
Góðar minningar frá Danmörku
Aron og Hulda eiga þrjá stráka, þá Darra
13 ára, Jakob 10 ára og Frey 4 ára. Þau
hafa hreiðrað um sig í Hafnarfirði en Aron
hefur ágætan samanburð af því að búa er-
lendis. Þau voru í sjö ár í Danmörku og eitt
ár í útjaðri Hannover í Þýskalandi.
„Á Íslandi er gott að hafa fjölskylduna
nálægt sér. Einnig er hugarfar Íslendinga
mjög gott. Hér eru hlutirnir oft á tíðum ein-
faldir og hægt að leysa málin fljótt. Á marg-
an hátt var einnig mjög gott að búa í Dan-
mörku enda mjög fjölskylduvænt. Við vorum
lengst af í litlu bæjarfélagi, Skjern, og það
er okkar annað heimili. Þaðan eigum við
margar hlýjar og góðar minningar og eigum
þar marga góða vini. Okkur líkaði lífið vel
og Hulda kenndi þar. Í Skjern var þægilegt
að vera með fjölskyldu og hraðinn er ein-
hvern veginn minni en hérna heima. Í
Þýskalandi vorum í eitt ár og það hentaði
fjölskyldunni ekki nægilega vel. Það var
mun erfiðari pakki.“
Aron fór svolítið óvenjulega leið inn í
meistaraflokksþjálfun því hann hóf þann fer-
il erlendis. Auk þess var hann einungis 32
ára og hafði skömmu áður nánast neyðst til
þess að leggja skóna á hilluna vegna
meiðsla. Sjaldgæft er að svo ungum mönn-
um sé treyst fyrir sterkum atvinnu-
mannaliðum eins og Skjern var í tilfelli Ar-
ons.
„Læknar sögðu mér að það væru 50% lík-
ur á því að ég gæti spilað aftur en myndi
ekki geta æft jafn mikið. Þá stóð ég frammi
fyrir þeim valkostum að eiga 50% möguleika
á því að snúa aftur sem leikmaður eða taka
að mér að þjálfa Skjern, eitt af toppliðunum
í Danmörku,“ útskýrði Aron og hann ætlaði
sér að verða þjálfari. Hann sagði það einnig
hafa hjálpað til að tími hans sem leikmaður
hjá Skjern var afar góður. Hann var í mikl-
um metum hjá félaginu og þar var Anders
Dahl-Nielsen, fyrrverandi þjálfari KR, í
stjórnunarstöðu.
„Ég byrjaði 18 ára að þjálfa yngri flokka
og þann tíma sem ég spilaði hér heima
þjálfaði ég bæði stráka og stelpur. Ég var
því kominn með fína reynslu af yngri flokk-
astarfi og starfi handboltaskóla. Sem leik-
maður hjá Skjern var ég á miðjunni bæði í
vörn og sókn. Danirnir voru ánægðir með
mitt framlag og við áttum frábæran tíma.
Við urðum strax danskir meistarar árið 1999
sem nýliðar í efstu deild og bikarmeistarar
árið eftir. Þetta var svolítið öskubusku-
ævintýri. Þegar ég meiddist þá var staðan
orðin þannig í Skjern að Anders Dahl-
Nielsen var orðinn íþróttastjóri og þjálf-
ARON KRISTJÁNSSON TÓK Í SUMAR AÐ SÉR EITTHVERT
MEST KREFJANDI STARF SEM FYRIRFINNST HÉRNA Á EYJUNNI.
ARON MUN NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN STÝRA KARLALANDSLIÐINU
Í HANDKNATTLEIK EN VARLA ER Á NEINN HALLAÐ ÞÓ ÞAÐ
SÉ KALLAÐ ÁSTSÆLASTA ÍÞRÓTTALIÐ LANDSINS.
Kristján Jónsson kris@mbl.is
„Vonaðist að
sjálfsögðu eftir
því að til mín
yrði leitað aftur“