Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Blaðsíða 60
Sigur Glasgow Celtic á Barcelona á miðvikudaginn,2:1, var stór stund í sögu félagsins og skoska liðiðá skyndilega raunhæfa möguleika á að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Fáir áttu von á því. Það verður að viðurkennast að úrslitin voru með ólík- indum miðað við gang leiksins. En enn einu sinni kom í ljós, að allt er mögulegt í íþróttum. Ekki síst því göfuga sporti, fótboltanum. Þar er aldrei á vísan að róa. Samkvæmt tölfræði Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var boltinn „í leik“ sem kallað er, í alls 59,56 mín. af þeim 90 sem leikurinn stendur yfir. Í um það bil hálftíma var hann því utan vallar, kyrr vegna horn- eða aukaspyrnu, eða í höndum annars hvors markvarð- arins. Celtic var með boltann 18% fyrri hálfleiks en Barce- lona 82%. Það eru ótrúlegar tölur en munurinn jókst þó enn eftir hlé! Í seinni hálfleik var Barcelona með boltann í 89% tímans en heimaliðið 11%. Barcelona var samtals með boltann í 53,05 mín. en Celtic í 6,51 mín. Samkvæmt þessari opinberu töl- fræði UEFA hafði Celtic því vald á boltanum í samtals 47 sekúndur í síðari hálfleik! Það dugði þó til þess að skora eitt mark og vinna leikinn. Til gamans má geta að þetta var ekki í fyrsta skipti sem Norður-Írinn Neil Lennon, þjálfari Celtic, hrósar sigri gegn Barcelona. Hann var leikmaður skoska liðsins þegar það sló það spænska út úr UEFA keppninni í 4. umferð veturinn 2003-2004. Celtic vann annan leikinn 1:0 en hinn var markalaus. Lionel Messi og Xavi Hernandez hjá Barcelona.EKKI NÓG AÐ VERA MEÐ BOLTANN NÁNAST FRÁ UPPHAFI TIL ENDA! Ótrúleg tölfræði úr leiknum í Glasgow Knattspyrnufélagið Glasgow Celtic erein merkasta menningarstofnunSkotlands. Því var komið á fót árið 1887 og 125 ára afmæli félagsins var fagn- að á þriðjudaginn. Kvöldið eftir kom Barce- lona í heimsókn í Meistaradeildinni, ef til vill besta félagslið knattspyrnusögunnar, og varð að játa sig sigrað gegn afmæl- isbarninu. Höfðu Katalónarnir þó alls ekki í huga að koma færandi hendi. Tölfræðin í leiknum var Celtic vissulega ekki í hag, en bestu einkenni skoskra knattspyrnuliða skópu sögulegan sigur. Skoskir leikmenn eru þekktir fyrir dugnað, hugrekki og samheldni og fulltrúar Celtic hafa líklega sjaldan staðið jafn þétt saman og í leiknum á miðvikudaginn, í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi hugsuðu þeir allir fyrst og fremst um liðsheildina, börðust eins og ljón frá upphafi til enda, og líka má halda fram með þokkalegri vissu að aldrei hafi jafn lítið bil verið á milli jafn margra leikmanna liðsins í jafn langan tíma! Þeir voru nefnilega nánast allan tím- ann í vörn, innan eða í námunda við eigin vítateig. Þegar Celtic varð Evrópumeistari vorið 1967, fyrst breskra liða, var enginn leik- maður þess fæddur meira en 15 kílómetra frá heimavelli félagsins. Það er lygileg stað- reynd og óhugsandi í knattspyrnuheiminum í dag. Skemmtilegasti samanburðurinn, sem sýnir vel hve landslagið hefur breyst, er að í byrjunarliðinu gegn Barcelona nú var að- eins einn leikmaður Celtic fæddur innan landamæra Skotlands: Charlie Mulgrew. Að auki hófu leikinn þrír Englendingar, tveir Walesbúar, Nígeríumaður, Grikki, Svíi, Ke- nýumaður og Venesúeli. Ekki það að fæð- ingarstaður skipti stuðningsmenn liða leng- ur máli í sjálfu sér og ekki hefði verið hægt að fara fram á meira frá þeim en í þetta skipti. Skemmtilegur samanburður engu að síður. Celtic er lið kaþólskra í Glasgow borg. Félagið nýtur raunar víðtæks stuðnings og fyrir nokkrum árum var áætlað að það ætti sér níu milljónir harðra áhangenda. Þar af væri ein milljón búsett í Bandaríkjunum og Kanada. Sem dæmi má nefna að starf- ræktir eru meira en 160 stuðnings- mannaklúbbar Celtic í yfir 20 löndum Skotar hafa gríðarlegan áhuga á knatt- spyrnu og þótt Celtic sé alla jafna talið mun betra en andstæðingurinn flykkist fólk á völlinn. Keppnistímabilið 2010-2011 var áhorfendafjöldinn á heimaleikjum Celtic að meðaltali sá 12. mesti í Evrópu. Celtic Park tekur 60.832 áhorfendur í sæti og yfirleitt er uppselt og stemningin jafnan stórkostleg. Aðeins einn félagsliðsvöllur á Bretlands- eyjum rúmar fleiri áhorfendur, Old Traf- ford, heimavöllur Manchester United. Leikmenn Celtic fagna marki Tony Watt (fyrir miðju), seinna marki liðsins gegn Barcelona. Neil Lennon, þjálfari Celtic, fagnar sigrinum gegn Barcelona. Besta afmælisgjöfin SKOSKA KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ CELTIC Í GLASGOW VARÐ 125 ÁRA Á ÞRIÐJUDAGINN. LEIKMENN LIÐSINS HÉLDU UPP Á ÞAÐ MEÐ SIGRI Á EINU BESTA LIÐI SÖGUNNAR. AFP * „Hver einasti atvinnumaður í knattspyrnu skyldi stefnaað því að spila að minnsta kosti einu sinni á Celtic Park.Ég hef aldrei upplifað annað eins.“ Paolo Maldini, goðsögn með AC Milan og ítalska landsliðinu Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.