Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 64
MEÐAN FRAMBJÓÐENDUR REYNA AÐ NÁ TIL KJÓSENDA REYNIR ÍVAR GUÐMUNDSSON AÐ NÁ EYRUM KIM KARDASHIAN. Netverjar finna óneitanlega fyrir því að kosn- ingar eru í nánd og margir sem fá vinabeiðn- ir á Facebook frá frambjóðendum sem þeir vita annars lítil deili á. Frambjóðendur vinna skiljanlega að því að safna vinum og ná til fjöldans. Þá eru aðrir miðlar, svo sem Twit- ter, greinilega líka notaðir í meiri mæli. En það eru ekki aðeins þingmenn sem nota samfélagsmiðlana til að kom- ast í tæri við fólk sem annars væri kannski erfitt að ná til því Ívar Guð- mundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, gerðist svo hugdjarfur að spyrja sjálfa Kim Kardashian hvort hún vildi koma í viðtal til sín og sendi raunveruleikastjörnunni skilaboð þar um á Twitter. Kardashian hafði ekki svarað þegar blaðið fór í prentun. NETIÐ TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGT Vill viðtal Kim Kardashian SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2012 Ráðið var í stöður dagskrárstjóra útvarps og sjónvarps ívikunni. Þau Margrét Marteinsdóttir, nýr dagskrár-stjóri útvarps, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrár- stjóri sjónvarps, eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Hóla- hverfinu í Efra-Breiðholti. Skarphéðinn og Margrét hafa bæði unnið við fjölmiðla um árabil, Skarphéðinn lengst af á Morgunblaðinu en síðustu ár sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Margrét hefur starfað á RÚV í 13 ár. Hún er fædd 1971 og Skarphéðinn 1972 og þau gengu bæði í Hólabrekkuskóla, og Skarphéðinn raunar einnig í Fellaskóla. „Það var stórkostlegt að alast upp í Breiðholtinu. Þetta voru fjölmennustu skólar landsins á þessum tíma og þarna var svaka- legur fjöldi af krökkum,“ segir Skarphéðinn. Margrét tekur í sama streng. „Frábært að alast upp í Breiðholtinu. Þarna voru ofsalega mörg börn, barnafjölskyldur í hverri íbúð og mikið líf,“ segir hún. En þekktust þau í Hólabrekkuskóla? „Já já, ég man eftir henni enda var ég félagi bróður hennar [Pétur Marteinsson knattspyrnumaður er bróðir Margrétar], en hún tók auðvitað ekkert eftir mér því ég er ári yngri,“ segir Skarphéðinn í gríni en Margrét bætir við: „Jú, ég kannaðist nú við hann. En í grunnskóla er eitt ár eins og áratugur þannig að það voru ekki mikil samskipti.“ eyrun@mbl.is DAGSKRÁRSTJÓRAR BÁÐIR ÚR BREIÐHOLTI Margrét Marteinsdóttir Breiðhyltingar taka yfir RÚV Skarphéðinn Guðmundsson Gísli Marteinn Baldursson er þekktur Breiðhyltingur (og starfaði lengi á RÚV) en hann gekk í Hóla- brekkuskóla. Einn frægasti Breið- hyltingurinn er þó líklega Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, sem ein- mitt hefur gert ófáa þætti fyrir Stöð2 undir dagskrárstjórn Skarphéðins. Sveppi gekk í Breiðholtsskóla í Neðra-Breiðholti, en í þann skóla gekk einnig Nína Dögg Filipusdóttir leikkona en hún bjó einnig í Fellunum þegar hún var að alast upp. Seljahverfið er svo enn eitt hverfi í Breiðholti en þaðan kemur útvarps- maðurinn síkáti Siggi Hlö. Meðal annarra Breiðhyltinga í fjölmiðlum má nefna mannauðsstjóra RÚV Berglindi Berg- þórsdóttur sem ólst upp í Hólunum líkt og El- ísabet Indra Ragnarsdóttir útvarpskona á Rás1. Þá er Freyr Einarsson fréttamaður úr Fellunum. FRÆGIR ÚR BREIÐHOLTI RÚV kl. 21.50 á laugardag Kjörið tækifæri gefst til að kynna geimveruna E.T. fyrir yngri kyn- slóðum heimilisins en myndin um vináttu Elliots og E.T. er eitt af flottustu verkum Stevens Spielbergs. STÓRMYNDIN E.T. RÚV kl. 18.00 á sunnudag Íslendingar hafa í áratugi ekki þekkt annað en að yfir vetrartím- ann sé Stundin okkar í sjónvarpinu á sunnudögum. Skotta og Skoffínið eru orðin bestu vinir allra lands- manna. FASTUR LIÐUR Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Komin í verslanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.