Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 64
MEÐAN FRAMBJÓÐENDUR REYNA AÐ NÁ TIL
KJÓSENDA REYNIR ÍVAR GUÐMUNDSSON AÐ NÁ
EYRUM KIM KARDASHIAN.
Netverjar finna óneitanlega fyrir því að kosn-
ingar eru í nánd og margir sem fá vinabeiðn-
ir á Facebook frá frambjóðendum sem þeir
vita annars lítil deili á. Frambjóðendur vinna
skiljanlega að því að safna vinum og ná til
fjöldans. Þá eru aðrir miðlar, svo sem Twit-
ter, greinilega líka notaðir í meiri mæli.
En það eru ekki aðeins þingmenn
sem nota samfélagsmiðlana til að kom-
ast í tæri við fólk sem annars væri
kannski erfitt að ná til því Ívar Guð-
mundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni,
gerðist svo hugdjarfur að spyrja
sjálfa Kim Kardashian hvort hún
vildi koma í viðtal til sín og sendi
raunveruleikastjörnunni skilaboð
þar um á Twitter. Kardashian
hafði ekki svarað þegar blaðið
fór í prentun.
NETIÐ TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGT
Vill viðtal
Kim
Kardashian
SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2012
Ráðið var í stöður dagskrárstjóra útvarps og sjónvarps ívikunni. Þau Margrét Marteinsdóttir, nýr dagskrár-stjóri útvarps, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrár-
stjóri sjónvarps, eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Hóla-
hverfinu í Efra-Breiðholti.
Skarphéðinn og Margrét hafa bæði unnið við fjölmiðla um
árabil, Skarphéðinn lengst af á Morgunblaðinu en síðustu ár
sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Margrét hefur starfað á RÚV í 13
ár. Hún er fædd 1971 og Skarphéðinn 1972 og þau gengu bæði í
Hólabrekkuskóla, og Skarphéðinn raunar einnig í Fellaskóla.
„Það var stórkostlegt að alast upp í Breiðholtinu. Þetta voru
fjölmennustu skólar landsins á þessum tíma og þarna var svaka-
legur fjöldi af krökkum,“ segir Skarphéðinn. Margrét tekur í
sama streng. „Frábært að alast upp í Breiðholtinu. Þarna voru
ofsalega mörg börn, barnafjölskyldur í hverri íbúð og mikið líf,“
segir hún. En þekktust þau í Hólabrekkuskóla? „Já já, ég man
eftir henni enda var ég félagi bróður hennar [Pétur Marteinsson
knattspyrnumaður er bróðir Margrétar], en hún tók auðvitað
ekkert eftir mér því ég er ári yngri,“ segir Skarphéðinn í gríni
en Margrét bætir við: „Jú, ég kannaðist nú við hann. En í
grunnskóla er eitt ár eins og áratugur þannig að það voru ekki
mikil samskipti.“ eyrun@mbl.is
DAGSKRÁRSTJÓRAR BÁÐIR ÚR BREIÐHOLTI
Margrét Marteinsdóttir
Breiðhyltingar
taka yfir RÚV
Skarphéðinn Guðmundsson
Gísli Marteinn Baldursson er
þekktur Breiðhyltingur (og starfaði
lengi á RÚV) en hann gekk í Hóla-
brekkuskóla. Einn frægasti Breið-
hyltingurinn er þó líklega Sveppi,
Sverrir Þór Sverrisson, sem ein-
mitt hefur gert ófáa þætti fyrir Stöð2
undir dagskrárstjórn Skarphéðins.
Sveppi gekk í Breiðholtsskóla í
Neðra-Breiðholti, en í þann skóla gekk einnig
Nína Dögg Filipusdóttir leikkona en hún bjó
einnig í Fellunum þegar hún var að alast upp.
Seljahverfið er svo enn eitt hverfi í
Breiðholti en þaðan kemur útvarps-
maðurinn síkáti Siggi Hlö. Meðal
annarra Breiðhyltinga í fjölmiðlum
má nefna mannauðsstjóra RÚV Berglindi Berg-
þórsdóttur sem ólst upp í Hólunum líkt og El-
ísabet Indra Ragnarsdóttir útvarpskona á Rás1.
Þá er Freyr Einarsson fréttamaður úr Fellunum.
FRÆGIR ÚR BREIÐHOLTI
RÚV kl. 21.50 á laugardag
Kjörið tækifæri gefst til að kynna
geimveruna E.T. fyrir yngri kyn-
slóðum heimilisins en myndin um
vináttu Elliots og E.T. er eitt af
flottustu verkum Stevens
Spielbergs.
STÓRMYNDIN E.T.
RÚV kl.
18.00 á
sunnudag
Íslendingar
hafa í áratugi
ekki þekkt
annað en að
yfir vetrartím-
ann sé Stundin okkar í sjónvarpinu
á sunnudögum. Skotta og Skoffínið
eru orðin bestu vinir allra lands-
manna.
FASTUR LIÐUR
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300
iPad
mini
Haltu á hinum stafræna
heimi í einu undratæki sem
smellpassar í lófann.
Komin í verslanir