Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Side 13
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Spilagleði er óháð aldri, þótt ólík
spil geti hentað eftir því á hvaða
æviskeiði spilarar eru. Myndin
sýnir eldri borgara að spila
bridds í nóvember árið 1979.
Engin jól eru fullkomnuð án þess að taka eitt Trival
Pursuit. Hægt er að fá sérstök spjöld fyrir yngstu kyn-
slóðina þannig að allir geta verið með. Það er einhver óút-
skýranlegur sjarmi við það að sjá hvernig keppnisskapið
brýst fram í ólíklegasta fólki í þessu einfalda en skemmti-
lega spurningaspili sem stendur
alltaf fyrir sínu.
Fimbulfamb er klassísk og einfaldlega frábærlega vel
heppnað spil sem búið var til af Íslendingum fyrir um 15 ár-
um. Loksins fá bullukollarnir uppreisn æru í þessu spili sem
reynir á sköpun og klókindi í senn. Og jú kannski er betra
að hafa góð tök á íslensku máli.
Pictionary – Hvað er fyndnara en að sjá mann-
eskjur reyna að teikna hund sem kunna það ekki.
Sennilega margt en það er engu að síður mjög snið-
ugt. Sumir virðast hafa einhvers konar sjötta skilning-
arvit í þessum teiknileik og eru fljótir að giska á það
sem samherjinn er að teikna. Aðrir eru eingöngu í
leiknum til þess að láta gera grín að teiknihæfileikum sínum. Þeir geta að vísu verið
góðir að giska. Ekki má þó gleyma því að aðalmálið er ekki vera góður að teikna, held-
ur fljótur að teikna og fljótur að giska.
Matador er eins og Framsóknarflokkurinn. Þú veist
að hverju þú gengur. Kynslóð eftir kynslóð kýs að
spila Matador jafnvel þó að búið sé að gera mörg spil
sem nokkurn veginn ganga út á það sama. Tening-
urinn hefur ægivald yfir spilurum sem eru á milli von-
ar og ótta í hvert skipti sem honum er kastað. Skyldi
ég lenda á Austurstræti? Úff, það verður dýrt. Teningur, hvað hef ég gert þér til þess að
verðskulda slík örlög!
Stafaspilið Scrabble er afar gott að spila með vinum
sem þú þekkir vel og þarft ekkert að vera að blaðra við
í tíma og ótíma. Enda fer mestur tími í það að hugsa
um það sem þú ætlar að gjöra næst með stöfum þeim
sem standa þér til boða. Gott getur verið að reyna að-
eins á sellurnar eftir að hafa hugsanalaust vaðið í jóla-
steikina án þess að hugsa um afleiðingarnar. Svo
brennir líkaminn víst töluverðu þegar hann hugsar
svona mikið og lengi. Já, og þú átt að reyna að mynda orð sem þú færð stig fyrir.
Ekki gleyma gömlu góðu
Ticket to ride hefur hvarvetna fengið mjög góða
dóma. Keppendur reyna að leggja lestarbraut um
Bandaríkin og Kanada. Spilatíminn er einungis
klukkutími eða minna. Leikmenn fá það markmið að
tengja lestarsamgöngur tveggja eða fleiri borga en
samhliða reyna þeir að leggja stein í götu hinna leik-
mannanna. Einkar gaman þegar margir spila saman.
Sequence er einfalt og skemmtilegt borð-
spil fyrir 2 til 12, mjög gott tveggja
mannaspil og enn skemmtilegra þegar
margir spila saman. Tilgangur spilsins
er að vera fyrsti leikmaðurinn eða liðið
sem leggur niður fimm spilapeninga í
röð í sama lit – upp og niður eða á ská.
Sequnce brúar kynslóðaspil og hentar
mjög vel í fjölskylduboðum og í sum-
arbústað.
Catan er margverðlaunað spil og hentar
þeim sem geta setið lengi við. Catan sam-
anstendur af 19 landsvæðum umkringdum sjó. Ykkar
verkefni er að nema land á eyjunni. Til að ná í stig
þarf að byggja bæi, leggja vegi og breyta bæjum í
borgir. Til þess að geta byggt þarf hins vegar hrá-
efni. Það ákvarðast með teningakasti. Til þess að geta
unnið þarf að versla við hina landnemana. Boðin eru
skipti á hráefnum og á móti koma gagntilboð.
Heilaspuni sló í gegn þegar það kom út. Spilið er
byggt á íslenskri, tungu, þjóðlífi, menningu
og sögu. Leikmenn reyna að vera eins
skapandi og þeir mega. Alls eru 2.500
spurningar í spilinu í fimm flokkum: Orð,
slangur, atburðir, bækur og heilahrist-
ingur. Leikmenn semja líkleg svör við
ýmsum spurningum í þeim tilgangi að
plata meðspilara sína og fá þá til að giska
á að svör þeirra séu þau réttu.
Önnur stórgóð spil
Það runnu sannarlega á mig tvær grímur þegar ég frétti að ég ætti að
keppa í borðspili sem hefur þann eina tilgang að vera fyndinn, enda er al-
þekkt hve erfitt er að vera sniðugur eða fyndinn undir pressu.
Í afar stuttu máli gengur spilið út á það að þátttakendur skrifa mynda-
texta við skrípómyndir sem eru svo lesnir upp af dómara. Að því loknu
útnefnir dómarinn fyndnasta myndatextann og reynir að geta upp á því
hver höfundur textans er.
Eftir nokkrar umferðir tókst keppendum að hrista af sér „sviðsskrekk-
inn“ og fóru keppendur þá að láta hvers kyns fimmaura- og aulabrandara
flakka. Þar með hófst fjörið. Spilið er kjörið fyrir þéttan vinahóp eða fjöl-
skyldu enda fátt skemmtilegra en að hlæja með sínum nánustu. Nauðsyn-
legt er að þátttakendur séu að minnsta kosti fjórir en undirritaður telur heppilegt að þátttak-
endur séu jafnvel ívið fleiri. Því fleiri sem hlæja, því skemmtilegra. Eins ber að taka fram að
teiknuðu myndirnar eru afar vel heppnaðar og gerðu það að verkum að okkur sem spiluðum
fannst við afskaplega fyndin. Ég er ekki frá því að við höfum öll bætt nokkrum húmorstigum á
okkur eftir spilun Skrípó.
SKRÍPÓ
Einar Lövdahl
Gunnlaugsson