Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Á fullu í 40 ár er ævi- saga Árna Samúels- sonar, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson skráir. Árna má með sanni kalla bíókóng Íslands en hann stofnaði Sambíóin, en bíóin eru þrjú í Reykjavík og síðan eru þau á Akureyri og í Keflavík. Spurður um ævisöguna segir Árni: „Ég hef áður verið beðinn um að segja ævisögu mína en hafnaði því boði. Nú fannst mér hins vegar vera rétti tíminn og ég er afar ánægður með bókina. Ég er líka mjög sáttur við lífshlaupið. En tím- inn hefur liðið fljótt, sérstaklega síðustu tuttugu ár. Það eru alltaf að koma jól.“ Mér skilst að þú sért á miklum ferðalögum vegna vinnu þinnar. „Ég er nokkuð mikið á ferðalög- um, hef til dæmis síðustu áratugi farið árlega á kvikmyndahátíðina í Cannes og er mikið úti í Los Ang- eles þar sem ég er á fundum og skoða kvikmyndir. Við hjónin fest- um kaup á íbúð þar fyrir tuttugu árum og erum á mjög góðum stað í borginni. Okkur líður mjög vel í Los Angeles en ég er svo mikill Ís- lendingur í mér að ég get aldrei verið lengur þar en í þrjár til fjórar vikur. Þá segi ég: Ég er farinn heim! Toppurinn á öllum ferðum erlendis er að koma heim. Eina flugfélagið í heiminum sem segir: „Velkomin heim“ þegar lent er er Icelandair.“ Albert bjargar málum Af hverju fórstu í kvikmynda- húsrekstur? „Þetta byrjaði allt með bíóhúsinu í Keflavík. Guðný, konan mín, er frá Keflavík og afi hennar, Eyjólfur Ásberg, byggði Nýja bíó í Keflavík 1945, sem var mikið þrekvirki á þeim tíma. Þegar Eyjólfur féll frá tóku tengdaforeldrar mínir við rekstrinum þar til tengdafaðir minn féll frá 1967 og bróðir Guðnýjar, Eyjólfur, féll frá sama ár. Þá kom ég inn í kvikmyndabransann. Ég hef haft áhuga á kvikmyndum síð- an ég var strákpolli og fór alltaf í bíó á laugardögum.“ Þú stofnaðir fyrsta Sambíóið sem var opnað 1982, sem hlýtur að hafa verið nokkuð áhætta. Þú varst með fjölskyldu. Hugsaðir þú út í að þetta gæti allt farið mjög illa? „Já, ég var búinn að velta þessu mikið fyrir mér. Það var laus lóð í Álfabakka en þegar keppinautarnir í bíóbransanum fréttu að ég ætlaði að sækja um þá lóð sóttu þeir um hana líka. Ég fór á stúfana og heimsótti Albert Guðmundsson nið- ur á þing. Hann sagðist myndu hjálpa mér eins og hann gæti. Hann gekk í málið af miklum krafti og kom því í gegn að ég fékk lóðina úthlutaða. Hann hringdi í mig og sagði: „Leiknum er lokið.“ „Hvern- ig fór hann?“ spurði ég. „Hann fór 3-2 fyrir okkur,“ svaraði hann. Það sem gerði víst útslagið var að allir sem sóttu um lóðina voru spurðir hvenær þeir myndu hefja fram- kvæmdir. Ég var fertugur og fullur af hugmyndum og svaraði nokkuð djarft: „Strax.“ Hinir sögðust geta byrjað eftir ár. Það var vegna þessa svars sem ég fékk lóðina. Þeir sem voru fyrir á kvik- myndahúsamarkaðnum voru sof- andi á verðinum. Þeir fengu mynd- irnar seint, þær voru tveggja ára gamlar eða eldri þegar þær loks komu hingað. Þeir fóru aldrei að heimsækja menn í Hollywood held- ur höfðu samskipti við umboðs- menn í Evrópu. Ég vissi að ég ætti að geta fengið myndirnar nýjar hingað til lands og taldi að það myndi auka kvikmyndaaðsókn. Ég mat það einfaldlega þannig að lík- urnar væru með mér. Þess vegna þorði ég að demba mér út á mark- aðinn þótt það væri 100 prósent verðbólga hér á landi. Við hjónin fórum til Hollywood árið 1978, vorum blaut bak við eyr- un og höfðum aldrei komið til Bandaríkjanna áður. Við heimsótt- um þar lítil kvikmyndafyrirtæki og áttum viðskipti við þau og fengum ágæt tilboð því enginn frá Íslandi hafði komið til þeirra áður. Þessi samskipti þróuðust síðan þannig að mér tókst að ná samningum við stór kvikmyndafélög í Hollywood. Við fengum myndirnar sendar til okkar nýjar og það skipti öllu máli. Þegar við hófum rekstur var víd- eóvæðingin að hefjast og allir héldu að bíómenningunni myndi hnigna. Það gerðist ekki. Góð kvikmynd fer alltaf fyrst í kvikmyndahús og fólk vill sjá hana þar. Bíóin eru orðin tæknivædd og fólk vill sjá myndir á stóru tjaldi. Minn rekstur hefur gengið ágætlega enda hefur Ísland alltaf verið gott bíóland. Við höfum boðið bíógestum upp á góða að- stöðu. Egilshöllin er til dæmis eitt besta bíó í heimi í dag. Menn sem voru að vinna að erlendum stór- myndum hér í sumar, Noah og Oblivion, komu í það bíó og sögðu það eitt það besta sem þeir hefðu komið í.“ Í boðum hjá stórstjörnum Þú hefur hitt margar stórstjörnur í ferðum þínum til Hollywood. Finnst þér alltaf jafnspennandi að hitta stjörnurnar? „Í byrjun var mjög spennandi að hitta stórstjörnur, eins og til dæmis John Travolta skömmu eftir að hann lék í Saturday Life Fever, og vera í partíi heima hjá Barböru Streisand. Hjá Streisand var sushi- veisla og þar voru um fjörutíu manns. Þá var Streisand gift Jon Peters, hárgreiðslumeistara sínum. Hún lenti í rifrildi við hann í boð- inu og þau læti voru ekkert smá- ræði. Fólk eins og Streisand býr í höll- um. Ég hef verið í boðum í nokkr- um slíkum húsum. Íburðurinn er ólýsanlegur. Það er hins vegar þannig að eftir smátíma hættir maður að kippa sér upp við að hitta frægt fólk. Sumir af þessum frægu leikurum eru ágætir, aðrir eins og stöðugt rigni upp í nefið á þeim.“ Hver er viðkunnanlegasta stór- stjarnan sem þú hefur hitt? „Kevin Spacey er mjög viðkunn- anlegur og alþýðlegur. Jon Voight sömuleiðis. Þeir tveir finnst mér bera nokkuð af. Svo er rétt að nefna Jake Gyllenhaal sem ég kynntist fyrir tveimur árum. Hann er mikill fyrirtaksmaður.“ Ég hlýt að spyrja bíómann eins „Minn rekstur hefur gengið ágætlega enda hefur Ísland alltaf verið gott bíóland,“ segir Árni Samúelsson. Það eru alltaf að koma jól ÆVISAGA ÁRNA SAMÚELSSONAR, BÍÓKÓNGS ÍSLANDS, ER KOMIN ÚT. Í VIÐTALI RÆÐIR ÁRNI UM KVIKMYNDIR OG KYNNI AF STÓRSTJÖRNUM, TRÚ Á ÆÐRI MÁTT OG FRAM- HALDSLÍF OG FAGNAR ÞVÍ AÐ HAFA VERIÐ EDRÚ Í 30 ÁR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.