Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 27
Bjarmaland 13 var teiknað af Kjartani Sveinssyni, allar innréttingar eru eftir Gunnar og voru smíðaðar af Reyni Pálssyni. Palisander er gegnumgangandi efni. Í eldhúsinu var granít sett í stað plastefna á borð og í stað parketts á gólf, og málmklæðning í loft. Eldhúsinnréttingar Gunnars voru oftast gerðar úr einni viðarteg- und sem er notuð með lituðu plastefni á borðum og hluta inn- réttingarinnar. Veggir milli borða og skápa eru flísalagðir. Ljósmyndir úr bókinni/Vigfús Birgisson verkum sínum og var þekktur fyrir nákvæmni í vinnubrögð- um og góða samvinnu,“ skrifar Harpa. Hugarfarið er að breytast Ásdís Ólafsdóttir segir Gunnar frumkvöðul í nútímahönnun hér á landi. „Hann lærði fyrst húsgagnasmíði hér á landi og hélt síðan til náms í Kaupmannahöfn,“ segir hún. „Þar gekk honum mjög vel. Hann tók þátt í árlegri sýningu danskra hús- gagnasmiða og þegar hann flutti heim var verið að framleiða þó nokkuð af húsgögnum hans í Danmörku. Hér var haldið áfram að framleiða sum þeirra. Það sem Gunnar gerði var ólíkt því sem flestir húsgagnahönnuðir voru þá að fást við en hann var alltaf með geómetrísk form, nokkuð klippt og skorin.“ Ásdís segir Gunnar einnig hafa teiknað töluvert af innrétt- ingum eftir heimkomuna og þar var vinna hans fyrir Hótel Holt áberandi. „Þar teiknaði hann fyrst móttökuna, barinn og borðsalinn og notaði í það vengi, fallegan harðvið. Þessar innréttingar eru enn í anddyrinu, afar stílhrein hönnun. Síð- ar teiknaði hann Þingholtshlutann og bókaherbergið sem tengir móttökuna og Þingholt.“ Gunnar teiknaði mörg húsgögn sem fóru í framleiðslu og bera formhugsun hans gott vitni. Hann hannaði einnig til að mynda skákborðið sem notað var í heimsmeistaraeinvíginu árið 1972. „Í bókinni eru sýnd húsgögn Gunnars frá sjöunda og átt- unda áratugnum og innréttingar. Til að mynda innrétting- arnar úr húsinu að Bjarmalandi 13 en þær eru fallega heild- stæðar,“ segir Ásdís. Hún segir húseigendur hafa boðið sig velkomna, þegar hún vildi kynna sér hönnun Gunnars á heimilum þeirra en sumir þekki ekki hvað þeir eru með í höndunum. „Á tímabili var öllum innréttingum hent úr hús- um en hugarfarið er að breytast,“ segir hún. „Fyrir tilstilli svona bókar verður fólk kannski meðvitaðra um hvað það á og hvers virði það er, húsgögn og innréttingar. Gunnar er völundarsmiður og vinnur ætíð með iðnaðarmönnunum, enda eru innréttingar hans afar vel gerðar. “ Ekki með væntingar um afreksverk Gunnar segir spennandi að sjá bókina koma út og vonast til að það sem hann hafi verið að fást við skili sér. „Það sem ég var að gera í Danmörku var í andstöðu við margt það sem þá var í tísku en ég fékk samt mikinn hljómgrunn, hjá fjölmiðlum og fagmönnum. Það var eig- inlega ógnvekjandi á tímabili! En fólki fannst þetta vera nýr tónn. Það var skrýtið að komast strax í innsta hring hjá frægustu fyrirtækjum Danmerkur á þessu sviði,“ segir hann. „Ég var ekki með væntingar um nein afreksverk þegar ég fór út í þetta. Mig langaði bara til að gera eitthvað sem ég taldi liggja vel fyrir mér og ég hafði ánægju af að gera.“ „Inka“ hægindastóll frá 1962, skákborðið frá 1972 og „T-línan“ frá 1973 – hillur „fyrir ungu kynslóðina“. 23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 er í the pier Jólagjöfin ný sending af kertum3 fyrir 2 -400/0 búsáhöld

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.