Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 33
LITURINN ER AÐALATRIÐIÐ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalút- ur, textasmiður og tónlistarmaður, sem segist taka malt- og appelsínblönduna mjög alvarlega en hann gefur ekki upp nein hlutföll og notast aldrei sjálfur við slíkt því hann sér smám saman á litnum hvort blandan er rétt. „Ég er ekki sáttur fyrr en ég hef náð ná- kvæmlega réttum lit á hana sem hefur PANTONE-gildið 7.600 C. Hitastigið skal vera 6°C og froðulagið skal auk þess vera 12,3 mm í gler- könnu sem hefur radíus 5,1 cm,“ segir Bragi og bætir við: „Hlutföll eru fyrir ama- töra.“ Bragi Valdimar Morgunblaðið/Styrmir Kári 23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Laugavegi 47 | Opið 23. des 10-23 | www.kokka.is kokka@kokka.is Brauðristar- gæðaeftirlit Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Rowlett ristar hratt, vel og nákvæmlega og er fljót að borga sig upp því þú kaupir eina og átt hana svo alla ævi. Rowlett brauðristar fást í mörgum stærðum, með og án samlokugrindar. Þær hafa verið handsmíðaðar í 60 árog hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæðaeftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. Sigurveig Kára HLUTFÖLL 50 PRÓSENT MALT 50 PRÓSENT APPELSÍN Sigurveig Káradóttir, matgæðingur og bókahöfundur, telur að hún skipti jólablöndunni sinni hnífjafnt milli malts og appelsíns þótt hún mæli það ekki upp á millilítra. „Appelsínið verður samt hlutfallslega meira en malt þegar líður á jólahátíðina.“ Blandan breytist þó eftir því sem líður á hátíðina. „Og endar á því að mann langar bara í appelsínið.“ HLUTFÖLL 40 PRÓSENT MALT 40 PRÓSENT APPELSÍN 20 PRÓSENT KÓK „Ég á auðvitað hina fullkomnu blöndu og er ein af þeim sem ólust upp við að nota kók í drykkinn,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Ólöf notar einn hluta af kók og einn hluta af appelsíni á móti hálfum hluta malts. „Ég helli fyrst kókinu og appelsíninu í könnuna, alveg um leið – með kókflösku í annarri hendi og appelsín í hinni. Svo bæti ég maltinu út í en það verður að útbúa blönduna í þess- ari ef maður ætlar ekki að eyða aðfangadagskvöldi í að þrífa veggi, loft og gólf í eldhúsinu.“ Ólöf Snæhólm Könnurnar voru fengnar að láni hjá Búsáhöldum og IKEA. HLUTFÖLL 75 PRÓSENT MALT 25 PRÓSENT APPELSÍN Karen Kjartans- dóttir fréttakona er ein þeirra sem nota nærri ein- ungis malt í jóla- blönduna sína. „Annars er ekkert fútt í þessu,“ segir hún og bætir við að hún útbúi blönduna nokkuð vísindalega. „Ég helli drykkn- um alltaf í sömu könnuna sem er appelsínugul en liturinn á blöndunni á að vera svartur. Amma átti könnuna og kenndi mér að gera þetta svona.“ Karen segir appelsínið á sínum bæ einungis vera notað til eins; „til að fá svokallaðan jólakeim og appelsínið er bara til að gera þetta örlít- ið sætara“. Karen Kjartans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.