Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 42
*Fjármál heimilannaSjaldan verja Íslendingar jafn miklum fjármunum til matarkaupa og í jólamánuðinum Á aðventunni og um jólin er venja að gera vel við sig í mat. Jólasteikin, smákökubaksturinn, laufabrauðsgerðin,piparkökuskreytingar að ógleymdu jólahangikjötinu eru ómissandi þættir í jólahaldi margra Íslendinga. Matvælaframleiðendur keppast við að auglýsa hver sem betur getur í aðdraganda jólanna. Enda er eftir miklu að slægjast. Séu matarinnkaup hins dæmigerða Meniganotanda heimfærð á alla Íslendinga yfir 18 ára aldri má ætla að Íslendingar kaupi mat fyrir 18 milljarða í desember í ár. Er það um 4% aukning á milli ára á föstu verðlagi. Hér er átt við innkaup í matvöruverslunum á Íslandi einvörðungu, en ekki verslun á mat- sölustöðum eða í söluturnum. Menigahagkerfið telur um 22% íslenskra heimila og velta um 883 milljörðum króna. Sé hagkerfið skoðað má glögglega sjá mikla útgjaldaaukningu til matvörukaupa. Í desember 2010 varði hver einstaklingur, 18 ára og eldri, að meðaltali rúmum 47.000 krónum til kaupa á matvörum í nóvember en tæplega 62.000 krónum í desember, eða nærri þriðjungi meira en í nóvember sama ár, en gera má ráð fyrir að meðalheimilið verji töluvert meira. Svipaða sögu er að segja árið 2011. Þá vörðu einstaklingar að meðaltali tæpum 51.000 krónum í nóvember og rúmum 69.000 krónum í desember. Munurinn milli mánaða er jafnvel meiri en árið áður eða 36%. Sé árið í ár skoðað sést að notendur Meniga vörðu að meðaltali um 50.000 krónum í mat- vöruinnkaup í nóvember. Ef við gerum ráð fyrir svipaðri aukningu og í fyrra má gera ráð fyrir að meðalmatvöruinn- kaup muni nema rúmum 75.000 krónum í desember í ár. Að meðaltali vörðu notendur Meniga rúmum 47.000 krónum á mánuði í matarinnkaup árið 2010 en ef að líkum læt- ur munu þeir verja tæpum 57.000 krónum á mánuði í ár. Það er hækkun upp á um það bil 10% umfram almenna hækkun á vöruverði á sama tímabili. Það er því ljóst að notendur Meniga verja umtalsvert hærri upphæð í matvæli í ár en undanfarin ár að raunvirði. Hvort það sé vegna þess að matvæli hafi hækkað umfram annað vöruverð eða vegna þess að fólk sé að kaupa dýrari vörur í ríkara mæli skal ósagt látið. Aurar og krónur ÁTJÁN MILLJARÐAR Í JÓLAMAT Matvörukaup í nóvember og desember Meðalútgjöld á hvern einstakling, 18 ára og aldri Matarkaup í nóvember Matarkaup í desember *Áætlun 2010 2011 2012 47 .0 00 kr . 62 .0 00 kr . 51 .0 00 kr . 69 .0 00 kr . 50 .0 00 kr . 75 .0 00 kr . BREKI KARLSSON JÓLAGJAFIR SEM KOSTA EKKERT EÐA LÍTIÐ SAMVERUSTUNDIR Gefðu gjafabréf upp á samverustundir. Nú er um að gera að elta áhugasvið þiggjandans og hér skiptir mestu máli að efna gefið loforð. BAKSTUR Ef þú hefur nýtt tímann á aðventunni í bakstur og konfektgerð er til- valið að taka hluta af af- rakstrinum og pakka honum fallega inn. Bragðgóð gjöf sem gleður. TÓNLIST Rifjaðu upp tónlistarnámið frá æskuárunum. Dragðu fram blokkflautuna, gítarinn eða sellóið og taktu upp tónlistaratriði. Ekki er verra að fá aðra fjölskyldumeðlimi til að syngja undir. Þetta þarf ekki að vera fullkomið. Feil- nótur geta verið fyndnar. Ís- lensk tónlist er jólagjöfin í ár, nú getur þú lagt þitt af mörkum. MÁTTUR ORÐA Finndu fallegan málshátt eða tilvitnun, prentaðu út og settu í ramma. Nú er tækifærið til að játa ást sína eða draga fram grínistann. Aðalatriðið er að láta hugmyndaflugið ráða. MYND Það er klassískt að finna fallega mynd af einhverjum fjölskyldumeðlimi og ramma hana inn. Gjöf sem allar ömmur og afar eru ánægð með. Stimpluð handa- og fótaför gætu jafnvel fylgt með. SÆLGÆTI Brjóstsykursgerð er einföld og skemmtileg. Það er margar skemmtilegar uppskriftir að finna á netinu. Gjöf sem gleð- ur jafnt unga sem aldna. Ein gjöf eftir og buddan tóm EFLAUST EIGA EINHVERJIR EFTIR AÐ KLÁRA JÓLAGJAFAINNKAUPIN OG NÚ ÞEGAR ÓÐUM STYTTIST Í AÐ KLUKKAN SLÁI SEX Á AÐFANGADAG ER EKKI ÓLÍKLEGT AÐ SEÐLUNUM Í VESKINU SÉ FARIÐ AÐ FÆKKA. HÉR ERU 10 HUGMYNDIR AÐ GJÖFUM SEM KOSTA EKKERT EÐA LÍTIÐ. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is SKÁLD- SKAPUR Semdu ljóð eða litla sögu. Ef þú hefur fallega rithönd get- urðu hand- skrifað skáldskapinn til þess að hann verði enn per- sónulegri. FÖNDUR Það eiga allir eitthvert efni á heimilinu til að föndra úr. Nú er bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Hér sjáið þið gamlan plastleikfanga- hest sem hefur verið breytt í fallegt heimilis- skraut. Það eina sem þurfti var UHU- límstaukur og glimmerdunkur. GAMALT OG GOTT Þú átt örugglega eitthvað heima hjá þér sem þú hefur engin not fyrir en einhver sem þér þykir vænt um kann að meta. Eins og til dæmis bók sem var gefin út árið sem þiggjandinn fæddist, mynd sem afi teiknaði þegar hann var ung- lingur og liggur inni í geymslu eða gaml- an kaffibolla sem amma átti og þú situr uppi með og notar aldrei. KORT Finndu fallegt póstkort og rammaðu það inn. Ekki er verra að finna kort sem þiggjandinn tengir við, til dæmis með mynd af æskuslóðum eða uppáhaldsdýri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.