Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 H ún er að mála í smiðju endurhæfingardeild- arinnar á Grensási þegar okkur Kristin Ingv- arsson ljósmyndara ber að garði. Þar unir hún sér best og fær útrás fyrir ríka sköpunarþörf- ina. Á trönunum er mynd af tveimur spígspor- andi lundum, máluð af listfengi sem fæst okkar myndu ráða við. Höfum við þó báðar hendur fullfrískar, Edda Heiðrún Backman hefur bara munninn. Það er magnað að fylgjast með henni taka hvern pensilinn af öðrum upp með munninum, af þar til gerðu statífi, blanda liti og mála svo bara sem hefði hún hendur til verksins. Edda Heiðrún heldur út nokkra tíma á dag og tekur sér bara pásu þegar hún fær þreytuverk í kjálkana, „málverk“ eins og hún kallar hann. Kímnigáfunni hefur hún ekki glatað. „Ég get ekki gert neitt annað til að skapa,“ segir Edda Heiðrún spurð hvers vegna hún hafi lagt málaralistina fyrir sig. „Ég hef ekki lengur rödd til að skipa fyrir,“ bætir hún við og vísar þar til leikhússins en Edda Heiðrún sneri sér að leik- stjórn eftir að hún hætti að geta leikið sjálf á sviði vegna veik- inda sinna. Hún greindist, sem kunnugt er, með hreyfitaug- ungahrörnun, öðru nafni MND, fyrir um áratug og hefur verið í hjólastól undanfarin misseri. Handalaus undir stýri Edda Heiðrún byrjaði að mála síðla árs 2008 og fann fljótt að það átti við hana. Ólöf heitin Pétursdóttir dómstjóri náði einnig merkilega góðu valdi á því að mála með munninum eftir að hún lamaðist í slysi og Edda Heiðrún náði að vera fluga á vegg hjá henni í eitt skipti. Þannig kynntist hún einnig leið- beinanda sínum og aðstoðarmanni við listmálunina, Derek K. Mundell. „Hann er mín stoð og stytta,“ segir hún og brosir til Dereks sem viðstaddur er viðtalið. Edda Heiðrún er eini íslenski listamaðurinn sem málar með munninum en síðastliðið sumar hélt hún utan til Englands til þátttöku í smiðju með munn- og fótamálurum í The Associa- tion of Mouth and Foot Painters en Edda Heiðrún er aðili að þeim alþjóðlegu samtökum. „Það var ótrúlegt að hitta allt þetta fólk og mikil upplifun að sjá það vinna, einkum þá sem mála með fótunum. Til þess þarf mikla tækni,“ segir Edda Heiðrún og Derek bætir við að þau hafi farið í ökuferð með handalausum manni. „Hann sló hvergi af hraðanum,“ rifjar hann upp hlæjandi. „Þetta fólk getur gert allt.“ Það tekur Eddu Heiðrúnu að jafnaði um mánuð að ljúka við hvert olíumálverk og hún málar nær eingöngu innandyra. „Það er ekki auðvelt að mála úti í rokinu hérlendis en ég prófaði það einu sinni á Húsafelli. Það var svo mikið mý að setja þurfti net yfir höfuðið á mér. Til að ég gæti málað var síðan gert gat á netið. Það hefur verið sjón að sjá!“ Hún hlær. Yndislegt að vera aftur í skóla Edda Heiðrún byrjaði að mála í olíu en fljótlega sneri hún sér að vatnsuppleysanlegum olíulitum. Derek segir þá í eðli sínu eins og olíuliti, þeir lykti bara ekki eins mikið. Þá hefur hún einnig málað töluvert með venjulegum vatnslitum. Edda Heið- rún hefur bæði góða aðstöðu á Grensásdeildinni og hjá MS- félaginu, þar sem Anna María Harðardóttir listmeðferðarfræð- ingur er henni innan handar. Þá sækir Edda Heiðrún tíma í módelteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur en þar hafði hún frumkvæði að því að stofna tilraunastofu í myndlist fyrir hreyfihamlaða. „Ég hef ofsalega gaman af þeim tímum, það er yndislegt að vera komin aftur í skóla.“ Derek segir Eddu Heiðrúnu hafa verið ótrúlega fljóta að uppgötva aðferðina og eðli litanna og metnaður hennar sé mik- ill. „Hún málar stórar myndir sem erfitt er að mála og heldur hvergi aftur af sér. Edda Heiðrún tekur mjög vel leiðsögn, ég gæti ekki hugsað mér betri nemanda.“ Fleiri hafa séð málarann í Eddu Heiðrúnu. „Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur og vinkona mín sagði á sínum tíma við mig, líklega fyrir meira en tuttugu árum, að ég væri á kol- rangri hillu í lífinu. Ég ætti að vera listmálari. Ég hló bara að henni þá enda átti leiklistin hug minn allan. En spíra ekki öll fræ um síðir?“ spyr Edda Heiðrún. Þess má geta að Auður Ava er menntaður listfræðingur. Afköst Eddu Heiðrúnar hafa verið mikil. Hún hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum, sú síðasta var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í byrjun þessa mánaðar og stendur til 28. febrúar 2013. Þá komu á dögunum út tvær bækur með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar við ljóð vinar hennar, Þór- arins Eldjárns, „Vaknaðu, Sölvi“ og „Ása og Erla“. Næsta sýning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 13. júlí á næsta ári, samsýning með Tom Yendell, formanni Bretlandsdeildar The Association of Mouth and Foot Painters. Í tengslum við sýninguna verða bæði fyrirlestur og sýnikennsla. Edda Heiðrún segir viðtökurnar hafa komið sér á óvart eftir að hún fór að sýna verk sín opinberlega. „Fólk hefur verið já- kvætt í minn garð og forvitið að sjá mig vinna.“ Og málverkið auðgar líf hennar. „Ég hef stefnu með þessu,“ útskýrir Edda Heiðrún. „Strax og ég vakna á morgnana fer ég að velta fyrir mér myndbyggingu og spá í litina. Það gefur líf- inu gildi.“ Hún segir möguleikann til listsköpunar nauðsynlegan í hverju samfélagi. „Heilbrigðis- og menntakerfið þurfa vita- skuld að vera í lagi í öllum samfélögum, eins löggæslan, en fólk þarf líka að hafa val um menningu, listir, vísindi og trú. Það eru þessir fjórir þættir sem gera hversdaginn þess virði að lifa honum.“ Að sögn Eddu Heiðrúnar er þetta ekki síður mikilvægt fyrir þá sem glíma við veikindi en hina sem heilbrigðir eru. „Grens- ás stefnir að því að koma öllum aftur út í lífið og þess vegna er brýnt að fólk fái tækifæri til að mennta sig til þess sem það þráir.“ Hvorki sósíalismi né kapítalismi Hinar stóru línur eru henni bersýnilega hugleiknar. „Ég hef verið að horfa á þætti á BBC sem fjalla um fátækt í þróun- arríkjunum og þar kemur fram að við Vesturlandabúar neitum að borga þessu fólki laun og getum ekki lengur keypt vörurn- ar sem við erum að láta það framleiða. Hvorki sósíalisminn né kapítalisminn hafa leitt af sér kerfi sem gengur upp. Sósíalism- inn lamar framtak einstaklingsins og í kapítalismanum breytist það að græða mjög auðveldlega í græðgi á kostnað hinna fá- tæku. Þeir sem hafa möguleika eiga að græða upp þjóðfélagið en ekki tapa sér í græðgi. Peningar eru eins og vatnið; leita alltaf í sprungurnar þangað til steinninn molnar.“ Spurð hvaða stefnu hún sé að tala fyrir veltir Edda Heiðrún vöngum. „Ég veit það ekki,“ segir hún síðan. „Ef til vill mann- úðarstefnu.“ Þrátt fyrir þessa greiningu kveðst hún ekki vera pólitísk. „Ég var mjög pólitísk þegar ég var yngri en fór síðan yfir í listirnar. Það er einfaldlega mannúðlegra. Maður er alltaf nem- andi í listum, eins og í lífinu sjálfu. Við systkinin erum öll list- ræn, fengum þannig uppeldi. Við lærðum á hljóðfæri og að Edda Heiðrún nostrar við olíumálverk í smiðju endurhæfingardeildarinnar á Grensási. Hún undirbýr nú sýningu í Ráðhúsinu næsta sumar. PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 23 55 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.