Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Page 51
23.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Rússland hafi í stjórnartíð hans á margan hátt tekið að þróast á svipaðan hátt og ríki Vestur-Evrópu. „Þarna var mikil iðn- væðing og hagvöxtur fyrir stríð og svo var stjórnarfarið hægt og bítandi að breytast í lýðræðisátt þótt hægt gengi. Sjálfur var Nikulás líka á margan hátt nútímalegur maður eins og sést til dæmis á því hvernig hann kom fjölskyldu sinni á framfæri með aðstoð ljósmyndatækninnar. Sjálfur var hann liðtækur ljósmyndari og sífellt voru að birtast nýjar myndir af þeim hjónum en þó aðallega þessum fal- legu börnum þeirra og þær gerðu fjöl- skylduna miklu þekktari en almennt var raunin um hátignarfólk í þessum hluta heimsins. Og af þeim sökum urðu mönnum endalokin líka hugstæðari. Með stríðinu varð mikill afturkippur í Rússlandi en það hefði án efa varað stutt ef bolsévíkar hefðu ekki náð völdum. Landið hefði þá líklega orðið efnahagslegt stórveldi á okkar vísu og 20. öldin allt önnur en sú sem við þekkjum. Það er alveg ljóst. Við höfum hins vegar engar forsendur til að vita hvernig heimurinn hefði orðið ef Rússland hefði þróast í átt til lýðræðis, slík voru áhrif byltingarinnar. Og meðal annars þess vegna heitir bókin mín þessu nafni: Endi- mörk heimsins.“ Kalda stríðinu lítill gaumur gefinn En hvað tekur nú við? Önnur bók um kalda stríðið eða rætur þess? Sigurjón svarar spurningunni ekki strax en lætur þess getið að fyrir sér sé kalda stríðið af- ar nærtækt söguefni vegna þess að hann þekki engan tíma betur og raunar ekkert annað stríð ef út í það er farið. „Þetta voru stórbrotnir tímar og opna okkur jafn- framt sýn til samtímans ef við kærum okkur um að skoða hann í því ljósi,“ segir hann. „Ég hef látið þess getið áður að mér finnst þessu tímabili undarlega lítill gaumur gefinn í bókmenntum okkar, eink- um þegar þess er gætt hversu margir starfandi skáldsagnahöfundar eru á líku reki og ég og jafnvel aðeins eldri. Rithöf- undum ætti þó sannarlega að renna blóðið til skyldunnar vegna þess að hér á landi var þá einnig tekist á á vettvangi bók- mennta og lista. Og kannski var rimman óvíða harðari en einmitt þar.“ Hugsjónabaráttan og skugga- hliðar hennar til umfjöllunar Sigurjón áréttar þó að Endimörk heimsins fjalli ekki um kalda stríðið í eiginlegum skilningi og sama megi segja um þá bók sem hann sé nú með í smíðum. „Hún ger- ist í samtímanum en hvað inntakið varðar er ég þó á líkum slóðum og áður. Ég er áfram að skrifa um hugsjónabaráttuna og þær skuggalegu myndir sem hún tekur sí- fellt á sig í lífi einstaklinga og þjóða.“ Morgunblaðið/Kristinn * „Sama finnst mérað gildi að nokkruum rússnesku bylting- una. Með henni er lagð- ur grunnur að pólitísk- um trúarbrögðum sem urðu víða ráðandi á 20. öldinni. Þá var um þriðjungur heimsins undir hæl kommúnism- ans þegar mest var,“ segir Sigurjón.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.