Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Menning Í nýrri og veglegri bók, sem ber heitið Á vit margbreytileikans – Víðidalsá og Fitjá, Hópið og Gljúfurá, er fjallað um þessi veiðisvæði og umhverfi þeirra í Húnavatnssýslu. Höfundar verksins eru systkinin Karl G. og Sigríður P. Friðriksbörn frá Hrísum í Fitjárdal. Þau segjast hafa saknað þess að ekki væri til bók um Víðidalsá og Fitjá, eins og aðrar helstu ár í Húnaþingi, og þá hafi þau viljað skrifa óð til sveit- arinnar sem hefur gefið þeim svo mikið, og að bókin yrði þakklætisvottur til móður þeirra og föður, Friðriks Karlssonar (1918- 1989) og Guðrúnar Péturs- dóttur (1916-2000). Bókin er prýdd kortum og fjölda ljósmynda, meðal annars eftir feðgana Rafn og Jó- hann Hafnfjörð. Undirrit- aður á einnig ljósmyndir í verkinu og kynntist því hvað höfundarnir unnu að því af miklum metnaði. „Við systkinin höfðum oft talað um að það vantaði bók um þessar perlur,“ segir Karl. „Okkur þykir vænt um þetta svæði og vildum koma því á framfæri. Ég var í stjórn veiðifélagsins í dágóðan tíma og mik- ið hefur verið rætt um það í félaginu að það þyrfti að skrifa bók um árnar, en aldrei varð neitt úr því. Að lokum fannst mér við- eigandi að við tækjum frumkvæðið og gerð- um þetta.“ Karl segir að þau hafi líka langað til að koma þessu svæði í Húnavatnssýslu á fram- færi. Fólk bruni oft í gegn um héraðið á skömmum tíma og sé það að þeirra mati vanmetið með tilliti til umhverfisins og upp á hvað það hefur að bjóða. Þau systkini koma að verkinu á ólíkan hátt. Karl, sem er framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, er bæði bú- fræðikandídat og hagfræðingur að mennt. Hann starfaði á árum áður sem fylgdar- maður veiðimanna við árnar. Sigríður er hinsvegar jarðfræðingur, hefur starfað hjá Náttúru- fræðistofunum og aðalstarf hennar hefur verið kennsla. „Hún hefur skoð- að svæðið sem jarðfræð- ingur,“ segir Karl. „Við höfum mörg farið í jarð- fræðigöngur með henni og notið þess. Hún hefur sett fram kenningar um ýmsa hluti, hefur skrifað um jarðfræði svæðisins og flutt fyrirlestra, og okkur þótti tilhlýðilegt að samtvinna umfjöllun um náttúruna, dýralífið og mannlífið við umfjöllun um árnar. Það má segja að árnar séu líf- æðar í sveitinni sem allt annað kvíslast frá.“ Veiðimenn fá ennfremur ítarlega umfjöll- un um veiðina í ánum og Hópinu, auk þess sem veiðistaðalýsingar eru í bókinni. „Við settum okkur það markmið að eng- inn veiðistaður væri undanskilinn lýsingu, og ég held það séu myndir af nánast öllum veiðistöðum. Við vildum að þetta væri hag- nýtt rit fyrir veiðimanninn, þó það sé tengt öllum hinum þáttunum. Það má segja að fókusinn í bókinni sé auðlegð svæðisins, frekar en áin sem slík, en þá er bæði verið að aðstoða veiðimenn og aðra ferðamenn við að njóta þessarar auðlegðar.“ Margir veiðimenn hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fást við væna laxa í Víðidalsá. Hér hampar Þorsteinn J. Vil- hjálmsson stórri hrygnu sem hann veiddi í Ármótum. Ljósmyndir/Einar Falur Árnar eru lífæðar sveitarinnar HÖFUNDAR NÝRRAR BÓKAR UM VÍÐIDALSÁ OG FITJÁ, OG HÉRAÐIÐ SEM ÁRNAR STREYMA UM, SEGJAST VILJA AÐSTOÐA VEIÐIMENN OG AÐRA FERÐAMENN VIÐ AÐ NJÓTA AUÐLEGÐAR HÉRAÐSINS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Höfundar bókarinnar um Víðidalsá og Fitjá, systkinin Karl G. Friðriksson og Sigríður P. Friðriks- dóttir frá Hrísum í Fitjárdal. Þeim fannst vanta bók um árnar þeirra og er hún óður til sveitarinnar. Baldur Líndal var fylgdarmaður veiði- manna fyrir miðja 20. öld. Hér er hann með stórlax við Fossa. Ljósmynd/R.N. Stewart Neðsti hluti Víðidalsár, silungasvæðið, þar sem áin kvíslast niður í Hópið. Víðidalsfjall í baksýn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.